Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.11.1958, Blaðsíða 9
- 37 - I Þ A K A , frh. af bls. 35. völdin og vildu fá að flytja safnið upp á loft„ Þessu var þó ekki sinnt fyrr en nu fyrir skömmu, að skriður komst á málið vegna félagsheimilisins, og var safnið loks flutt í vetur, eins og áður er sagt, í vist- leg husakynni á Iþökulofti. Gildi íþökusafnsins fyrir nemendur skólans verður seint ofmetið. Allir hugs- andi nemendur hafa lært að hagnýta sér þann nægtabrunn skemmtunar og fróðleiks, sem þar er að finna á bókum. Þar geta menn aflað sér fróðleiks um áhugamál sín, svo sem bókmenntir, myndlist, leiklist, íslenzk fræði, stærðfræði, eðlisfræði, nátturufræði, mannkynssögu, heimspeki, skák o. s.frv. , og oft um leið fengið kær - komið tækifæri til að sannreyna og auka tungumálakunnáttu sína, sem öllum mennta- mönnum er nauðsynleg, hvaða sérgrein sem þeir leggja stund á. "Blindur er bók- laus maður", segir máltækið. Sá, semles ekki bækur og það góðar bækur, er eins og blindur maður. Hann reikar um í eilífu myrkri fáfræði hleypidóma og hjátruar. III. Félagsheimilið. Árið 1929 var stofnað eins konar fé- lagsheimili nemenda í íþöku. Þá var bóka- geymslu skólabókasafnsins breytt í lestr- arsal, þar sem nemendur gátu sinnt lex- íum sínum jafnframt því að notfæra sér bókasafnið. Þá voru einnig gerð herbergi á íþökuloftinu, sem áður hafði verið ónot- að. Þar var teflt, spilað o. s.frv. Þetta fyrirtæki mun þó ekki hafa orðið langlíft, því að litlar sögur fara af því, og skápar skólabókasafnsins munu samkvæmt munn- mælum ekki hafa verið opnaðir frá því um 1937 þar til nu í vetur, er safnið var flutt burt. Á síðasta skólaári kom fram su hug- mynd að stofna félagsheimili fyrir Mennta- skólanenemdur í íþöku. Átti þessi stofnun að venja menn af kaffihusasetum og öðrum ósiðum, sem sífellt færast í vöxt. Tillaga þessi hlaut mjög góðar undirtektir, bæði meðal nemenda og hjá skólayfirvöldum. Vegna drengilegs stuðnings Gylfa Þ.Gísla- sonar menntamálaráðherra varð unnt að hefjast strax handa um framkvæmdir, og eru þær nú langt komnar. Að sjálfsögðu stofnuðu nemendur nefnd til að stjórna verkinu. Var hun vatni ausin og skírð Félagsheimilisnefnd. Hugmyndin er, að Iþökuloftið verði í baðstofustíl. Þar verð- FRÁ FÉLAGSHEIMILISNEFND Eins og öllum er kunnugt, hefir nú verið opnað Félagsheimili Menntaskóla- nema í íþöku. Ber það fyrst og fremst að þakka einum manni, Gylfa Þ.Gíslasyni, menntamálaráðherra. Hann átti hugmynd- ina að breytingu íþöku í félagsheimili nem- enda og beitti sér fyrir því, að þær breyt- ingar yrðu framkvæmdar. Verður honum það seint fullþakkað. Nokkrir nemendur, sem voru í 5„ bekk veturinn 1956- '51, fengu þá um vor- ið veður af því, að menntamálaráðherra hefði rætt við Pálma heitinn Hannesson, rektor um væntanlegt félagsheimili nem- enda í íþöku. Var þá kosin nefnd innan 5. bekkjar, og gekk hún á fund Kristins Ár- mannssonar, rektors, til að ræða málið við hann. Kvað rektor það hafa við rök að styðjast, að menntamálaráðherra væri með einhverjar ráðagerðir á prjónunum varðandi Iþöku og ráðlagði nefndarmönn- um að afla sér frekari upplýsinga hjá ráð- herra sjálfum. Auðólfur Gunnarsson, 5.- X, gekk síðan á fund hans fyrir hönd nefndarinnar og spurðist fyrir um fram- gang þessa máls. Kvað menntamálaráð- herra það rétt vera, að sér hefði dottið í hug að gera íþöku að félagsheimili Mennta- skólanema og kvaðst fús mundu leggja til, að fé yrði veitt til þess, og einnig væri gott að vita óskir nemenda í þessu máli. Skömmu seinna var kosin nefnd nemenda úr öllum bekkjum, sem átti að koma á framfæri vilja nemenda um tilhögun Iþöku. Formaður hennar var Auðólfur Gunnars- son. Síðan komu saman úti í íþöku mennta- málaráðherra, húsameistari ríkisins, rektor, formaður nefndarinnar og fleiri, sem hlut áttu að máli. Voru allir sam- Frh. á bls. 52. ur lesið, teflt, spilað o.s.frv. Niðri verða seldar veitingar. Þar verður einnig dansað og ýmsar samkomur haldnar á vegum nemenda. Farsæld og gengi félagsheimilisins er algerlega á valdi nemenda sjálfra. Þeir geta eyðilagt starfsemi þess, en líklegra er og æskilegra, að þeir læri að meta það og nota á réttan hátt, og þá mun það verða þeim ómetanlegt. Reykjavík, 20.janúar 1958. Þorsteinn Vilhjálmsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.