Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1961, Page 9

Skólablaðið - 01.02.1961, Page 9
113 - lega, er síðast fréttist, en rægitungur segja, aS ensk orð og setningar, ja,jafn- vel heil bréf á ensku slæðist öðru hverju hingað upp. Hann er væntanlegur í aprílbyrjun. _Listayikan. Listavikan hofst með opnun mál- verkasýningar. Sýningin var fjölbreytt ( þ. e. sundurlaus ) og verkin heldur mis- jöfn. Gamall vildarvinur Listafélagsins skoðaði sýninguna og reit athugasemdir a sýningarskrána. Allar kynningarnar tokust vel, einkum leiklistarkynningin. Voru menn nokkuð lengi að átta sig á málflutningi Þorvarðs Helgasonar, sem las upp erindi eftir Ionesco. Héldu menn lengi vel, að Þorvarður flytti hér eigin skoðanir og væri að skandalísera. Þegar Tryggvi Karlsson sá auglýsinguna um leiklistarkynninguna, spurði hann : !lHvað hafa Sameinuðu Þjoðirnar að gera með þetta? " Hámarki náði listavikan með lista- máltíðinni í veitingahúsinu Klúbbnum. Voru þar ríkulegar veitingar á borð born- ar, dans stiginn fram eftir nóttu, en ræðuhöld og fjöldasöngur féllu niður, hvað setti mjög ánægjulegan svip á alla sam- komuna. Engir kennarar voru viðstaddir. -Malsvar nir _og_ málfundi_r\ Málsvarnafyrirkomulagið hefur gefið allgóða raun, sem af er. Málsvörn Magnúsar JÓhannssonar var að vísu orð- in að leiðindaþrasi undir lokin, enmáls- varnir Svavars Gestssonar og LÚðvíks Karlssonar tókust sæmilega. Tungufant- urinn Tryggvi Karlsson hélt einnig máls - vörn og sagði margt merkilegt. Eru hér sýnishorn málflutnings hans : "Verið ekki svona smásugusamir". "Ef ég sýndi ykkur mesta mann í heimi, munduð þið hlæja að honum. En sjálf- sagt hefur hann aldrei verið til". "Menn, sem eru ekki að kippa upp við það, sem þeim kemur við. . " "Ég vil ekki stimpa við þúfurnar, þegar menn eru að klifra á fjöll". "í htíndum gjaldkera sjóðsins, Einar Maggs.." "Ef skólafundur telur mál þetta ekki virði, að skólinn beiti þvífyr- ir sér. . " S KÓLABLAÐIÐ Gefið út í Menntaskólanum Reykjavík Ritstjóri : Einar Már Jonsson 5. -B Ritstjórn : Guðjón Albertsson 6. -B Garðar Gíslason 5. -B Baldur Símonarson 5. -X Gunnar Sigurðsson 5. -X Ólafur Gíslason 4. -X Björn Bjarnason 3. -E Auglýsingastjóri : Erna Ragnarsdóttir 5. -A Ábyrgðarmaður : Guðni Guðmundsson, kennari Forsíðumyndin er gerð efiir einni mynd Ólafs Gíslasonar a myndlista- sýningu nemenda í íþöku. Aðrar myndir í blaðinu drógu Xngi- mundur Sveinsson og Jon Gí slason. Ritnefnd annaðist skreytingar. SIGURKARL var að ganga út úr stærðfræðitíma hjá V. -Z þegar hann sneri sér allt í einu við og sagði : "Hann Guðmundur Arnlaugsson er veikur í dag, kennir hann ykkur ekki stærðfræði? " "Nous avons changé tout cela. " Þorsteinn Gylfason: Mér skilst að elektrónan sé höfuðeind efnisins. Steini robott : HÚn er það ekki lengur. Málfundir um sjónvarp og æskuna og stjórnmálin tókst nokkuð sæmilega. Ólafur R. flutti skrúðmikla ræðu um æsk- una og stjórnmálin, en Haukur Henderson flutti hiklaust beztu ræður kvöldsins. Einn fundarmanna sagði oft deilt um, hvort Lenin hefði sagt X eða Y. Haukur sagði: "En ég segi, að Lenin hafi bæði sagt X o£ Y. - b -

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.