Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1959, Síða 7

Skólablaðið - 01.04.1959, Síða 7
NÖPUR vindhviða feykti rauðleitum gluggatjöldunum til og blómið í glugga- kistunni titraði og skalf. Ég lá í rúminu undir glugganum, og það var hánótt. Herbergið var stórt og mér fannst eins og þykkir myrkrabólstrar velt- ust um í því og yrðu stærri og stærri. - Bókaskápurinn með Osvar Wilde, Þor- bergi og Pearl S. Buck virtist hallast og hverfa í óskiljanleik myrkursins. Ég kúrði mig æ betur undir sængina og hálfkæfð stuna brauzt fram á varir mér - það hlaut að ske í nótt. - - L/íkami minn var rakur og þvalur. Sængin var óþægilega heit, þrátt fyrir gustinn, sem barst inn um opinn glugg- ann. - Þessi gluggi var annars leiðin- legur. AUtaf lagður þykkri móðu, sem enginn vissi hvaðan kom, og útsýni ekkert nema húsþök og reykhiífar. - Hugsanir mínar snérust eins og vind- mylla. Koddinn var rakur af svita og tárum. Ég velti mér til og frá, reyndi að liggja á maganum, á bakinu - en fann enga ró, enga hvíld. - A ég að gera það - eða á ég ekki að gera það ? Það hlýtur að ske einhverntíma, hvers vegna ekki núna? - Nei, það skal aldrei verða. Slappaðu af, þú ert að kvelja sjálfa þig að ástæðúlausu, vertu róleg. - öþolandi tilbreytingalaust tikk-takk vekjaraklukkunnar hljómaði í kyrrðinni. Ég reyndi að loka eyrunum, en slögin voru eins og klukkur kirknanna. Hvers vegna skyldir þú ekki verða gróðafíkn annarra að bráð, eins og aðr- ir ? Þetta gera aVLir, jafnvel mamma - nei, það var sama, ég skyldi láta það vera. Ég, ég gat ekki verið eins og allir aðrir. Brennheit löngunin æsti sérhverja taug líkama míns, það hlaut að kvikna í að lokum. - Bjáni, reyndu að hugsa um afleiðingarn- ar. Hættu þessari vitleysu. - Jafnvel það þyrfti enginn að vita það. r ra.uninni var það spennandi og fínt. Tilheyrði það ekki tilgangsleysi lífsins að reyna að vera ekki eins og aðrir? Ég veit ekki, hvað klukkan var, þegar ruglingslegar hugsanir mínar tóku loks enda og svefninn miskunnaði sig yfir mig, ef til vill hefur hún aðeins verið tvö, ef til vill fjögur. - - Vekjaraklukkan hringdi og vakti mig all óþyrmilega. Höfuðið var blý- þungt og hárið stóð í allar áttir. Samt staulaðist ég svefndrukkin fram í eldhús- kytruna og horfði sljóum augum á grá- leita morgunskímuna, sem lagði inn um gluggann. - Ég þvoði mér lauslega og hitaði vatn. Ég var rétt sæmilega vöknuð, þegar ég fékk mér kaffibolla - - - og kveikti mér í fyrstu sígarettunni. Sólveig Einarsdóttir. BLEKSLETTUR, frh. af bls. 166. leikur, eins og hefur viljað brenna við í Bandaríkjunum. Þess vegna virðist mér ekki samrýmanlegt að hafa bæði akadem- iskt frelsi og "lausleg" próf, enda tíðkast slíkt ekki í háskólum, a. m. k. ekki í Evrópu og því yrðu nemendur að sætta sig við allsherjarpróf eftir hvert nám- skeið. Um hitt má svo deila, hvernig gefa skuli einkunnir fyrir þau próf. Róttækar breytingar á skólakerfinu eru annars orðnar mjög aðkallandi, en það skyldu menn gera sér Ijóst, að þær verða aðeins hálfkák eitt, á meðan ekki er byggt nýtt skólahús, þar sem aðstaða öll yrði miklu betri til kennslu og náms. Ein er sú hvimleið árátta margra kenn- ara þessa skóla, sem bæta þarf úr og bæta má úr, ef viljinn er fyrir hendi, en þar á ég við hin sífelldu skyndipróf, sem eru að æra margan nemandann. Þessi ófögnuður truflar allt eðlilegt, reglubund- ið nám, og er ein aðalorsök hins marg- umrædda námsleiða og kemur nemendum þar að auki að mjög takmörkuðu gagni. Væri áreiðanlega miklu betra fyrir alla aðila, að höfð væru jóla- og miðsvetrar- próf með nægu upplestrarfríi og kennarar bólusettirgegn áráttu þessari eða skyndi- prófasýki. Þ. V.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.