Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 20
140 - RITSTJÓRI blaðsins mæltist til þess við mig fyrir nokkru, að ég segði les- endum þess eitthvað frá erlendum íþróttaháskólum, og er mér ljuft að verða við þeirri bón» Undanfarin þrju ár hef ég stundað nám við slíka skóla í Þýzkalandi, Austurríki og Frakklandi, en þar sem of langt mál væri að gera þeim öllum skil - enda eru skólar þessir líkir um margt - þá mun ég snua mér eingöngu að íþróttaháskól- anum í Köln, sem mun einhver albezti skóli sinnar tegundar. Skólinn stendur á fögrum stað í ut- jaðri borgarinnar með stóra og glæsilega íþróttavelli á alla vegu. Sá stærsti þeirra rúmar um 80-100.000 áhorfenda, en þótt svo stór sé, er algengt, að færri komist að en vilja, þegar keppnistímabilið í knattspyrnu stendur sem hæst. Skammt frá stendur risastór utisundlaug, vel vönd- uð, utbúin stökkpöllum og fjaðurbrettum af öllum tilskildum stærðum. Þarna fær margur sína fyrstu skelli á bak og bringu, því að dýfingar eru einn liður sundnáms- ins.og "enginn verður óbarinn biskup". Námið er annars mjög margþætt og erfitt, en afar skemmtilegt. Ætlazt er til þess, að nemendur kynnist sem flestum íþróttagreinum og geti að loknu námi kennt flest, sem að íþróttum lýtur. Kennaralið skólans er skipað afbragðs fólki, flestu hámenntuðu. Skólastjórinn, Dr. Carl Diem, er einn þekktasti núlif- andi íþróttafrömuður Þjóðverja. Það var hann, sem skipulagði ólympíuleikana í Berlín 1936, en það eitt nægir til þess að varpa ljóma á nafn hans. Hann er doktor í læknisfræði, en þekking hans á sögu og menningu Forn-Grikkja og ritverk hans um olympíuleiki til forna munu lengi halda néifni hans á lofti. fslendingum er hann kunnur frá því hann kom hingað 1951 til þess að halda fyrirlestra við Háskólann. Hann minntist oft á dvöl sína hér við mig og lét vel yfir. Kvaðst hann hafa farið daglega í sundlaugarnar og hitt þar oft tvö stórmenni, forsetann og Huseby ! Námstíminn við skólann er þrjú ár og námstímabilum þannig hagað, að unnt er að setjast í skólann, hvort sem menn vilja heldur, að vori eða hausti. Skólaárið hefst síðast í október.og er kennt til febr- úarloka. Þá er tveggja mánaða frí, en kennsla hefst aftur í maí og allt fram í ágúst. Námsefnið er af ýmsum toga spunnið.og mun ég telja upp það helzta hér á eftir. Verklega námið felst einkum í iðkun fjöl- margra íþróttagreina. Má þar tilnefna : sund, fimleika, frjálsar íþróttir, knatt- leiki allra tegunda - jafnvel rugby ! - grísk-rómverska glímu, judo, hnefaleika, skylmingar, róður, skautahlaup, skíða- far o.fl. Þar sem enj*in fjöll eru í nágrenni Köln- ar, heldur skolinn þriggja vikna skíðanám- skeið á vori hverju uppi í Ölpunum. Bíða menn þeirra með mikilli eftirvæntingu allan veturinn sem vænta má. Þar efra ríkir ætíð glaumur og gleði og öll dvölin ævintýri líkust. Þótt íþróttirnar séu að sjálfsögðu stærsti liður í náminu, þá er jafnframt lögð mikil áherzla á,að nemendur fái sem viðtækasta þekkingu í öllu því, er að líkama og sál lýtur. Þess vegna eru fengnir kennarar frá læknadeild og heimspekideild Kölnar- háskóla til þess að kenna líffræði., lífeðlis- fræði, sálfræði og uppeldisfræði. Mifclar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.