Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 30
- 58 - samt nám í fyrstu. í fyrsta stigi er aðaláherzla lögð á að gera nemandannað viðhlítandi starfsmanni meðalstórs bóka- safns. Einnig er þá farið yfir sem mest lesefni fyrstu tveggja stiganna, því í 2. stigi er farið inn á nýjar brautir. Nám í 2. stigi er þó ekki svo frá- brugðið hvað verklega þjálfun snertir. Áherzla er lögð á að þjálfa nemandann í sambandi við annað nám hans í háskól- anum, þannig að gera hann bókfróðan í öðrum þeim greinum, er hann kann að stunda. Drjugur þáttur í hinu bóklega námi er fólginn í handritalestri, og lesa menn þá hinar margvíslegustu skriftir allt frá því er ritöld hófst til þess er menn hættu að nenna að skrifa bréf. Próf í bókasafnsfræðum er ekki ó- svipað venjulegu sveinsprófi iðnaðar- manna að því leyti, að það er að mikl- um hluta verklegt. Boklega námið er þó engan veginn hverfandi, því 5-6 bækur eru lesnar a íslenzku, ensku, þýzku og dönsku. Þotti því sjálfsagt að setja studentspróf að skilyrði fyrir námi þessu. Nu veit ég, að margir eru mjög óráðnir í því, hvaða greinar þeir eigi að stunda og er þá valið erfitt, þegar ónóg kynni eru af náminu eins og í fyrstu vill verða. Ég vil benda öllum ráðvilltum á það, að fara sér þá rólega fyrstu mán- uðina, heimsækja sem flesta kennara í kennslustundum þeirra og gera svo upp á milli greina á eftir. Áhættan er eng- in„ Þið verðið í hæsta lagi spurð að nafni, en nafnið gleymist fljótt ef þið takið það ráð að hverfa. í akademískri stofnun sem háskólinn er, þykir það eng- in skömm að hætta því námi, settn mönn- um fellur ekki í geð. Það þykir bera vott um sjálfstæðan persónuleika öllu frekar en ódugnað og leti. Sá möguleiki er opinn fyrir B. A. nema í sumum greinum að Ijúka cand. mag. prófi að loknu B. A. prófi. Á þetta sérstaklega við um þá, er leggja stund á mannkynssögu sem aðalgrein, því er þeir hafa lokið prófi, geta þeir síðar meir tekið próf í íslandssögu, einni grein íslenzkra fræða og öðlast við það ofan- nefndan titil. Einnig geta menn tekið cand. mag. próf í íslenzkri málfræði, íslenzkum bókmenntum og einni B. A. grein. Með öðrum orðum útilokað ís - landssögu úr norrænunámi en smeygt B. A. grein inn í staðinn. Þessi síðar- nefnda skipting er þó óhagstæð þeim, er áherzlu vilja leggja á lúkningu B„ A„ prófs. í upphafi þessa erindis míns gat ég um þann mismun, sem er á B. A. prófi, án kennsluréttinda og B. A„ prófi með þeim réttindum. Ég vil brýna það fyr- ir mönnum að hugsa sig vel um áður en tekin er ákvörðun í hvora átt skal halda. Uppeldisfræðin er sá lykill einn, er gengur að góðri kennarastöðu í Reykjavík og víðar um land, og þeir, sem skreyta prófskírteini sitt meðheim- spekiprófi en láta uppeldisfræðina lönd og leið, geta átt á hættu rysjótta starf- semi, þótt ekki skorti þá kennarahæfi- leika. Á hinn bóginn er það staðreynd, að hið minna B. A. próf er allt að því ári styttra. Því falla margir fyrir þeirri freistingu að velja þessa gerð prófsins til að hraða námi sínu. Öll byrjun er erfið, segir einhvers staðar og það máltæki virðist eiga vel við hér. Nemandi, sem kemur oráðinn í B. A. deild, á erfiðan tíma fyrir hönd- um. En ef hann brynjar sig þolinmæð- inni og gefst ekki upp fyrir fyrsta prófið hef ég þá trú, að sigurinn sé auðunninn að lokum. Hreint fall er fátítt í B. A„ deild og fer þó ekki heldur mjög mikið fyrir ágætiseinkunnarmönnum þar. Menn seiglast áfram hinn gullna meðal- veg og ná örugglega áfangastað, ef þeim tekst að ryðja fyrstu björgunum af vegi. Og til þess er treystandi hverjum manni með skikkanlegt stúdentspróf. |"......... ......................... SKÓLABLAÐIÐ Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík Ritstjóri : Þórður Harðarson 5.-X Ritnefnd : Sólveig Einarsdóttir 6.-A Kristján Thorlacius 5.-B Þorsteinn Vilhjálmsson 5.-X Þráinn Eggertsson 4.-B Auglýsingastjórar : Gunnar Eyþórsson 5.-B jón Stefánsson 5.-X Ábyr gðarmaður : Guðni Guðmundsson kennari

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.