Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 23
- 51 er, stefna allir pólýhistorar að því að vita sífellt minna og minna um meira og meira, unz þeir vita ekkert um allt. Er Maðurinn þegar kominn nokkuð áleiðis á þeirri braut. ÞÓ hefur hann t. d. lagt nokkra stund á fagrar listir og litteratur. Eigi stendur hann þó enn jafnfætis fremstu virtuósum og listamönnum í þessum greinum .Píanó- forte og flautuleikur Mannsins er þannig með slíkum eindæmum, að meyjar fá vart yfirliði varizt af undran og aðdáun. Það er því ekki að ástæðulausu, sem hann hefur hlotið viðurnefnið "bræt". Sigurður meðtók leikfimiáhugann í 3. bekk, eins og svo margt annað, og hefur síðan tekið svo miklum framförum í greininni, að furðu sætir. Þegar Sig- urður þreytir leikfimi sem óðast, eru utlimir hans á að líta sem þvottur á snúru í snörpum sviptibyljum, svo sem þeir mega sanna, sem barið hafa augum. Eða svo sem segir í kvæðinu : síðan. Silkibuxur bar Sigurður, upprunn- ar í Kínlandi, en hásokka úr Húnavatns- sýslu. Gekk nú kappinn fyr Baldvin og flutti honum drápu. Teygir hann sig af meginþrótt fætur ber hann átta ótt. (Þess skal þó getið til að forðast mis- skilning, að Maðurinn hefur ekki nema tvo fætur sem aðrir menn. ) Sigurður er mat-Maður svo mikill, að dæma- laust er, og tekur svo hreystilega til matarins, að spjöllum veldur á mönn- um og mannvirkjum. Hefur hann þann hátt á kökuáti, að hann hrýður trog og stampa unz þrotin eru eða upp gengur sömu leið. IV. Um Mannsins forfrömun og ævintýr. Víkur nú sögu til Belgíá suður. Situr þar að ríkjum konungur sá ríkur og spakur að viti, er Baldvinur heitir. Hafði hann fregnir af afrekum Sigurðar og fýsti að kynnast af eigin raun persónuleik hans og andríki. Bjó hann af því tilefni höfuð- borg sína höllum miklum og glæstum. Bjóst Sigurður nú til suðurfarar. Gekk hann á fund Baldvins við fríðu föruneyti. Er meelt, að Sigurður hafi verið svo búinn við það tækifæri, að hann var í tvennum duggarapeysum undan Jökli, svellþæfðum. Hafði önnur verið í eigu Stjána b'láa, en hina hafði Hákon í Haga. sent Sigurði. Þar utanyfir steypti Sigurður skikkju úlfgrárri. Þá skikkju hafði Ðjingis Khan sent Snorra Sturlusyni, en Snorri hafði borið skikkjuna, er hann var veginn. Var gat á skikkjunni

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.