Skólablaðið - 01.02.1961, Síða 7
-111
Schönberg, að hann væri "maður, sem
sé algjörlega skyni skroppinn og álíti
aheyrendur sxna fífl .... Verk Schön-
bergs er ekki aðeins fullt af vitlausum
nótum, eins og Don Quixote eftir Strauss,
heldur er það fimmt'íu mínutna löng vit-
laus nóta. Þetta ber að skilja bókstaf-
lega". Þetta var þó ritað, áður en
Schönberg fann upp tólf tóna kerfið.
Russinn Igor Stravinski fetar aðrar
slóðir en Schönberg. Hann notar hin
gömlu tónfræðikerfi. Þó notar hann
stundum mismunandi tóntegundir sam-
tímis í sama verki. Veldur þetta oft
harla skringilegum samhljóm. Hljóm-
sveitarútsetning Stravinskis er skemmti-
leg og litrík. Einkum er það þó taktur-
inn ( rythminn ), sem einkenna verk hans.
Það er alltaf þessi öruggi þungi taktur
líkt og í jazz. Á efri árum hefur
Stravinski samið undir nokkrum áhrifum
frá Schönberg. Þannig hafa hinar tvær
meginstefnur nálgazt hvor aðra.
Ég vil geta þess, að Listafélagið
mun að líkindum hafa plötukynningu á
verkum Stravinskis í vetur.
Við skulum nu snóa okkur að spurn-
ingunni, sem er fyrst í þessu greinar-
korni og íhuga hana nánar.
Hefur tónlistin tekið grundvallar-
breytingum á þessari öld, hefur hún fjar-
lægst hið listræna, það sem gefur henni
gildi ?
Ég tel það ekki. Það er sama, hvort
listamaðurinn notar tólf tónakerfi Schön-
bergs, fjöltóntegunda kerfi og rythma
Stravinskis eða fúguform barokktímans.
Þetta er aðeins það form, sem tónskáld-
ið semur verk sitt eftir. Formið er að-
eins það, sem tónskáldið byggir á, þegar
það tjáir hugsanir sxnar og tilfinningar.
En það er andi tónskáldsins, sem gefur
verkinu gildi, sem gerir "listina langa",
þó að "lífið sé stutt".
En þá skulum við orða upphafsspurn-
inguna frá öðrum sjónarhóli. "Hvernig
er unnt að skilja, hvað tónskáld atóm-
aldarinnar vilja segja með verkum sín-
um ? Þau eru svo óáheyrileg með öll-
um sínum mishljómum. Það er einhver
munur að hlýða á verk frá rómantíska
tímabilinu, þar sem tilfinningar lista-
mannsins bókstaflega ólga í gegnum
verkið. " Það er vissulega satt, að
hlusta þarf oftar á nútímaverk en verk
hinna gömlu meistara, til þess að hafa
gaman að þeim. Það er a. m. k. reynsla
mín. En þarna erum við komin að þeim
misskilningi, að það sé nauðsynlegt að
skilja tónlist. Hana á ekki að skilja.
Það á að njóta hennar. Við skulum
taka eitthvert ýkt dæmi. Hugsum okkur,
að ég og þú, lesandi góður, hlýðum
báðir á sama tónverkið. Tónskáldið hef-
ur haft í huga fallega sveit, þegar hann
samdi verkið. Hann heyrir lækinn sytra
og fuglana syngja. Það er sumardagur.
Þegar ég hlusta, finnst mér verkið lýsa
borg. Fólkið gengur um sér til skemmt-
unar í j?óðá veðrinu og vagnaskrölt heyr-
ist. Þer finnst verkið lýsa hafinu. Bár-
urnar skoppa kænunni, þegar þær skella
a kinnungnum.
Hvorugur höfum við skilið bókstaf-
lega merkingu verksins, en við getum
notið verksins engu að síður og haft
mjög gaman af því. Efalaust hefðum við
notið þess enn betur, ef við heíðum skil-
ið það á sama hátt og tónskáldið. Þá
hefðu ýmis smáatriði skýrzt fyrir okkur.
En þetta gildir þó aðeins, þegar
tónarnir lýsa einhverju hlutstæðu, þegar
hægt er að lýsa verkinu með sögu eða
frasögn, þ. e. a. s. þegar verkið er pró~
grammúsík. En þegar tónlistin lýsir
ekki neinu í beinum skilningi, heldur
aðeins er, þá getur verið erfiðara að
komast að þeirri hugsun, sem býr að
baki verkinu.
En skiptir það þá máli, þó að tón-
listin vekji ekki sömu kenndir hjá hlust-
andanum og tónskáldinu, sem skóp hana?
Er jafnvel ekki betra, að hlustandinn
noti sitt eigið hugmyndaflug og skilji
verkið á sinn hátt, eða hreinlega skilji
það ekki, heldur njóti þess.
Þorkell Helgason.
Að gefnu tilefni skal þess getið,
að það var ekki Einar Magnússon yfir-
kennari heldur bara Einar Már ritstjóri,
sem skrifaði í síðasta blaði blekslettur
um sögukennslu undir stöfunum E. M.