Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 27
- 147 - sambandið milli þeirra væri því ekki gott og sagði að verzlunarmenn sæti um pilta sem skrattinn um sál manns. . . Guðmundur Helgason fann að því hjá Bjarna, að hann hefði sagt að sambandið milli pilta og emb.manna væri ekki gott og sagði að ómögulegt væri að halda slíku fram, þar sem einmitt emb. mennirnir gangi piltum að nokkru leyti í foreldra stað. Jón Stgr„ sson. . . sagði að Bjarni Pálss. hefði ekki tekið rett samband pilta við emb. menn að sínu áliti og að sér fyndist sjálfsagt að emb.m. líti niður á piíta eins og t.a. m. piltar niður á "dónana" og setti alla þessa flokka í proportion á þennan „ ✓ emb.menn skólap. „ , hatt : ~TT--TT~ = T'----— °g að piltar skolapiltar donum stæði því fyrir neðan emb.menn sem dónar stæði fyrir neðan pilta. 10. NÓVEMBER 1912 "Er hjónabandið samkvæmt íslenzkum lögum hið heppilegasta fyrir þjóðfélags- skipunina? " Frams.m. Sig. Bl. Flutti hann langt og skírt erindi í þessu máli; skýrði hann frá, hversu margskonar hjónaband væri leyfilegt samkvæmt ís- lenzkum lögum ( c : tvennskonar kirkju- legt og borgaralegt) og ennfremur hvernig því væri háttað víða ut um hinn menntaða heim. Sagði hann, að það væri títt, t.d. í Ameríku, að maðurinn og konan gerðu samning með sér til fárra ára, er svo væri uppsegjanlegur með svo.og svo miklum fyrirvara, ef annar málsaðili æskti þess. . . En líka var minnst á ýmsa galla, er þessu gætu verið samfara. T.d. minni ástuð, heimilisrækni og ef til vill siðferði o„s„frv. KÆRA BORIN FRAM A FUNDI 18. apríl 1915 "Síðan las Sigurður Grímsson upp kæru á hendur Gunnari Benediktssyni ut af því að Gunnar hafði rifið kvæði ur Huldu eftir sjálfan sig, ásamt kvæðisbroti eftir annan mann. Var ræða hans á þessa leið ; Háttvirtu félagar ! Ég býst við að þið hafið allir orðið var- ir við gust þann, sem nu því nær á svip- stundu hefir þotið um félagslíf vort. Ég býst við þvís að ykkur muni öllum vera ljóst að hér er að gjörast í. félagi voru sá viðburður, sem krefst þess að athygli manna sé vakandi og gætni þeirra, dóm- greind og samvizkusemi óbrjáluð. Það er ábyrgðarhluti að dómfella meðbræður sína fyrir yfirsjónir þeirra. En ábyrgðin er innifalin í mörgu. Eins og þaö getur verið glæpsamlegt og vítavert að fella harða dóma yfir sakamönnum, eins er það og einnig hættulegt og vítavert að dæma þá vægt fyrir afbrot sín, bæði sjálfra þeirra vegna, samtíðarinnar og eftirkomenda. Hér, sem annarsstaðar, er meðalhófið bezt - en það mun vera vanratað. En góður vilji og óspjölluð rettlætistilfinning eru beztu skilyrðin til þess að geta leyst af hendi jafnmikið vandaverk og vér eigum að ráða til lykta í dag. Enda er það von mín, að þeir menn, sem taka munu þátt í ráðstöfun þessa máls, láti eigi sitt eftir liggja til þess að veita réttlætinu fulltingi sitt. Ég kem hér fram fyrir hönd "Framtíð- arinnar" með kæru á hendur einum af félagsbræðrum vorum, Gunnari Bene- diktssyni, fyrir að hafa í fullu heimildar- leysi rifið blað upp úr "Huldu" ljóðabók félagsins. Á þetta blað var skrifað kvæði eftir hann sjálfan, og auk þess brot af kvæði eftir annan mann, - sem var verð- launað í vetur af félaginu. - Ég saka Gunnar því um að hafa að vettugi virt þær skyldur, sem á honum hvíla, sem félagsmanni, saka hann um að hafa lítilsvirt félagið í heild sinni, auk þess sem hann hefir framið skemdir á ritum þess, sem fengið hafa að vera óá- reitt allt fram til þessa. Á þessum grundvelli óska ég að Gunnar verði dæmd- ur án æsinga og reiði og án öfgakendrar viðleitni til þess að verja þessar gjörðir hans..." Síðan skýrir og rekur Sigurður sögu þessa máls. „ „ . Þá er Sigurður hafði lokið ræðu sinni, talaði Stefán Stefánsson með tillögu, sem hljóðaði svo : "Fundur- inn ályktar að lýsa yfir því, að Gunnar Benediktsson hafi ráðið á félagið og rifið blað úr kvæðabók þess, "Huldu" án til-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.