Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1959, Side 15

Skólablaðið - 01.04.1959, Side 15
- .175 - HÍTN var fimm ára og afskaplega sæt, að því er Henrik fannst, en hann var næstum tveim árum eldri og bjó í næsta húsi við hana„ í hennar augum var Hen- rik tvímælalaust laglegasti strákurinn í nágrenninu og þar að auki átti hann "cowboyhanzka" og hafði svart, liðað hár. Hann nennti að vísu aldrei að svæfa dúkkurnar, þegar þau voru í mömmúleik, en hann var dásamlegur samt. Frænka Henriks hafði gifzt fyrir nokkru og það var sennilega sá atburður, sem fekk hann til að ákveða að kvænast á sjö ára afmælinu sínu, en það var á næstu grös- um. Það var alveg omögulegt að ganga í það heilaga fyrr, því hann átti að fá tvíhjól í afmælisgjöf og enginn maður, með virðingu fyrir sjálfum ser, fer í bónorðsför á þríhjóli. Það var aðeins eitt vandamál í sambandi við hið væntan- lega hjónaband og það var smá ágrein- ingur um kossa. Henrik sagðist geta dáið upp á, að maðurinn hennar frænku sinnar kyssti hana beint á munninn. Þegar hin unga unnusta heyrði þetta í fyrsta sinn, fékk það svo mikið á hana, að hún steig á strik í parís og gleymdi að taka steininn. Hún hafði aldrei trúað því á Henrik, að hann gæti verið svona hræðilegur, og henni fannst hún veröa að velja honum eitthvert krassandi skammaryrði. Hún sneri sér að honum, hvessti á hann augunum og sagði, að hann væri stúdent. Það var nýjasta oröið, sem hún hafði heyrt og henni fannst að þaö hlyti aö hafa mikil áhrif á hann. Henrik varð skiljanlega fjúk- andi reiður og ætlaði nú að kyssa hana, þó það myndi kosta hann stúdentsnafnbót ævilangt. Hann hljóp á eftir henni, náði traustu taki á litla kjólnum hennar og hafði rétt tíma til að kyssa hana laus- lega á eyrað. Það hafði í för með sér angistarorg, en svo bjóst hin tilvonandi eiginkona til varnar. Henrik var bitinn, klipinn og klóraður, og í þetta skipti var þaö hann, sem tók til fótanna skelf- ingu lostinn. Hann fór inn til mömmu sinnar. Allt það, sem eftir var dagsins hélt hinn forsmáði biðill kyrru fyrir og reyndi að drekkja sorgum sínum í kóka- kóla. Hann, sem hafði elskað hana svo mikið, að hann hafði samþykkt að vera pabbinn í mömmuleik þó að hann vissi, að mannorð hans væri í veði, ef hinir strákarnir fréttu það. Svo þegar hún datt og fékk smá sár á litlu, feitu lappirnar sínar, hver var þá hlaupandi út um allt nágrennið í leit að einhverju, sem hægt væri að gefa henni í huggun- arskyni? Henrik vissi svarið við því. Svo varð hún alveg ær, þegar hann ætl- aði aö kyssa hana. Hann ætlaði aldrei að sjá hana meir, það sagöist hann skyldi deyja upp á. Hann ætlaði að kvænast Kristínu í næsta húsi. Hún var ekki alveg eins lagleg, en hún myndi ekki vísa honum frá sér. Daginn eftir, þegar Henrik kom út, var hin fyrrver- andi unnusta hans í boltaLeik við kettl- inginn sinn. Henrik gat ekki að því gert að horfa aðdáunaraugum á litlu, brúnu lappirnar hennar. En hann ætl- aði aldrei meir að láta töfrast af litl- um, brúnum löppum, og fór rakleitt heim til Kristínar og bauð henni í bíla- leik. Litlu, feitu, brúnu lappirnar með fyrrverandi kærustunni hans Henriks ofan á, fóru að hringsóla kringum hann og Kristínu og allt í einu komu þær hlaupandi og lítil, brún hönd, sem til- heyrði eiganda lappanna, kippti þéttings- fast í aðra fléttuna hennar Kristínar. Eftir unnið afrek forðaði sökudólgurinn sér heim í öryggið hjá mömmu sinni. Kristín krafðist þess, að Henrik hefndi fyrir hana og það átti aö gerast á stundinni. Henrik langaði einhvern veg-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.