Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 4
32 - spyrði stúdentana alltaf sömu prófspurn- inganna ár eftir ár. Svo spurði einhver hann aS því, hvers vegna í ósköpunum hann gerSi þetta. Studentarnir hlytu allir fyrir löngu aS hafa lært svörin. En prófessorinn svaraSi ósköp rólega : "ÞaS gerir ekkert til, þótt eg spyrji alltaf sömu spurninganna, því aS réttu svörin breytast frá ári til árs". Þótt í þessari sögu eigi aS felast nokk- urt glens um hagfræSina, þá er í raun og veru í henni fólginn mikill sannleik- ur. MannkyniS er alltaf aS fá ný og ný svör viS ýmsum spurningum. Þess vegna megum viS ekki treysta bókum um of, þess vegna megum viS ekki einu sinni treysta kennurum um of - þegar öllu er á botninn hvolft, getur maSurinn engum treyst nema sjálfum sér. í goSum skóla lærum viS aS þekkja umheiminn. En eitt lærir maSur aldrei af nokkurri bók, né af nokkrum kennara, og þaS er aS þekkja sjálfan sig. í sann- leika sagt er þó fátt nauSsynlegra. Mörg mistök stafa án efa af því, aS menn skortir þekkingu á sjálfum sér, menn ýmist vanmeta sig eSa ofmeta. Þótt þaS hljómi ef til vill undarlega, held ég, aS mikiS sé til í því, aS menn kynpist sjálfum sér bezt meS því aS kynnast öSrum. M. a. í þessu er gildi félagslífs fólgiS. í þessu félagsheimili munu nemendur kynnast hver öSrum, sér til ánægju og tagns, læra aS þekkja hvern annan. Ig vildi óska þess, aS þaS hjálpaSi þeim einnig til þess aS þekkja sjálfa sig. Betri árnaSaróskir á ég ekki til handa þessu fallega og skemmtilega heimili. RÆÐA KRISTINS ÁRMANNSSONAR. REKTORS Hæstv. menntam. ráSh. og fru ! ASrir góSir gestir, kennarar og nemendur! Fyrir hönd skolans leyfi eg mer aS þakka hæstvirtri ríkisstjórn og þá fyrst og fremst menntamálaráSherra fyrir þennan myndarlega dvalarstaS, sem hér hefur ver> iS búinn nemendum skólans. Alveg sér- staklega vil ég þakka menntamálaráBherra fyrir vilvild hans og áhuga hans á aS bæta og fegra hus skólans. Þá vil ég og þakka öSrum þeim, er stuSlaS hafa og unniS hafa aS þessum framkvæmdum, svo sem húsameistara ríkisins, HerSi Bjarna- syni, Birni RÖgnvaldssyni og öðrum, er umsjón hafa haft með verkinu, iSnmeist- urum, smiSum og öSrum iSnaðarmönnum. SíSast en ekki sízt vil ég þakka nemend- um sjálfum. Er leitt til þess aS vita, aS ýmsir þeir fyrrverandi nemendur skólans, er mest börSust fyrir því í upp- hafi aS hrinda þessari hugmynd um fé- lagsheimili í framkvæmd, skyldu ekki geta notiS ávaxta starfa sinna. Vil ég biSja tvo fyrrverandi skólainspektora, þá Ólaf Thors og TÓmas Karlsson, er hér eru staddir, aS taka viS innilegri þökk skólans fyrir þeirra hönd. Loks vil ég þakka tveimur núverandi nemendum, þeim Þorsteini Gylfasyni og SigurSi Helgasyni, sem meS miklum dugnaSi hafa í sumar og haust staSiS fyrir framkvæmdum í þessu máli fyrir nemenda hönd. Þegar litazt er um bæSi hér í þess- um salarkynnum og uppi á lofti í baS- stofunni, má glöggt sjá, aS ekkert er til sparaS til þess aS gera þennan staS sem vistlegastan og aSlaSandi fyrir nemendur. Ætti þessi ágæti aSbúnaSur aS verSa þeim rík hvöt til þess aS leita fremur hingaS, ef þeir hafi einhverjar tómstund- ir á kvöldin, en til annarra lakari staSa, og jafnframt líka til þess aS ganga vel og þrifalega um öll húsakynni hér. AnnaS, sem líka ætti aS örfa nemendur til goSrar umgengni og umhyggju fyrir þessum staS, er þaS, aS þeir reka hann sjálfir aS mestu á sína eigin ábyrgS. Þeirra sjálfra er heiSurinn, ef vel tekst, vansæmd þeirra, ef miSur tekst. - ÞaS hittist nú einmitt svo á, aS í vetur eru liSin 90 ár síSan þetta hús var tekiS til afnota. Eins og taflan hér á veggnum ber meS sér, var þaS Eng- lendingurinn Charles Kelsall, sem gaf þetta hús. Hann var auSugur Englend- ingur, sem hér var á ferS rétt eftir 1860 og heimsótti m.a. LærSa skólann. Þegar hann fékk aS vita, aS hiS tiltölu- lega stóra bókasafn skólans var geymt þar uppi á háa lofti, blöskraSi honum svo mjög, aS hann ákvaS aS gefa fjkólan- um bókasafnshús. Eftir nokkur bréfa- skipti milli ensku og dönsku utanríkis-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.