Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 13
133 V Inni í kofanum lá gamli maðurinn endi- langur á ruminu, svaf fast og dreymdi undarlega drauma. Honum fannst hann vera staddur í stor- borgs há og stor hus voru á allar hliðar. Hann var í fylgd með manni og konu, og þau flýttu sér öll sem mest þau máttus einhver ógn vofði yfir þeimP sem þau voru að flýja0 Göturnar voru mannlausar, husin mannlaus, allir voru farnirs flúnir upp til fjalla. Skyndilega bar skugga á þaus stórt hringlaga flugfar sveif yfir höfðum þeirras með einhverju dularafli voru þau dregin upp í það„ Lítill maður með illgirnisglott á vörum tók á móti þeim. - Við náðum þeim„ Þessum bölvöldum mannkynsins, þessum tortímurum þjóðar minnar. Og hann dró upp þrjá litla hluti, lítið stærri en eldspýtustokka og sýndi þeim„ Þau horfðu öll sem steini lostin á hlutina, en svo varð þeim litið á borgina, sem fjarlægðist og minnkaði óðum. - Og nú„ hélt litli maðurinn áfram og beindi máli sínu að gamla manninum, mun ég sýna þér hvernig þú tortímdir minni þjóð„ Og sem hann hafði þetta mælt, fleygði hann einum hlutinum út„ Andartaki síðar sást ógurlegur blossi, og þar sem borgin hafði áður verið, breidd- ist út þykkt og stórt reykský„ - Þó að þessi sprengja dugi til að drepa allt líf á hálfum hnettinum, þá mun ég samt fórna annarri sprengju í viðbót, ekki til þess að drepa allt líf á hnettin- ums heldur til að kynna hin djöfullegu drápstæki þín fyrir þjóð þinni„ í sömu andránni sáu þau yfir víðlenda völlus sem voru kvikir af fólki, þangað höfðu allir flúið„ Litli maðurinn fleygði annarri sprengjunni út„ - Þá eruð þið þrjú eftir, sagði hann og ieit illgirnislega á náföl andlit þeirra. - Ykkur ætla ég skemmtilegri örlög„ Þið munuð erfa jörðina - alla. Nu svifu þau yfir sandauðnum og hrjóstrugum, stórgrýttum eyðimörkum. - Hér bjó þjóð mín áður og ræktaði hér frjósama akra„ En helgeislar sprengju þinnar hafa farið um landið. Nú færðu tækifæri til þess að bæta fyrir allt þaðs sem þú hefur eyðilagt. Horfin í húmið mínum sjónum. Einn sit eftir„ Hvað er mitt líf ? Hljómkviða - án tóna bíll - án hjóla. Heyrirðu til míns mitt örvæntingaróp. Ós þú ástin mín eina„ ég held ég fari að hátta. Mig dreymir þig ef til vill í nótt. Flugfarið lenti úti í miðri eyðimörk- inni og litli maðurinn skildi þau eftir í nöpru kuldagjóstrinu. Þau horfðu á loftfarið lyftast til himins, hærra og hærra. „ „ „ Allt í einu féll lítill hlutur niður úr því„ Svo varð ógurleg sprenging „ „ . . „ Þeir stóðu á barmi gryfjunnar, sem hafði myndast þar sem kofi gamla mannsins hafði verið og horfðu á for- ugt lækjarvatnið safnast í poll á botnin- um„ - Jæja, sagði einn þeirra, - nú gerir karlfauskurinn okkur ekkert mein, þó að hann kunni að hafa einhver drápstæki undir höndum og .... - Þið hefðuð heldur átt að fara að mínum ráðum, greip annar fram í„ - Það hefði verið fengur í að taka hann heim með okkur sem óhrekjandi sönnun um líf hér„ - Hættið þessu rifrildi, við skulum heldur fá okkur eitthvað að éta, sagði sá þriðji og kveikti sér í sígarettu, Þeir gengu af stað til loftfarsins.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.