Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 28

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 28
- 56 - Krístian Erslev: Middelalderens historie og Peter Ilsöe: Nordens historie fyrrihl. 2. stigfelst í nýaldarsögu allt til seinni heinpsstyrjaldar og reynist, þo undarlegt megi virðast, öllu þyngra. Kennslubækur eru öllu fleiri, eða þessar : Methuens History of Europe 1494-1610, Fredericia: Det 17. & 18. árhundredes historie. - : Revolutionen & Napoleon I. Methuens History of Europe 1815-1939. Sumar af bókum þessum eru nú ofáan- legar í bóksölu háskólans, en hins vegar fást þær til láns á söfnum her, einkum þær dönsku. í stað fyrstu bókarinnar vil ég benda sérstaklega á bók eftir Kristian Erslev, Det sekstende árhundrede, en hún er til í LBS. Áherzla er lögð á að þjálfa nemandann í sagnfræðilegum hugsanagangi. Stað- reyndirnar sem menn verða að melta í menntaskolunum, eru að vísu í góðu gildi enn, en þar að auki læra menn að gera sér grein fyrir orsökum þeirra og undan- fara og þeim afleiðingum, sem atburðir sögunnar valda. Atburðalærdómur einn nægir ekki, heldur verða menn að vita hvers vegna atburðurinn skeði og hvað hann hafði í för með sér. Þriðja stig veitir mönnum allvíðtækt valfrelsi um sérhæfingu. Stigið skiptist í þrennt : stjórnmálasögu, trúarbragðasögu og bókmenntir og listir. Skulu menn velja eina af þessum þrem greinum, kynna sér hana rækilega og gera ritgerð úr kjör- sviði sínu, sem þeir velja að löngun sinni. Ritgerð þessi gildir að hálfu móti munn- legu og skriflegu prófi. Landafræði er kennd af Ástvaldi Ey- dal licentiat . Aðaláherzla kennslunnar er lögð á hina fysisku hlið landfræðinnar án þess þó að ríkjaskipunar- eða iðnaðar- landafræði séu fyrir borð borin. Fyrsta og annað stig eru jafn náið samtvinnuð sem fyrri stig sögunnar. 1. stig er öllu léttara og er þar gert ráð fyrir alhliða þekkingu á fysiskri landafræði en kennslu- bók er Jörðin eftir Ástvald Eydal. í þessu stigi er og kennd almenn landafræði Ameríku og Norðurlanda eftir bókinni : A Regional Geography I.og V. bindi. 2. stig tekur til meðferðar landafræði Afríku, Ástralíu, Asíu og Evrópu fyrir utan Norðurlönd. Til grundvallar eru lögð II.-V. bindi af Regional Geography. Landafræði íslands og almenn jarðfræði þess eru kennd nú og hleypur dr. Sigurð- ur Þórarinsson í skarðið fyrir Ástvald Eydal með jarðfræðikennsluna. Jarðfræði Guðm. G. Bárðarsonar, íslandslýsingar þeirra Steindórs Steindórssonar og Þor- valds Thoroddsen ogfleiri bækur eru lagð- ar til grundvallar þessum þætti námsins. Til 3. stigs prófs gilda áþekkar kröf- ur og í 3. stigi sögunnar j sérhæfing og ritgerð úr kjörsviði. Danska, sænska og norska eiga það sammerkt, að sendikennarar viðkomandi þjóða eru einir um kennsluna, en njóta engrar aðstoðar íslenzkra manna. Verður því að vænta þess af mönnum, að þeir séu a.m.k. viðræðuhæfir í málum þessum, enda stefnir öll kennslan að hagnýtu nota- gildi þeirra. Kennari í dönsku er Erik Sönderholm lektor og leggur hann í fyrsta stiginu aðal- áherzlu á nútímadönsku og nýdanskar bók- menntir. Lesin er í öllum stigum Dansk litteraturhistorie eftir Knud Jensen. ífyrsta stiginu er aðalbókmenntalestur- inn fólginn í 19. aldar skáldum og 20.ald- ar, en smátt og smátt er horfið til fyrri alda. í málfræði lesa menn Ágrip af danskri málfræði eftir Kristin Ármanns- son og auk hennar fjölritaðan bækling um hljóðf ræði. í dönsku er prófum þannig háttað, að mjög heppilegt er að slá saman 2. og 3. stigi og taka próf í þeim 1 einu. Er danska því allvinsæl sem aðalgrein á B. A. prófi, hvað sem almennum vinsældum hennar líður. Sænska er kennd af Bo Almquist fil. mag. 1. og 2. stig eru bundin við þekk- ingu nútíma bókmennta og nútímamáls og kröfur líkar og í dönsku. Áherzla er því lögð á, að geta stílað sendibréf eða skrif- að blaðagrein skammlaust. 3. stig krefur þekkingar á sænsku frá ritöld til 1800, ennfremur djúpstæðari bókmenntasögu- þekkingu. Um bókakost er nokkuð á reiki enn, enda kennaraskipti tíð, en óhætt mun þó að fullyrða, að bækur eru margar þær sömu og sænskir lesa til máladeildar- stúdentsprófs í móðurmáli sínu. Um norsku er flest það sama að segja og um dönsku og sænsku. Á kostnað þeirra mála er norskunám tiltölulega lítt stundað af stúdentum, enda svo náin tengsl með dönsku og norsku ríkisrnáli, að menn gera það helzt fyrir metnaiðar- sakir að nema norsku. Kennslustarf

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.