Skólablaðið - 01.04.1959, Qupperneq 6
166 -
FÉLAGSLfF hefur verið mjög fjörugt
í Menntaskólanum í vetur og er það
eðlileg afleiðing batnandi aöstæðna. Eini
veiki punkturinn er sá, aö féla^sheimil-
ið hefur ekki verið nógu vel sott sem
slíkt, þ. e. þegar ekkert sérstakt er þar
um að vera. Er það mjög slæmt og
allsendis óverðskuldað, og er vonandi,
að þetta breytist á hausti komanda.
Eitt er það félag, sem lítið hefur bor-
ið á í vetur, en það er bókmenntafélagið
Bragi. Er nú mikil þörf urbóta varð-
andi kynningu lista meðal nemenda, og
virðist hin gamla hugmynd um stofnun
allsherjarlistvinafélags nú hafa fengið
töluverðan hljómgrunn með nemendum,
og er það vel. Bezt fer á því, að félag
þetta starfi innan Framtíðarinnar og
njóti fjárhagslegs stuðnings hennar, en
hafi allar listgreinar á stefnuskrá sinni
og mætti e.t.v. skipta því í deildir í
samræmi við það. Tónlistarnefnd yrði
þá lögð niður ásamt Braga og Baldri,
en leiknefnd sæi áfram um Herranótt.
Félag þetta gæti orðið fjölmennt og
sterkt og nemendum til sóma.
Mér sýnist einnig mjög tímabært, að
Framtíðin gangist fyrir stofnun bridge-
félags innan vébanda sinna, þar sem
áhujji á þeirri merku og vandasömu
íþrott er mikill og sívaxandi innan skól-
ans.
Tvísýnum kosningum í embætti skóla-
félagsins er nú nýlokið, og eru menn
misjafnlega ánægðir með úrslitin, eins
og eðlilegt er. Þess er þó að vænta að
menn sætti sig við orðinn hlut og láti
ekki ofstæki í garð einstakra manna
hlaupa með sig í gönur. Eitt er það
atriði varðandi kosningar sem þessar,
sem mjög þarf lagfæringar við, nefni-
lega að þriðjabekkingar skuli hafa kosn-
ingarétt við kjör inspectoris scholae.
Er algerlega óviðunandi, að þeir hafi
þátttökurétt og þar með úrslitavald 1
svo mikilvægum kosningum, þar sem
þeir þekkja venjulega ekkert til fram-
bjóðenda og hlýtur því afstaða þeirra
að mótast annað hvort af tilviljun eða
annarlegum áhrifum, og geta bæði nú-
verandi og fyrrverandi þriðjabekkingar
skyggnzt í eigin barm um aífstöðu sjálfra
sín. Þess eru jafnvel nokkur dæmi, að
þriðjabekkingar hafi látið hlutkesti ráða
atkvæði sínu. Hljóta allir að sjá, að
hér er um að ræða mikið réttlætismál,
sem hrinda þarf í framkvæmd hið skjót-
asta.
Nýlega var haldinn málfundur, þar
sem rædd voru kennslumál og gerð
ályktun um leiðir til úrbóta a því sviði.
Flestum mun kunnugt efni þessarar
ályktunar, a.m.k. í aðaldráttum, og
verður það því ekki rakið nánar hér.
Margt horfir mjög til bóta í plaggi
þessu, en mér virðist gæta í því of
mikilla áhrifa frá skólakerfi Bandaríkj-
anna, sem e.t.v. á vel við þar, þótt
ekki sé þar með sagt, að við íslending-
ar eigum að gleypa við því í heilu líki.
"Akademiskt frelsi*' í menntaskóla er
að öllu leyti mjög æskilegt og hefði
raunar átt að vera komiö á fyrir löngu,
en við framkvæmd þess verður að vera
tryggt, að nemendur stundi námið, svo
að skólagangan verði ekki tómur skrípa-
Frh. á næstu bls.