Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1959, Qupperneq 8

Skólablaðið - 01.04.1959, Qupperneq 8
- 168 - ÞORSTEINN GEIRSSON fæddist hinn 15. febrúar 1941 aG öllum líkindum í Reykjavík. Því miður er ovíst um stor- merki viG þessa sögufrægu fæGingu, en þau munu án efa standast samjöfnuG viG þau reginundur, sem klínt hefur veriG á frumemjan annarra dandimanna, og þaG mun fáum finnast ofmælt. Svo mikla ofurást lögGu "ódáinsfýsur" á svein þenna þegar í moGurkviGi, aG þær gáfu honum í tannfé marga þá eiginleika, sem "pöpullinn" hefur ekki getaG hamiG. Sumir samtíGarmanna hans virGast álíta, aG þess vegna hafi þær í stundar- hrifningu bruGlaG of miklu af sumum þeirra gjafa og útdeilt þeim í röngum hlutföllum viG aGrar, en skoGa verGur þaG aG sjálfsögGu sem öfund og lítils- virGingu og í Ijósi þeirra eilífu sanninda, aG engmn er spámaGur í sínu föGurlandi! Fátt segir frá bernsku Þorsteins, þar sem hann er sagGur hafa látiG mjög lít- iG yfir sér í barna.skóla. VirGist aug- Ijóst, aG pilturinn hefur beGiG síns vitj- unartíma meG stakri þolinmæGi, þó meG örfáum undantekningum. Sumir fyrrver- andi bekkjarbræGur hans í barnaskóla minnast enn þess atviks, er hann lýsti því yfir í heyranda hljoGi, aG hann ga?ti jafnhent 50 kg sementspoka, algeran jafnoka sinn aG stærG og þunga. Hefur aldrei veriG hraustlegar tekiG til orGa, unz Gunnar Salómonsson glímdi viG steininn fræga á Selfossi. AG sjálf- sögGu verGur aG telja þetta til bernsku- breka, en jafnótt og Þorsteinn sá van- trúna í augum bekkjarbræGra sinna, dró hann sig í skelina á ný, sannfærGur um, aG vitjunartíminn væri enn langt undan. En þar skjátlaGist honum, því aG um þessar mundir tók hann aG gefa sig aG ritstörfum meG undraverGum árangri ! Og svo kom vitjunartíminn meG and- legum og líkamlegum umbrotum. Þessi vitjunartími hafGi og í för meG sér sívaxandi afskipti af félagsmálum og víGtæka tileinkun á öllum listgrein- um. Þar má nefna m. a. ást, sem Þorsteinn hefur nú skipaG í flokk listgreina meG súrrealistísku mati sínu og undir merki hinnar súrrealistísku ástlistgreinar hefur hann fylkt öllum listum, jafnt myndlist sem ritlist, og nú síGast leik- list, en á leikæfingum skemmti hann samleikurum sínum meG frumlegri, súrrealistískri túlkun á hlutverki sínu sem elskhugi. Af þessu sést, aG Þorsteinn hefur lítt fariG troGnar sloGir, heldur fremur vikiG í róttækari átt. Hafa því spunnizt um hann hatrammar deilur. Til er flokkur manna innan skólans, mjög fá- mennur, sem heldur því fram, aG meG kenningum sínum t. d. um súrrealistíska ást sé Þorsteinn aG breiGa yfir annar- legar hvatir. AGrir telja þetta algera firru og hér sé um aG ræGa frumlega krufningu á helztu vandamálum sam- tíGarinnar. Hinn þriGja flokk fylla ein- göngu stúlkur, og þarf enginn aG efast um viGhorf þeirra, þar sem Þorsteinn nýtur afar mikillar kvenhylli umfram skólabræGur sína, og kann viGhorf fyrsta flokksins aG mótast af því. Um framtíGarmöguleika Þorsteins er allt á huldu. Sjálfur kveGst hann haia hugsaG sér aG gerast listfræGingur, og enginn þarf aG efast um hæfileika hans á þeim vettvangi. Samt er mót- unarskeiö hans á algeru byrjunarstigi, og enginn veit, hvaG tíminn ber í skauti sínu. Því álíta margir, aG umræddur dandimaGur mundi sóma sér bezt í stöGu kynbótaráGunauts, en hörgull virG- ist nú vera á slíkum nautum. En hver, sem framtíGarstaGan verGur mun Þorst. áreiGanlega verGa þjoGfélaginu til mikils gagns og sóma, meGan hans nýtur viG. AMICUS.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.