Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 26
146 - 12o gr. f fjelaginu skal lærisveinum lærSa skólans í Reykjavík heimilt að vera, svo og þeim utanskólasveinum, er áður hafa verið í skóla og verið meðlimir fje- lagsinso Þó skal nýsveinum lobekkjar ekki veitt inntaka í fjelagið fyr en á 1„ lögmætum fundi eptir miðsvetrarpróf„ 13o gr. . „ . Inntökugjald er 25 aurar. . . (Var hækkað upp í 50 aura 21. okt. 1906. ) 16. gr. Aðalfundur fjelagsins skal haldinn fyrst í januarmánuði ár hvert og byrjar með honum fjelagsárið. . . 22„gr„ Fjelagsmenn skulu skyldir að sækja alla fundi, og skulu komnir, er nöfn þeirra eru lesin upp í byrjun fundar. Ef þeir hafa gild forföll, svo að þeir geti eigi mætt á fundi, skulu þeir tilkynna for- seta þau skriflega fyrir fundinn. Ef ein- hver mætir ekki á þrem fundum í röð, skal hann rækur ger, ef 2/3 fundarmanna greiða atkvæði með því. Engar afsakanir á fund- arboðslista skulu teknar til greina. 23. gr. Allir fjelagsmenn skulu sitja kyrrir og hljóðir á fundum. Enginn má taka til máls án leyfis forseta, og ef ein- hver tekur fram í fyrir þeim er talar, þannig að forseti þurfi tvisvar að áminna hann, skal sá hinn sami rækur af fundi. Forseti hefir rétt til að taka orðið af ræðu- manni, ef ræða hans þykir óhæf. Auk þess hefur og forseti leyfi til þess að kjósa svo marga fundarmenn, sem hann vill, til þess að styrkja sig í að gæta reglu á fundum. Án leyfis forseta má enginn ganga af fundi, og enginn má vera lengur uti en 10 mín. , ef hann fær utgönguleyfi. Þó má forseti lengja það leyfi, ef honum þykir ástæða til þess. Enginn má fá oftar en einu sinni út- gönguleyfi af sama fundi, og ef einhver verður lengur uti en leyft, eða komi hann alls ekki aftur, skal svo álitið, sem hann haíi eigi sótt þann fund. Á fundi má engi brjóta skólareglurnar. 24. gr. Allar embættismannakosningar skulu fara fram skriflega og skal hver rita nafn sitt undir kosningaseðil sinn; forseti skal og lesa undirskriftirnar. Mið- unum skal eigi glatað fyr en kosningar eru um garð gengnar. 16. APRfL 1905 á venjul. stað og stundu GULL Málshefjandi : Einar Páll Jónsson. Talaði hann langt mál um gullið, nyt- semi þess og fl. Kvað hann ekkert æski- legt að gull fyndist hjer sökum þess, að af því mundi leiða mikill innflutningur ut- lends skríls og vinnufólksekla, því allir mundu streyma til Reykjavíkur. Jónas Skáld Guðlaugsson líkti gull- fundi við hitasótt þá, er kölluð er "ball- feber" og kvað innflutning þann, sem af gullfundi hjer mundi leiða, skaðlegan þjóðerni og tungu og vildi láta landsstjórn- ina sjá um gullgröftinn og bægja frá inn- flytjendum. Andrjes Björnsson kvaðst vera sömu skoðunar og hinir í aðal-atriðum en áleit að ómögulegt mundi verða að banna Dön- um innflutning og aðrir mundu hafa arð- inn af því gegnum þá. . . Gengu síðan allir ánægðir og ásáttir á að líta af fundi, en innri maður þeirra hefur án efa brunnið af löngun í þetta margumrædda Rínarbál. 21. NÓV. 1903 : "Jon Björnsson greiddi ekki atkvæði og var því samkvæmt venjunni talinn með meiri hlutanum. " 22/1 1911 ber forseti Framtíðarinnar Ásgeir Ásgeirsson fram tillögu: "Fundurinn er því samþykkur, að prentuð verði lög Framtíðarinnar til að útbýta meðal félagsmanna. - Var hún samþykkt í einu hljóði. " ÚR UMRÆÐUM 25. nóv. 1883 Bjarni Pálsson (fors.Fr.) kvað embætt- ismennina líta smáum augum á pilfca og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.