Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 23
143 INNGANGUR "Bandamannafjelagi stofn„ 1875" og "Ingólfi" var slitið 4„febr. eptir samþykt fjelagsmanna og með því skilyrði, að fje- lögin bæði skyldu mynda saman nýtt fjelag o. s.frv. eins og sjá má í fundarbók "Bandamanna". Þegar er þ.ssu hafði orð- ið framgengt gengu menn úr fjelögunum báðum saman á fund, til þess að kjósa nefnd manna, er semja skyldi frumvarp til laga fyrir hið nýja fjelag. Mönnum kom saman um, að sjö skyldu vera í nefndinni og hlutu þessir kosningu : Bjarni Pálsson, Guðmundur Magnusson, Jon Steingrímsson, Sigurður Hjörleifs- son, Stefán Stefánsson, Valtýr Guð- mundsson og Þorsteinn Erlingsson. Nefnd þessi lagði frumvarp sitt fram 14. febr. og var þá rætt og samþykkt með litlum breytingum. Aðalfundur fjelagsins hinn fyrsti var haldinn 15.febr. 1883 í bænastofunni kl. 3^/2. Þar var fyrst gengið til forseta-kosningar. Kosnin^u hlaut : Valtyr Guðmundsson með 49 atkvæðum. . FYRSTI MÁLFUNDUR, SEM HALDINN ER í FRAMTÍÐINNI 1883 Umræðuefni var "Astandið í skólanum og hvernig ráðin verði bót á því". Frum- mælandi var Sigurður Hjörleifsson. Sig- urður hóf ræðu sína með því að spyrja, hvað skóli væri, og hann svaraði því svo, að hann væri grundvöllur framtíðarinnar. í skólanum þyrfti að læra margar greinir; einmitt sökum þess, að héðan lægju svo margir vegir ; þeir væru fleiri en 4, fleiri en höfuðáttirnar. Hingað til skólans kæmu menn raunar til að menntast, en eigi ein- ungis til þess, heldur og til þess að læra siðsemi, til þess að geta komið fram hjá siðuðum þjóðum, án þess að þurfa að fyxir- verða sig, en einkanlega þó til þess, að verða góðir og sannir menn, en þess yrðu menn að gæta, að allt sem þeir lærðu, gerðu þeir til þess að geta orðið nytir menn í því þjóðfélagi, sem þeir lifðu í. En til þess að menn gætu lært svo í lagi færi, þyrftu reglugjörðar við, og hér lægi þá su spurning fyrir : "Hvernig fullnægir su reglugjörð, sem vér höfum ? " Svarið hlyti að verða : "Ekki vel". Raunar mætti segja, að engin reglugjörð væri með öllu fullnægjandi, en þó væri ýmislegt sérstak- lega athugavert við þessa reglugjörð. Aðalhneykslunarhellan fyrir flestum væru gömlu málin og hefðu þeir raunar nokkuð til síns máls, en þó mætti ýmisl. telja þessum greinum til ágætis. Þau væru hin gömlu "kultur"-rrial og væru þau þýðingar- mikil og mörgum alveg nauðsynleg. Þau væru raunar ekki nauðsynleg til þess að fylgja tíðarandanum, en ef menn vildu standa dálítið ofar og halda sér við tímann, þá væru þau góð og gagnleg. Aðalatriðið hér væri, að þau væru kennd of nákvæm- lega og of mikið í samanburði við nýju málin. Til þess að læra nýju málin þyrfti meiri tíma en í öðrum löndum, þar sem samgöngurnar væru svo greiðar, en hér hefðu menn svo lítil kynni af ótlendum mönnum. - Því næst kvaðst hann vilja leyfa sér að lesa upp nokkrar breytingar við reglugjörðina, sem honum hefði dottið í hug, og voru þær þessar : I. Að kennslustundir hvern kennsludag verði aðeins 5 ( ekki 6). Að kennslu- stundir byrji kl. 8 og endi kl. 1 eða að 1-2 verði hafðir til kennslu í eftirmiðdögum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.