Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 8
- 36 - ÁRSÆLL MARELSSONj 4.-B: RITNEFND blaðsins og bekkjarbræð- ur hafa þrábeðið mig um að rita nokkur orð í málgagn okkar til að kynna mig fyrir öðrum nemendum skolans. Ég féllst á þetta fyrir eindregnar éskir félaga minna, þo að ég hefði haft lengi í hyggju að gefa sjálfur ut blað. Kæru skolasystur og bræður. Ég heiti Ársæll Marelsson og er oreglu- legur nemandi í 4. bekk B. Foreldrar mínir eru heiðarlegt alþýðufolk, en bua í sárri fátækt. Vinn ég oft á daginn til að létta undir með aðstandendunum. Svipar mér því um margt til ýmissa kennara skélans, eins og þeir lýsa sjálfum sér í skola. Fátækir, vinnandi utan skólatíma, lærandi um nætur og eigi óvitlausir. Sökum þess, hve óreglulega ég sæki skóla, gefst mér lítill kostur á að kynn- ast ykkur, kæru félagar. Mun ég því reyna að lýsa hér, hvaða persóna býr að baki nafninu, Ársæll Marelsson. Hverjum manni er nauðsynlegt að eiga sér takmark til að stefna að. Mitt takmark er að geta sagt með réttu : M. S. I. C. S. T. I. M. En það utleggst: Mens sana in corpore sano, that is me. Eins og menn sjálfsagt muna, er orðtak þetta tekið beint ut ur munni eins af spekingum fornaldarinnar, og hefur fátt verið betur sagt. Með þetta markmið fyrir augum hóf ég nám hér í skólanum. Ég hef nú kynnzt vinnubrögðunum hér í stofnuninni lítillega. Hefur það gefið mér byr undir báða vængi. Tel ég víst, að M. S.I. C.S. T. I. M. verði að veruleika fyrri hluta ársins 1961. Ein er sú námsgrein, sem ég ann mest. Það er söngurinn. Læt ég engan tíma fram hjá mér fara. Fátt er betur fallið til að göfga sálina en söngur. Má líkja söngkennaranum við smið, sem mótar sál vora með hamri sínum. Leik- fimi æfi ég af kappi. Eigi má skilja líkamann útundan. Að vísu sé ég ekki gagn þess að stökkva aftur á bak yfir hestinn, en þetta sýnir bara, hve stutt ég er kominn á braut minni til hins eilífa skilnings. Þessar tvær námsgreinar eru þær merkustu. Þær sæki ég að staðaldri. Ég mæti í hina tímana, þegar mér sýn- ist og þegar ég hef tíma til. Það skyldu fleiri gera. Eigi ósjaldan kem ég í stærðfræðitíma. TÓk ég fyrir nokkr- um dögum allgott próf í þeirri grein. í efnafræðitíma kem ég ekki. Óttast ég, að ég muni falla í svefn og særa kenn- arann. Gaman þykir mér að koma í málatíma við og við„ en gæti þess að koma eigi of oft, svo að ég fái ekki leið á námsgreininni. í enskutíma til Guðna þori ég ekki fyrir mitt litla líf að koma. Ég hef stundum kíkt á gluggann í hurðinni, þegar þessi óttalegi maður er að framkvæma heila- þvott með meiru á aumingja strákunum. Þangað inn færi ég aldrei óvopnaður. Latína hefur alltaf legið opin fyrir mér. Tel ég víst, að ég mundi slá öll met í bekknum, ef ég skrifaði tímastíl, og komast upp í 1. Kæru skólasystur og bræður, eruð þið enn þá vakandi ? Mér er svo hræðilega mál að létta af hjarta mínu, en ég á fjarska bágt með að gera það með munninum. Einn af mörgum komplexum mínum er, sem sé, minnimáttark. ( einnig innilok- unarhræðsla síðan mamma lokaði mig inn í klæðaskápnum, þegar ég var óþæg- ur og ég er schizotym eða kleyfhugi o. m. fl„ )„ Ný ég nasirnar, naga neglurnar, klóra Frh. á bl.s. 38.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.