Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1959, Qupperneq 25

Skólablaðið - 01.04.1959, Qupperneq 25
- 185 - í rauSu bleki„ Það voru söngvar um barmafull hjörtu og seglskip, sem sigldu þöndums hvítum seglum meS okkur tvö til eyjarinnar í suðri, þar sem fullsælan biði. Ég var uppnuminn. Það var sú. titrandi ovissa og spenningur, sem gerðú ást mína svo heita . Hún var ást aðdá- andans, áhorfandans, sem krúknar á áhorfendapöllunum fyrir aðdáun sína. Það var hin seiðandi, oendurgoldna ást með gangi tuttugu sinnum fram og aftur hjá húsi og augnagotum í glugga. Um slíka ást yrkja skáldin. Hún var göfug. Því ox hún svo - í ein-rúmi. Svo skeði það loksins. Það var eitt kvöld á bekk í garði við tjörn. Ég varð afskaplega dularfullur í framan. Andakt- ugur. Ég hafði heitið henni kvæði. Það var ort til hennar á löngum vöku- nóttum, perla fagurbókmenntanna til þessa dags. Það var þrungið blossandi ástríðum og sveiflum sálarlífsins. Þess vegna hafði hún komið. Svo flutti ég henni óðinn: silfrað mánaskin, sem sindrar á haffleti, pálmar og næturgalar. Þá held ég hún hafi komizt við. Svo leit hún á mig með kynlega leyndardóms- fullum svip, svo að ég komst í stökustu vandræði. Þá réði ég það af, að þetta væri svipur ástarinnar. Það var falleg- ur svipur. Á samri stundu varð ég gripinn ólýsanlegri sælu. Ég belgdist út af endurnýjuðum kjarki og fídonskrafti, sem langþreytandi kærleikur blés mér nú í brjóst. Ég greip hana snöggt í fang mér, og svo kyssti ég hana að bragar- launum. Það var minn fyrsti koss. ótrúlega heitur koss. Fullsæla. Alla nóttina gekk ég um borgina í rið- andi fögnuði. Aftur og aftur kom ég að bekknum, strauk honum ástúðlega og settist, þar sem hún hafði setið. Hélt honum heitum. Sólin var komin hátt á loft, þegar ég loks gekk til náða með sælubros á vör. Næsta mánuð lá ég í lungnabólgu. Það var langur mánuður. Stúlkan mín kom aldrei. Því var ég feginn. Ég þoli ekki að láta sjá mig veikan í rúmi á sama hátt og ég þoli ekki að sjá annað fólk í rúmi, uppþornað, gljáeygt og daunillt. Svona gat stúlkan mín verið hugulsöm. En einn góðan veðurdag var ég heill heilsu á ný. Ég stökk út í heiminn, end- urnærður og þrútinn af lífskrafti, og það var sólskin og sunnanvindur. Aldrei hafði ég verið jafn sæll. Ég átti mér stúlku, sem beið mín og mundi taka á móti mér með allri blíðu sinni og eld- heitum kossum. Ég fékk vatn í munn- inn. Ég hentist um göturnar í ólýsan- legum fögnuði og faðmaði að mér jafnt lögregluþjón sem ljósastaur. Svo kom ég að húsinu hennar. Ég ætlaði að flytja henni Ijóðabálk, sem ég hafði ort til hennar milli hóstakastanna. Hafi nokkurt kvæði verið ort í blóði, þá var það þetta. Það var dýrst kveðna ljóð á Norðurlöndum, magnað af háleitustu andagift og beljandi þrá. Ég ætlaði að flytja henni það undir eldi sólarlagsins. Þá frétti ég það. Stúlkan mín var dáin. Hún dó í gær í slysi. Sól tér sortna, spáði gamalt kvæði. Það gerðist á þess- ari stundu. Þá hurfu af himni allar stjörnur. Ég reikaði um strætin um kvöldið sem drukkinn maður. Ég skældi og ég öskraði af hlátri í senn. Ég hrópaði: "Hvar er fegurðin þín, maður? Hvar eru fyrirheit. lífs þíns?" Þá grét ég sáran. Almættið gat ekki reynzt svo grimmt og ranglátt. Það gat ekki snúizt svo gegn helzta estetíker aldarinnar. Fegurðin hlaut að vera helzti þáttur þess, undirtónninn í stefi þess, harmónía tilverunnar. Nú snerist það gegn henni. Þá hlaut að koma til kasta þess manns, sem játað hefur fegurðinni trú sína, þess, sem upplifað hefur það, að sjá tvo skugga sameinast í titrandi kossi í þann mund sem döggin féll. Fegurðin hlaut að vera hafin upp yfir gröf og dauða. Ég vissi það. Sú vitneskja mín var himinhróp- andi. Og ég öskraði. Ég hafði tekið ákvörðun, - ákvörðun, sem fyllti mig sljóum, kaldlyndum fögnuði. Næstu nótt ráfaði ég að húsi stúlkunn- ar minnar. Það var furðanlega grátt. Og nóttin var furðanlega hljóð. Það lá einhver seiðingur í loftinu, rétt eins og náttúran ætti von á kraftaverki. Ég læddist skjálfandi meðfram húsinu, í kring um það og loks fann ég það, sem ég leitaði að. Svo áreiðanleg var þessi vissa mín. Ég gat opnað glugg- ann án mikilla vandkvæða, það marraði ekki einu sinni í hjörunum. Allt var jafn hljótt þessa nótt. Ég leit inn. A miðju gólfi í þvölu kjallaraherberginu stóðu börur. A börunum lá dauður lík- ami sveipaður hvítum dúk. Það var stúlkan mín. Þarna lá hún. Ég læddist ofurhljóðlega að börunum og tók dúkinn

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.