Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 22
142 -
MAÐUR er nefndur Ómar Ragnars-
son. Hann er af bakarakyni, en þeir
menn hafa þá nátturu, að þeir ganga í
jarðhus ofan á nóttum og svíða deig
sem kerlinga er siður, og þykir starfi
sá hinn hræðilegasti. Ómari er svo
lýst, að hann er maður mikill vexti og
kvensterkur. Allhvatur er hann og
stórstígur ákaflega og hefur fætur sterk-
lega og mjög vandaða, en rýrnarmjög
er ofar dregur, og kemur þar, að efst
eru nær ber beinin. Ómar er maður
bleikur yfirlitum og hálsdigur, gráeygur
og daufeygur, hvassnefjaður og næsta
freknóttur ; hárið rautt sem sindur og
odælt rrjög og hið öruggasta kennileiti.
Hefur Ómar jafnan átt x brösum við
lubba þenna. Gekk svo lengi vel, að
engu tauti var við hann komandi, engin
fengust þau amboð, er duga máttu í
strýi þessu, og snöruðust í sundur
kambar allir, og ónýttust öll bitjárn.
Varð þar því snemma flóki mikill, illur
mjög á vöxt. Gaus sá kvittur upp, að
dýralíf þróaðist þar nokkuð í myrkviðn-
um. Kom þar, að ekki mátti við
vondra róg svo búið standa, og hugði
Ómar nu á herferð gegn illgresi þessu,
meður því að honum var óhægt til
kvenna, er ófagnaður sá slutti honum
á nasir fram. Leitaði hann nú til hár-
skera eins, er kunnur var að afli og
fjöikynngi. Lauk svo þeirra viðskiptum,
að af gekk hárið ómari, en karl varð
handlami eftir. Seldi hann Ómari
galdrafeiti þá, er á útlenzku nefndist
brilliantine og duga skyldi við hvers
kyns órækt. Tok Ómar nú að kemba
hér sitt af kappi og sáði í feitinni
ótæpilega. Brá þá svo við, að hárið
gerðist hið auðsveipasta og liðaðist
fagurlega. Lét Ómar sér það vel líka
um hríð, en þar kom, að mjög tók að
óhægjast um fyrir honum. Gerðist
honum hárgreiðslan allfyrirhafnarsöm,
en kamba- og fitukaup fjárfrek; bar þar
og til, að jafnan, er vindar blésu að
höfði hans, féll hárið niður og lafði sem
þarabrúk eður þönglar. Klígjaði kvinn-
ur við sýn þeirri. Skar Ómar nú upp
herör og klippti hár sitt mjög vandlega,
svo að yrjaði við skalla, en varpaði
kambi og fitu á haf út, og mátti varla
seinna vera, þar eð veggur sá, er til
höfða var bóli hans, hafði smitazt af
feitinni, svo að lá við skemmdum.
Og við lúkningu verks þessa létti Ömari
mjög, °g öar þar margt til. Þar er
þá fyrst frá að segja, að hann er mað-
ur kviknízkur og sýtir við hverjum eyri,
er frá honum fer. Það er hið annað,
að hann er matmaður hinn mesti, og
rennur oft á hann berserksgangur, þá
er hann er á veizlum, og fara þar af
sögur margar. Það er hin þriðja nátt-
úra hans, að hann horast því meir, er
étur hann ákafar. Og þá er feiti - og
kambakaup gerðust þungbær, tók hann
að svelta vegna nízku sinnar, og át þá
neglur sér af mikilli græðgi. En vegna
innar þriðju náttúru tók hann nú að
þykkna, er svalt hann, og líkaði það
illa, er hann þyngdist á fæti, því að
hann er manna huglausastur og rennur
af hólmi, þá er hann getur og miklast
af flýti sínum. Með hárskurði sínum
snöri Ómar þróun þessari við snar-
lega, en næsta fágæt mun megrunar-
aðferð sú vera.
Svo er um fleiri háttu Ómars þessa,
að þeir þykja næsta kynlegir ; mætti
þarum rita bækur nokkrar. Naegja skal
að nefna hjólhestamennsku hans, er
alræmd er. Kallast reiðskjóti hans
Blakkur ; gæðingur mikill og er allxa
hjólhesta fráastur og vakrastur.
Frh. á blí3. 141.