Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 25
145 eigi á móti„ ÞaS er alveg víst að ekkert fjelag getur orðið að tilætluðum notum, ef meðalanna, sem til þess eru, er eigi hvar- vetna neitt„ Það, sem mest stendur fjelagi þessu Framt. fyrir þrifum, er ósiðsemi margra meðlima; þeir eru aldrei kyrrir og það, sem verra er, þeir geta aldrei þagað, heldur lítur svo ut„ sem þeir geri að skyldu sinni að láta sem verst, svo að beztu ræður, sem bæði geta verið fræð- andi og skemmtandi og þannig fullnægt að miklu leyti tilganginum, skuli eiga heyr - ast„ Þetta er orsökin til að jeg fer, og sama er um marga aðra er farið hafa og svo mun og verða ef eigi er séð við því." Ófeigur Vigfusson. EMBÆTTISMENN Á iSLANDI 15. januar 1899 var haldinn fundur í Fram- tíðinni. Var þá tekið til meðferðar um- ræðuefnið "Embættismenn á fslandi" og tok fyrstur til máls Sigurður Guðmundsson. Enda þétt alllangt sé nu um liðið og tím- arnir hafi breytzt, er margt í máli hans, er á erindi enn þann dag í dag og kynnu Menntlingar að hafa gaman að því að kynn- ast skoðunum nemanda skolans fyrir meir en hálfri öld, því að enn mun margt af því vera í fullu gildi. Sigurður komst meðal annars þannig að orði : Útlendingi nokkrum er kom hingað til íslands fyrir nokkrum árum varð þetta að orði : "Veslings land, sem hefur svo marga embættismenn." Útlendingur þessi var Friðþjofur Nansen. "Glöggt er gests augað, " segir gamalt máltæki og sannast það hérna. Friðþjofi Nansen leizt ekki vel á þennan fjölda embættismanna í jafnfámennu landi og fá- tæku landi. Honum hefur ekki þótt það eins hollt þjóðinni, eins og sumum föður- landsvinum hér heima virðist þykja það. Það er eðlilegt að hér þurfi tiltölulega marga embættismenn, af því að landið er svo strjálbyggt og stjórnin verði þar af leiðandi dýr og hun er það líka, ef flett er upp í landsreikningunum fyrir árið 1895, sést, að laun til embættismanna nema kr. 204276, 00. Hér við bætist eftirlauna- fulgan. Upphæð hennar nam þá 86000 kr. Kosta embættismennirnir þannig þjóðina 300, 000 kr. ......... Að því er til embættismanna sjálfra kemur, þá verður varla annað sagt um þá, en að þeir hafi sérstakt lag á því að gera ekki nokkurn skapaðan hlut nema hengslast við að gegna embættunum. Lífi þeirra verður ekki betur lýst á annan hátt en Guðm. Friðjónsson segir í þessum 2 erindum : "Þeir hallast að hægindi löngum" og hagræða keipóttum öngum ; í tófuskinnsfeld við tóbakseld þeir telja stjörnurnar morgna og kveld. Á daginn sig reigja og rétta og reipi ur sandinum flétta. Á hillum sem bjargfugl þeir bua og bringum mót skininu snua við lostætisföng og loftungnasöng þeir lifa - í andlegri kramarþröng, því sálin er soltin og nakin og svívirt af skrokknum og hrakin. ......... Þá koma nu djöflafæturnar eða prestarnir. Þeir eru þeir menn, er allra embættismanna mest gætu látið gott af sér leiða, því að þeir hafa svo mikið saman við alþýðuna að sælda. Þeir ættu í stolræðum sínum að reyna að laga hugs- unarhátt alþýðu og hvetja hana til að færa sér í nyt landsins gæði. Það væri miklu þarfara, en að ógna mönnum með log- bröndum Helvítis og lýsa með ægilegum orðum veldi Djöfulsins, sem þeir þykjast allsstaðar sjá á degi sem nóttu, en þetta gera þeir ekki. Ekki er hægt að sjá, að þeir séu áhugamenn í truarefnum, þó að þeir séu flestir furðu tryggir við Djöfsa. Ég hika ekki við að kveða upp yfir prestunum þann dóm, að þeir séu yfirleitt mestu huðarselir, er ekkert gera." ÚR LÖGUM FRAMTfÐARINNAR samþ. árið 1900 8.gr. Kjósa skal 5 menn í nefnd, er dæma skal öll rit fjelagsmanna, bæði í bundnu og óbundnu máli. Hun vel- ur og umræðuefni á fundum og skipar framsögumenn að þeim. . . Skal dómnefnd- in dæma framsöguræður til verðlauna, ef þær þykja þess verðar. Enginn má dæma sín eigin rit.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.