Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1959, Síða 11

Skólablaðið - 01.04.1959, Síða 11
171 - Kjartansson - Asdís Þorsteinsdóttir - Klaus Doberitz - Steinunn Bjarnadóttir. Svo segja mér fróðir, að strokspil þetta hafi verið fram úr skarandi gott. Ekki er að efa það. Þjóðverjinn Klaus var alveg sér í flokki hvað leikni viðkemur. Er hann frábær knéfiðlari. Geta má þess, að óþolandi heitt var á meðan spilað var. Hefur það áreiðan- lega háð spilfólki nokkuð. Önnur verðlaun í keppninni hlaut saga ölafs Mixa "Harmonia tilverunnar". ólafur las sjálfur upp söguna af alkunn- um glæsibrag. Ég álít, að "Harmonia tilverunnar" hafi verið bezta saga kvölds- ins. Þrátt fyrir nokkra formgalla var þetta heilsteyptasta og þróttmesta sagan. Hún bar greinileg "karaktereinkenni" höfundar. En það fannst mér hinar sög- urnar skorta nokkuð. ólafur skrifar þarna um hina tragisku ást, sem endar með dauða annars aðila, en hinn gerir tilraun til sjálfsmorðs. Oft þykir gott að láta frásögu sem þessa ná hápunkti undir lokin. Sjálfsagt hefur það vakað fyrir höf. En hann hefur ekki gætt að sér, og sagan er frá upphafi til enda spennt til hins ýtrasta, svo að "klimaxinn" í lokin er ekki eins áhrifaríkur og til var ætlazt. Síðasta atriði kvöldvökunnar var, að Arthur K. Farestveit las sögu sína "Sá guli". Hún fékk fyrstu verðlaun. Sagan segir frá morðingja nokkrum. Þegar sá góði maður rær til fiskjar, eitt sinn sem oftar, fær hann fyrrverandi fórnarlamb sitt á krókinn. Arthur lýsir síðan við- brögðum manngarmsins á "maleriskan" hátt. Þetta er mjög snjöll saga. Höfundur virðist vera þeim hæfileika gæddur að geta stytt mál sitt. Lengd sögunnar var mjög hæfileg, frásagan er lipur og Arthur virðist hafa töluverða þekkingu á fiskiveiðum, ef dæma má eftir orða- forða. Sagan hefði notið sín betur ef upp- lesturinn hefði verið áheyrilegri. Mér fannst þetta verk Arthurs bera nokkurn keim af skólaritgerð. Tel ég víst að það muni hljóta einmuna lof íslenzkukennara, því að það er nokkuð í anda Jóns Trausta og þeirra kumpána. En eins og kunnugt er, hafa flest allir íslenzkukennarar tekið niðri á miðri síðustu öld og strandað þar. Fá rit- gerðir nem. enga náð fyrir augum sumra þeirra, nema þær séu væmnar sveitalífssögur eða þá a.m.k. kryddað- ar lo. Trausta & Co. Finnst þessum mönnum nútímaskáldskapur vera tómt kjaftæði, og eru þeir ósparir á að láta skoðun sína í Ijós. Er það álit sumra, að kennararnir standi eins og blóðtappi fyrir öllum framförum í litteratúr í ísl. skólum. Það eru að sjálfsögðu öfgar, en þeir mættu margir endurskoða afstöðu sína til þessara mála. Ég gat ekki stillt mig um annað, en að skíta ögn í vini mína ísl. kennarana. Astæðulaust er þó fyrir nem. að vera vondir við þá. Þeir eru flestir ágætis náungar. Vér tökum því undir með Frelsara vorum "Guð, fyrirgefðu þeim, því þeir vita eigi hvað þeir gjöra". Að lokum þakka ég stjórn Braga fyrir heiðarlega tilraun og ánægjulega vöku. Þrái eg. SKÓLABLAÐIÐ Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík Ritstjóri : Þórður Harðarson 5. -X Ritnefnd : Sólveig Einarsdóttir 6. -A Kristján Thorlacius 5. -B Þorsteinn Vilhjálmsson 5.-X Þráinn Eggertsson 4.-B Auglýsingastjórar : Gunnar Eyþórsson 5.-B Jón R. Stefánsson 5.-X Abyr gðarmaður : Guðni Guðmundsson kennari

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.