Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1961, Page 14

Skólablaðið - 01.02.1961, Page 14
118 - UM JAFNALDRA OKKAR t AMERÍKU ó aS amerísku stúlkurnar standi á vigtinni allan daginn og séu svo hégémlegar að gráta úr sér augun, ef þær eiga ekki "date" á laugardagskvöldi, held ég, að leit sé að yndislegri og skemmtilegri stúlkum. Og þo að piltarnir séu pabba- drengir og stælgæjar margir hverjir, hef ég vart eignast frumlegri og fyndn- ari félaga en marga þeirra. já, jafnvel þo að miðað sé við folksfjölda, held ég, að þeir slái flesta vora elskulegu skéla- bræður út. Goðmennska og vingjarn- leiki þessara unglinga eru hreint undra- verð, og yfirmáta hreinskilni þeirra og góðlátlegri forvitni eru engin takmörk sett. r heimavistarskólanum, þar sem ég dvaldist s.l. ár, eru um 800 nemendur, sem flestir leggja stund á einhver vís- indi. Þó að margir séu sendir í skól- ann af metnaðargjörnum foreldrum, er meginþorrinn þangað kominn til að læra. Eins og títt er um litla einkaskóla í Bandaríkjunum eru þeir mun þyngri en hinir stóru, og er Kalamazoo College þar engin undantekning. Þar er því sízt kúrt minna en hér í Menntaskólan- um, en munurinn er bara sá, að þarna er það æðsta kappsmál hvers og eins að vera kallaður kúristi. Ég var ekki búin að vera lengi í heimavistinni, þegar mér skildist, að rómantískustu stúlkur heims hljóta að vera þær bandarísku. Ég var varla komin inn úr dyrunum, þegar tylft ung- meyja réðist að mér allsendis varnar- lausri og dembdi yfir mig hinum nær- göngulustu spurningum : "Áttu kærasta? - Já, ég meina einhvern, sem bíður og sendir þér rósrauð ástabréf. " Þegar ég varð að bera slíkt af skóla- bræðrum mínum, fór vonbrigðarkliður um allan hópinn, og ég hlaut óskipta samúð allra viðstaddra. Vissulega eru þær ólíkar stallsystrum mxnum hér heima, sem veigra sér svona frekar við að ræða feimnismálin. Það reyndi með ýmsu á þolinmæði mína í sambúðinni við þessa óútreikn- anlegu kvenmenn. Það, sem ég átti einna bágast með að sætta mig við, var að deila jarðneskum eigum mínum með hinum og þessum. Oft kom það fyrir, að ég mætti stúlku, sem ég þekkti varla, í fötum af mér á ólíklegustu stöð- um. Hafi komið á hana við að mæta hinum réttmæta eiganda. bar svo sann- arlega ekki á því. Hún brosti bara sínu blíðasta brosi og sagði : "Finnst þér ekki græna peysan okkar falleg í dag? " Ég gat auðvitað ekki neitað því, að hún var sérstaklega falleg í dag, hvernig sem á því stóð. Ver leið mér, þegar ég mætti 300 punda boxara á hjólinu mínu niðri í bæ, og það var rétt með naumindum, að ég gat afneitað því riddaralega boði að fá að sitja á böggla- beranum heim. Ég sagði áður, að amerísku stúlk- urnar væru rómantískar. Það eiga þær piltunum að þakka, því að þeir eru meira að segja svo rómantískir að bjóða þeim út að læra (þ. e.a. s. nið- ur á bókasafn ), þegar ekki er um annað betra að velja. Til að kóróna ánægjuna við þessi svokölluðu "s t u d y d a t e s " eru þeir svo hugulsamir að hafa með sér brjóstsykur, sem hefir það fram yfir venjulegan brjóstsykur, að hann er rauður og hjartalagaður. Þetta bjóða þeir svo stúlkunni sinni, því að það er bannað að tala á bókasafninxx, og með einhverju verða þeir að tjá sig. Segið svo, að amerísku piltarnir deyi ráðalausir ! - Bxólójjían mín þoldi ekki slíka rómantík, og eg varð því fljótlega að hætta að læra á safninu. Það leikur enginn vafi á þvi, að kennsluaðferðir Ameríkana eru nnjö^ æskilegir og notfæra sér þægindi nutím- ans til hins ítrasta. Bíólógían er t. d. stórskemmtileg, en þar er mestur hlut- Frh. á bls. 120.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.