Skólablaðið - 01.04.1959, Qupperneq 24
184 -
eins og hun á að vera fyrir mann í leit
að fegurð. Kjarrið býr yfir einhverjum
stórfenglegum leyndardómi, lyngið bær-
ist ekki af einskærri nærgætni við al-
heim og fuglar himinsins hætta sem
snöggvast söng sínum. Og á slíku augna-
bliki í eilífðinni getur ekki hjá því farið,
að ung stúlka og ungur piltur verði
snortin af guðdómi heimsins.
í>au voru hjú á bænum og höfðu hitzt
fyrir ofan bæ, svona af einskærri tilvilj-
un. Það var líka af einskærri tilviljun,
sem þau gengu nú í kvöldblænum og
sólin var að setjast. Og ekki var það
sízt tilviljun, að hönd hans skyldi snerta
hennar eitt lítið augnablik, svo að hún
kipptist dálítið við, en einnig aðeins eitt
lítið augnablik, og svo lagði hún hönd
sína feimnislega í hönd hans og horfði á
næturroðann svo rauðan, til allrar ham-
ingju, að hann skýldi þeim roða, sem
hljóp henni um kinn. Hún þorði ekki
einu sinni að flissa eins og kyn hennar
krafðist, slíkt mundi hafa rofið værðina.
Þá dró hann hana hægt til sín og kyssti
hana beint á munninn, og þarna bar
þessa tvo skugga, - eða raunar bara
einn skugga., við rauðan himin í hámarki
þagnarinnar, og einmitt á þessu augna-
bliki sáldraðist sjálft lofthjúpið til jarð-
ar og varð að dögg. Svo var allt búið.
Hún leit aftur undan, sagði: Jesús
minn, - og tók svo á rás niður brekkuna
og hann hrópandi á eftir henni. Fuglarn-
ir hrukku upp með andfælum og eg lá
einn eftir, skjálfandi af kulda í döggvotu
kjarrinu, þar sem þau höfðu ekki séð
mig. Samt tók óg ekki eftir hrollinum.
Ég hafði nefnilega á þessu augnabliki
séð sjálfan lífsneista fegurðarinnar, -
kossinn. Ekkert jafnaðist á við koss-
inn, - og ástin var undanfari kossins,
eins konar forspil eða stef fagurs tón-
verks, sem í honum nær hámarki.
Væri lengra haldið, dapraðist estetíkin,
Ijómi hennar tættist í þúsundir, sting-
andi loga, sem tendruðu ófrið, einvígi
milli tveggja sálna, - tveggja líkama, þar
sem annar segði ég skal og hinn segði
þú skalt ekki, og á bak við óræð bros
væri gníst í tönnum. - Ég rölti inn í
bæ í dreymandi sælu yfir opinberum
minni.
Einn dag yfirgaf ég sveitasæluna og
kom í stóran bæ. Þar varð ég á svip-
stundu meðlimur þeirrar menningar,
sem kennir sig við borgir og er grá
eins og þær, hreykir sér hátt eins og
stórhýsi þeirra og flæðir yfir allar
byggðir lands eins og pestir þeirra.
Samt varð mínu eðli ekki breytt.
Sveitalegir loðinskottar verða aldrei
annað en sveitalegir loðinskottar.
Það er lögmál. - Vinir mínir elskuðu
borgina. Þeir áttu hana, lifðu fyrir hana
og voru stoltir af. Þeir skipuðu sér
hærri sess í þjóðfélaginu en mér. En
stundum, þegar við sátum á síðkvöldum
og drukkum í okkur andann með brenni-
víni, eins og borgarbúa er vandi, þá
urðum við skyndilega allir snortnir í
tregablandna einingu. Þá tókumst við í
hendur og sungum "Allt eins og blómstr-
ið eina", og af því að blómin vaxa ekki
sízt í sveit, þá hlaut ég að eiga minn
skerf í heiminum. Við vorum allir hlut-
hafar "alltsins", og þess vegna varð
þetta lífsins söngur og öll tilveran ein
fegurð og angurværð. Þá grétum við
aVLir. Það voru sælustundir. Mér fannst
þær hlytu að verða ógleymanlegar.
Síðan gengu vinirnir á meyjafund og þágu
þar indæla huggun. Ég þáði mína huggun
við eintal sálarinnar út við sjó, þar sem
máfarnir drituðu á klettana, eða í her-
berginu mínu, er ég hlustaði út í nótt-
ina á söngva æskufólks um fegurð lands -
ins og góðra vina fundi. Þá bólgnaði
brjóst mitt af angurblíðu og ég horfði
aVLa nóttina á búlduleitan þröst, sem
tróndi rígmontinn á símalínu og söng
eldheita ástaróða til heitmeyjar sinnar,
sem var sú þokkafyllsta í veröldinni.
Slxkur elskhugi skellti skolleyrum við
sentímentölum stemningum hviklyndra
manneskja. Þetta voru einnig sælu-
stundir. Enn grét ég.
Svo varð ég ástfanginn. Það er furðu-
legt að vera ástfanginn. Sérstaklega er
furðulegt, hvernig þessi tilfinning sáldr-
ast í gegn um flöktandi sálina á svo
óvæntan hátt úr svo óvæntri átt, að mað-
ur stendur agndofa og getur ekkert að
gert. Mærin, sem oVLi þessu umbroti
tilfinningalífs míns, var öVLum dyggðum
prýdd. Það sannaðist bezt á því, að
flestir vinir mínir höfðu þegar notið
helztu kosta hennar. Einmitt þess vegna
varð ég svo hlessa og ósjálfbjarga.
Það hófst með snertingu hnáa undir
borði og þróaðist smám saman í óslökkv-
andi ástarbál inni í mér, svo að sál
mín nötraði af kærleika. Ég orti til
hennar mansöngva með fjaðurstaí vættan