Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 21
- 141 - VALDEMAR 11 le chevalier " kröfur eru gerðar til nemenda í þess- um greinum og prof ströng. Að sjálfsögðu læra menn íþróttasögus félagsfræði, hjálp í viðlögum, ýmislegt, er snertir gerð og byggingu íþrotta- mannvirkja og fleira þess háttar. Undirleikur er æ meira notaður við íþréttakennslu.og er einn liður námsins í því folginn, að nemendur læri að skrifa nótur og slá mismunandi takta með þar til gerðum tækjum. Þjóðdans- ar og ýmsir aðrir dansar eru meðal s kyldunám s gr eina. Af upptalningu þessari má sjá, að kappkostað er, að kennaraefnin fái sem bezta þekkingu á sem flestum sviðum. Iþróttaháskóli Kölnar er sjálfstæð stofnun, en þó í mjög nánum tengslum við Kölnarháskóla. Algengt er, að nemendur íþróttaháskólans taki einnig háskólapróf í einhverjum öðrum greinum, svo sem tungumálum, og er allt gert til þess af beggja skóla halfu að auðvelda mönnum þá náms- tilhögun. Hliðstætt þessu eru starf- andi íþróttadeildir við ýmsa háskóla í Evrópu, en þar er íþróttafræðin aukagrein og próf frá þeim deildum ekki jafn rétthá prófum frá íþrótta- háskólum. Ég hef leitazt við að gera lesend- um nokkra grein fyrir íþróttanámi við einhvern bezta íþróttaháskóla Evrópu, en stiklað á stóru, og er ætíð reiðubuinn til þess að veita nán- ari upplýsingar þeim sem þess óska. Valdemar Örnólfsson DANDIMENN, frh. af bls. 142. Lúklegt þykir, að Ömar verði ellidauður og barnamargur, ef rétt reynist það, sem mælt er, að það lifi lengst, er hju- unum er leiðast. Strengt hefur sjálfur hann þess heit, að verða 100 ára eða liggja dauður ella. Mætti hvort tveggja teljast firn, að hann ryfi þá heitstreng- ing eða héldi. Og ljúkum vér þá af Ómari að segja. Reykjavík, í október 1957. Ómar Þ. Ragnarsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.