Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 4
124 - hlotið sinn skóla hjá Framtíðinnij, og á herðum nuverandi félagsmanna hvílir mikil. siðferðisleg skylda að treysta fé- lagið með því að láta mjög að sér kveða innan hennar, og þeirra mun uppskeran um síðir„ Minnumst þess heitss er við strengdum með þróttmiklu menntaskólahurra á afmæl- ishátíð Framtíðarinnar : Lutum öll með lotningu veldissprota Framtíðarinnars og þrýstum okkur að stoðum hennar, svo að eigi hrikti í þeims og sé það metnaður okkar að láta þær stoðir aldrei bresta. af fua né ellimörkum., Sé FRAMTÍÐIN ætíð björt um aldur og ævi ! * * * Sögu sína geymir Framtíðin í fundargerð- um sínum, en því miður fyrirfinnast þær ekki á Landsbókasafninu nema til 1917. Orsökin til þess getur verið sus að á þriðja tug aldarinnar mun hafa dofnað yfir starf- semi hennar og su deyfð varað meira og minna allt til sjötta tugsins samkvæmt skólaskýrslumo Þá hafði gagnfræðadeildin verið brottræk gerð og stofnað sitt eigið félag "Fjölni", sem starfaði mun betur. Má vera, að fundargerðir hafi þá lítt verið samdar, en vonandi er þós að gamlir rit- arar liggi á þeim og sjái sig um hönd og komi þeim til skil.a„ Framtíðin mun hafa lognast ut af 1899 en verið endurreist hálfu öðru ári síðar, eða árið 1900. Færist þá í hana mikill fjör- kippurs og mun blómaskeið hennar eflaust vera annar tugur aldarinnar. Þá stunduðu hér nám miklir andans menn, er létu mjög að sér kveða í félagslífinu. Þeir kaflar ur fundargerðum Framtíðar- innar, sem hér birtasts eru valdir með tilliti til þess, að menn geti gert sér betur ljóst, hvernig félagslífinu var háttað áður fyrr og séð þróunarferil Framtíðarinnar svo langts sem fundargerðir ná. Þeir hafa líka verið valdir til að sýna nýstárleg og skemmtileg atriði á sem flestum sviðum eftir þvís sem fundargerðir geta gefið til- efni til. Bið ég svo engan að hneykslast á staf- setningu né kommusetningu fyrri tíma. * * * Nuverandi stjórn Framtíðarinnar hefur hingað til lagt á það aðaláherzlu að fá sem flesta upp í ræðustólinn, til þess að þeir yfirbugi meðfædda feimni, en hefur lagt minni áherzlu á flókin málefnis þar sem aðeins fáir málgefnir menn birta lýðnum boðskap sinn. Hun telur rétts að sem flestir stjórni fundi og breytir þar andstætt fyrri stjórn- ums því að forseti er eigi kjörinn, að hennar álitis til þess að sitja einn af slík- um eldis heldur til að sýna öðrum í verki, að fundarstjórn sé alls ekki ofurmannleg. Sama gildir um samningu fundargerða. Hún hefur boðið öðrum félögum aðstoð við starfsemi þeirra eftir þvís sem hún telur sig umkomna að veita og reynt að standa sem minnst í vegi fyrir þeim. öskar Framtíðin jafnframt tillits af þeirra hálfus hvað henni viðkemur. # * * Að lokum vildi ég fara nokkrum orðum um álit mitt á hlutverki Framtíðarinnar í framtíðinni og viðhorfi hennar til ein- stakra félaga skólans. Sem fyrr segir, var Framtíðin sín fyrstu ár undirstaða alls félagslífs í skólanum. Þegar fjölga tók nemendum, fóru að myndast hópar undir handar- jaðri Framtíðarinnar um einstaka liði félagslífsins, eins og sjá má á köflunum hér á eftir. Síðar myndast algjörlega sjálfstæð félög. Það er mjög æskileg þróun, að með fjölguninni færist forusta félagslífsins á fleiri hendur. Framtíðinni ber að vera móðir félags- lífs skólans. Hun hefur mælskulist að undirstöðu, aldur sinn að tign og sem móður ber henni ekki að reyna að sölsa undir sig þætti einstakra félaga, heldur að styrkja þau í uppvexti, sem sín börn, og hvetja þau til dáða. En þessi félög mega ekki einstrengja sig við mjög þröng málefni, því að þa þurfa þau að berjast á hæl og hnakka fyrir tilveru sinni og getur slíkt skaðað mjög almennt félagslíf, eða að öðrum kosti lognast þau út af„ Ef hópar myndast um einstök málefni, ætti að vera greiður aðgangur að kom- ast undir handarjaðar Framtíðarinnar með þau, þannig að Framtíðin myndi veita þessum flokkum fjárhagslegan og siðferðislegan stuðning eftir getu sinni. Tökum dæmi : 20 manna esperantistóv- hópur myndast, sem hefur útbreiðslu og kennslu esperantos að markmiði. Þessi hópur stofnar "Esperanto-flokk F'ram-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.