Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 12
- 40 -
Síöastliðinn vetur var fyrsta starfsár
Caissu, skákfélags M. R. Má segja, að
félagið hafi farið vel af stað, enda var
stjórnin dugmikil og áhugi nemenda mikill.
Voru haldnar æfingar og þrír landsliðs-
menn tefldu fjölteíli við nemendur.
Haldin voru og þrju hraðskákmót. Hið
fyrsta var einstaklingskeppni um hrað-
skákmeistaratitil skólans og sigraði júlíus
Loftsson. Næst fór fram keppni milli
kennara og nemenda og lauk henni með
naumum sigri hinna síðarnefndu. Væri
óskandi að kennarar hyggðust hefna harma
sinna nú í vetur. Að lokum fór fram
bekkjakeppni og sigruðu 5.-bekkingar eftir
harða keppni við 3.-bekkinga.
Líklegt er að starfið verði með líku
sniði í vetur, en rætt hefur verið um að
gefa hægri skák meiri gaum en verið
hefur, og m. a. koma á árlegri keppni í
símskák milli Menntaskólans á Akureyri
og M. R.
Her á eftir verður birt skák, sem
unnin var af einhverjum allra mesta skák-
snillingi, er uppi hefur verið, Dr. A. A.
Aljechin. Hann fæddist í Moskvu árið
1892. Vann heirr.smeistaratitilinn af J.R.
Capablanca 1927. Tapaði honum til Dr.
Max Euwe 1935, en vann hann aftur tveim
árum síðar og hélt honum til dauðadags
1946.
Aljechin er af mörgum talinn mesti
leikfléttuskákmaður, sem uppi hefur verið.
Kom hugkvæmni hans ekki síður í Ijós í
blindskák, en á því sviði náði hann allra
manna lengst.
Er eftirfarandi skák Ijóst dæmi um
snilli hans á því sviði. HÚn er ein aí
fimm samtímablindskákum, sem Aljechin
tefldi slasaður á sjúkrahúsi.
TARNOPOL 1916
Hv. Aljechin Sv. Feldt
1. e2-e4 e7 -e6
2. d2-d4 d7-d5
3. Rb 1 -c3 Rg8-f 6
4. exd5 Rxd5
5. Rc3-e4 f7-f5 (mjög vafasöm veiking )
6. Re4-g5 Bf8-e7
7. Rg5-f 3 c7 -c6
8. Rf 3 - e5 0-0
9. Rgl-f3 b7-b6
10. Bfl-d3 Bc8-b7
11. 0-0 Hf8-e8 (c5 var betra)
12. c2-c4 Rd5-f6
13. Bcl-f4 Rb8-d7
14. Ddl-e2 c6-c5 (-Bf8 var nauðsyn- legt)
15. Re5-f7 ! ! Kg8-f7 (ef-Dc8 þá 16. Dxe6, Kf8 17. Rg5 og vinnur eða 16. -Bd8
17. Rh6t(“Kh8
18. Dg8f! Hxg8
19. Rf7 mát )
16. Dxe6! ! Kf7-g6 (ef Kxe6 þá
17. Rg5 mát )
17. g2-g4 ( tekur h5 reitinn af Sv. K og
hótar því Bxf5 mát )
..... Bb7-e4
18. Rf3-h4 mát.
Og svo hér að lokum eitt skákdæmi :
Hv. Kg2, Hb3, peð h2
Sv. Kh4, peð á g4, g5, h5
Hvítur leikur og mátar í 4 leikjum.
( Lausn á bls )