Skólablaðið - 01.04.1959, Síða 18
ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON :
- 178 -
XJNUE®
I.
EITT er þa5 skáld erlent, sem íslend-
ingar telja skyldast og líkast ástsælasta
skáldi sínu, Jónasi Hallgrímssyni, en sá
nefnist Heinrich Heine, þýzkur að upp-
runa. f þessari stuttu ritgerð mun ég
reyna að gera nokkurn samanburð á
þessum tveimur merku skáldum, aðstöðu
þeirra, lífsskoðunum og kveðskap. Þénn-
an samanburð geri eg einkum á þremur
sviðum, ef svo mætti segja, þ. e. í fyrsta
lagi með tilliti til æviferils þeirra og
skoðana, í öðru lagi með hugleiðingu um
skáldskap þeirra yfirleitt og í þriðja
lagi með því að gera sérstakan saman-
burð á þýðingum Jónasar á kvæðum
Heines og frumtextunum, og þá einkum
að því, er varðar meðferð og efnisval.
Að lokum reyni ég að gera grein fyrir
áhrifum þeim, sem Jónas varð fyrir af
skáldskap Heines og skoðunum.
II.
Til þess að geta skilið lífsskoðanir
Heines til fulls er nauðsynlegt að kunna
nokkur skil á ævisögu hans, og mun ég
því reyna að gera henni nokkur skil,
áður en lengra er haldið.
Harry Heine, eins og hann hét upphaf-
lega, fæddist í Dusseldorf árið 1797.
Hann var af fátæku Gyðingafólki; þó var
hann settur ungur til verzlunarnáms, en
var rekinn úr vistinni eftir tveggja mán-
aða reynslu. Viðskiptaferli Harrys var
þó ekki lokið þar með, því að hann átti
stórauðugan frænda í Hamborg og var
nú sendur til hans. Eftir að frændinn
hafði gert árangurslausa tilraun til að
koma fótunum undir hinn unga bróðurson
sinn í verzlunarheiminum, sá hann þann
kost vænstan að kosta drenginn á skóla
og gera úr honum lögfræðing. Harry
sóttist námið vel þrátt fyrir nokkrar
útistöður við skólayfirvöldin, og árið
1825 tók hann doktorsgráðu við Götting-
enháskólann, en skömmu áður hafði hann
látið skírast til kristinnar trúar. Hlaut
hann við það nöfnin Christian Johann
Heinrich Heine. Þetta tvennt, skírnin og
doktorsgráðan, skyldi duga honum sem
n. k. aðgöngumiði að embættum og áhrif-
um innan hins þýzka þjóðfélags. Sú varð
þó ekki raunin á, heldur neyddist hann
til að flýja ættland sitt og setjast að í
París eftir ítrekaðar tilraunir til að
afla sér borgaralegrar lífsstöðu. í París
dvaldist hann frá 1831 til dauðadags, 17.
febrúar 1856, síðustu sjö árin rúmfastur
vegna lömunar.
III.
Fyrsta ljóðabók Heines, "Gedichte",
kom út 1823 og vakti talsverða athygli,
en skáldhróður hans vex þó fyrst að
marki, þegar "Bush der Lieder", sem
er frægasta verk hans og ein frægasta
Ijóðabók heimsins, kom út árið 1827.
Það, sem einkum vakti athygli á Heine,
var angurværð hans og spott, svo og
hæfileiki hans til að segja hug sinn í
fáum orðum. En Heine nægði ekki ljóð-
formið til að segja það, sem honum bjó
í brjósti, og því skrifaði hann "Reise-
bilder" eða "Ferðamyndir", sem komu
út á árunum 1824-1831, þar sem hann
gerir upp reikningana við lífið og til-
veruna, deilir svo harkalega á hið þýzka
þjóðfélag og lofar Napóleon svo mjög
(Heine dáði Napóleon ákaflega), að kald-
ur gustur fór um hallir þýzku einvalds-
furstanna. Hafa Ferðamyndirnar efa-
laust átt mikill þátt í því, að höfundur
þeirra varð að flýja land. Meðal ann-
arra verka Heines má nefna "Französ-
ische Zustánde" (1833 ) og "Neue Ge-
dichte" ( 1844 ).
IV.
Hið fyrsta, sem vekur athygli, þegar
borinn er saman æviferill þessara
tveggja skálda, er það, í hve ólíku um-
hverfi þeir alast upp. Annar elst upp í
stórborg á krossgötum Evrópu, en hinn
í afskekktum dal á íslandi. Þetta hefur
haft mikil áhrif á kveðskap þeirra hvors
um sig, þannig að Jónas, náttúrubarnið,
dýrkar náttúruna vegna náttúrunnar og
yrkir mörg beztu og frægustu kvæði sín
um hana. Sem dæmi má nefna Fjallið
Skjaldbreiði, Gunnarshólma, sem að vísu
er með sögulegu ívafi, og Dalvísu.