Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1959, Side 14

Skólablaðið - 01.04.1959, Side 14
EITT af merkustu skáldum 17.aldar- innar var Bjarni Jonsson Borgfirðinga- skáld. Hann er fæddur um 1575, en dó um miðja 17. öld. Merkasta kvæði hans er Aldasöngur, en auk þess eru honum eignuð allmargar " öfugmælavísur". Annars er fátt um Bjarna vitað. Talið er, að hann hafi buið að Husafelli og Bæ í Borgarfirði, og einhver munnmæli munu vera til um hann þar í héraði. Af öfugmælavísum Bjarna mun þessi vera þekktust. Fiskurinn hefur fögur hljóð finnst hann oft á heiðum ærnar renna eina slóð eftir sjónum breiðum. Aðrar öfugmælaví sur munu fæstar á margra vitorði. Fer vel á því, að þær séu rifjaðar upp nú, á tímum súrreal- isma og öfga. Eítirfarandi vísur eru valdar úr safni Jóns Arnasonar og Ölafs Davíðssonar: Fljúgandi eg sauðinn sá, saltarann hjá tröllum, hesta sigla hafinu á, hoppa skip á fjöllum. Hunda elskar hrafninn mest, hleypur jarðföst þúfa, tófa er í tryggðum bezt, tálsömust er dúfa. Hrafninn talar málið manns, músin flýgur víða, kettlingurinn kvað við dans, kaplar skipin smíða. Gott er að láta salt í sár og seila fisk með grjóti, bezt er að róa einni ár í ofsaveðri á móti. Aldrei bítur brýndur fleinn, betra er stríð en friður, í vatninu syndir sérhver steinn, sekkur greniviður. r eldi sviðna engin hár, ísinn logar vatna, eitur er gott í öll þau sár, sem eiga fljótt að batna. Blindir dæma bezt um lit, bárur í vindi þejya, í kálfunum er kongavit, kýrnar frá mörgu segja. Heyrt hef eg baulu hörpu slá, hestinn organ troða, fílin smíða fínan Ijá, flærnar brauðið hnoða. Úr eitri er bezt að eta graut, af aurnum lýsið bræða, moka í sjóinn breiða braut, brauð af steinum snæða. Séð hef eg skötuna skrýdda kjól, skrifandi ýsu henni hjá, hámerina stíga í stól, steinbít syngja glóríá. Séð hef eg hundinn herlega slá, háfinn skrifa lítið bréf, hákarl láta skæni á skjá, skollatófu festa upp vef. Séð hef eg rjúpur veiða val, vankakind að skutla hval, dauða kerling ydda al, ostinn reka upp hanagal. Eg sá kveikt af engu bál, ísbjörn sá eg þræða nál, heyrði eg skötu hafa mál, úr hunangi var soðið kál. Þ.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.