Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 12
132 - steini lostinn, og það var sem hann biði einhverra frekari náttúruhamfara. En þegar ekkert gerðist frekar, læddust efa- semdirnar að honum. Þetta gat ekki ver- ið eldgos ; bjarminn flökti ekki á himn- inum, og hann fann engar frekari jarð- hræringar. Lengi stóð gamli maðurinn úti fyrir kofa sínum og starði á þverrandi roðann á dökkum næturhimninum. Það var farið að elda af morgni, þegar kuld- inn knúði hann til að skríða aftur í flet sitt. Þegar hann vaknaði hinn næsta dag, var roðinn horfinn að fullu. III Nokkrum dögum síðar lá gamli maður- inn úti fyrir kofa sínum og hugsaði um næturþytinn og himinroðann. Honum datt margt í hug, en aldrei fann hann skýr - ingu, sem hann var ánægður með. Ef til vill var þetta stjarnan, sem hann hafði séð hrapa ofan úr festingunni, en það fannst honum þ6 otrúlegt, hún var of lítil til þess að valda jarðskjálfta. Og gamli maðurinn reis seint á fætur og reyndi að hrista þessar gagnslausu hugsanir af sér. Hann staulaðist meðfram kofanum, en þegar hann kom að horninu, staðnæmdist hann snögglega og glápti sem steinrunn- inn upp í loftið. Hann hafði komið auga á lítill hlut, rauðglóandi, sem þaut með ofsalegum hraða yfir himininn. Hluturinn þaut beint yfir höfuð gamla mannsins og hvarf brátt úti við sjóndeildarhringinn, en þungur og annarlegur hvinur fylgdi honum eftir. Gamli maðurinn andvarpaði, þegar hann sá hlutinn hverfa, og þurrkaði svitann af enni sér með handarbakinu. Ef til vill var þetta sama fyrirbrigðið og hafði gerzt um nóttina. Gamli maðurinn haltraði fram að kofadyrunum og lét sig falla ofan á stólræfil, sem stóð við vegg- inn í sólskininu. Hann reyndi að jafna sig eftir æsinguna, sem hafði gagntekið hann, þegar hann sá loftfarið. Langa stund sat gamli maðurinn niður- lútur og áhyggjufullur úti fyrir kofa sín- um. En aftur truflaði þyturinn hugsanir hans. Enn þaut rauðglóandi hluturinn yfir tærbláan himininn. Gamli maðurinn gerð- ist órólegur. Þetta var óskemmtileg til- breyting, að vísu hafði einveran oft verið honum þungbær, en loftfarið vakti geig í brjósti hans - honum fannst það dularfullt og hrollvekjandi. Þegar sólin fór að nálgast sjóndeildar- hringinn undir kvöldið, staulaðist hann til félaga sinna úti við lækinn. Þangað sótti hann sér huggunar í einverunni, og nú var hann sannarlega huggunar þurf- andi. IV Dögum saman hélt loftfarið áfram ferð sinni. Seint ætlaði gamli maðurinn að venjast hljóðinu, sem fylgdi því, hann hrökk við sem hann væri stunginn, í hvert sinn er þyturinn barst honum til eyrna. í fyrstu hafði loftfarið verið hátt á lofti, en það fór ekki framhjá gamla manninum, að stöðugt færðist það nær jörðinni, síðustu dagana hafði það rétt smogið yfir ásinn og gamli maðurinn óttaðist, að brátt mundi það enda ferða- lag sitt í stórgrýti brekkunnar. Einn morgun vaknaði gamli maðurinn við ógurlegar drunur og dynki. Kofinn lék á reiðiskjálfi, og hefði kannan stað- ið á ofninum, hefði hún áreiðanlega fall- ið niður á gólf. Nú þurfti gamli maður- inn ekki að hugsa sig um eitt andartak til þess að vita, hvað hafði gerzt. Úti á söndunum hvirfluðust sandstrókar til og frá, eins og vindurinn hefði brugðið á leik við sandinn. En nú var það ekki vindurinn, sem þyrlaði upp sandinum. Það var loftfarið. Það hafði rennt sér eftir sandinum, skilið eftir sig djúpa rák, þyrlað upp rykmekki og staðnæmst að lokum við bratta sandöldu. Smám saman minnkaði mökkurinn umhverfis það, og að síðustu lá það eitt og yfir- gefið úti á rauðbrúnum sandflákunum. Ekki var gamli maðurinn ánægður með að hafa það þarna, honum fannst það vera óboðinn gestur, sem ekkert erindi ætti út í auðnina. En samt fann hann til innri gleði, því að nú var hann laus við þennan vágest yfir höfði sér. Og enga ósk átti gamli maðurinn heit- ari, þegar hann hallaði sér þreytule;ga upp að rúmgaflinum, en að annað loftfar fylgdi ekki á eftir. Taugaspenningur og þreyta undanfarinna daga yfirbuguðu hann nú, og hann sofnaði brátt. Gamli maðurinn svaf fast, þess vegna heyrði hann ekki urgið og skellina fra loftfarinu. Og þess vegna sá hann ekki, þegar hurð opnaðist á því, og undarlegur hlutur valt út. . . .

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.