Skólablaðið - 01.02.1961, Qupperneq 23
127 -
HITT sinn lét ég svo um mælt,
að Skólablaðið leegi í kör, þó
að hálffertugt væri. Þetta var
í ritstjórnart'íð Þráins Eggerts-
Isonar húmorista og sálfræð-
ings. NÚ hafa nýir menn tekið stjórnar-
taumana, og bregður þá svo við, að nokk-
uð bráir af því, þótt enn hafi blaðið ekki
risið úr rekkju. Þriðja tölublað 36. árg.
er vandað að ytra frágangi, skreytingar
eru góðar og spódrættir allsæmilega
uppdregnir. Blaðið er efnismikið, grein-
ar margar og yfirleitt skilmerkilegar.
En það vekur furðu mína, að aðeins þrír
menn í þessum skóla fitli við skáldskap
að nokkru ráði og þá aðallega Ijóðagerð.
Af þessum þrem mönnum er ein stúlka.
Hún birtir fjögur ljóð eftir sig, kvæði,
er fjalla um fornar ástir, sorg og gleði
I tíma og rúmi. Ötl eru Ijóð þessi
snotur og lyrisk, en þar ekkert sagt,
sem hafði ekki áður verið mælt á annan
máta. Skáldkonan er full lífsleiða,
stundum um of, svo að hún er sem göm-
ul vonsvikin piparmey, er telur upp
raunir sínar við rokldnn sinn. Hinsveg-
ar leikur varla nokkur vafi á því, að
hér er mjög gott skáldefni á ferðinni. -
Maður er nefndur Sverrir Holmars-
son, ungur piltur og áræðinn. Er hann af
sumum talinn séní, en af öðrum bara
meðalmenni á grænni grein, sem gaman
er að hlusta á, en heldur ekkert meira.
Sverrir þessi yrkir mikið og berst mik-
ið á, þótt kvæði hans séu ekki að sama
skapi fögur og þau eru mikil að vöxtum.
Skáldið langar til þess að segja eitthvað
krassandi, eitthvað, sem situr eftir I
hugum manna. Honum hættir því til að
verða of margmáll og láta allt vaða,
sem honum dettur I hug. Gott dæmi um
þetta er kvæðið Myndir í myrkri, mynd-
ir, sem verða riss í höndum Sverris.
Höfuðgalli á Ijóða^erð Sverrir er sá, að
hann lætur allt fjuka. Þessve^na stang-
ast þar. allt'á, eitt rekdr sig a annars
horn eins og graðpening hendir vorri.
Sverrir Hólmarsson er þó ekki gjör-
sneyddur skáldlegu skyni, hann hefur
góða ldmnigáfu og tekst því stundum vel
upp I stælingum. En hann brennir sig
á sama soðinu og svo margir á undan
honum, hann heldur, að það, sem stór-
skáldum er leyfilegt, geti hann leyft sér
líka. Sverrir Holmarsson mun ef til
vill, er fram líða stundir, geta sér mik-
inn orðstír á bragabekk, ef hann temur
sér hér eftir öllu vandaðri vinnubrögð
og gætir hófs I hvívetna.
Rímur hafa sjaldan birzt I Skóla-
blaðinu, enda lítt ortar nú á dögum,
nema I skopi. Ungur maður, allvel hag-
mæltur, Böðvar Guðmundsson að nafni
sýnir okkur, að þessi gamla list er ekki
alveg útdauð með íslendingum. Ríman
er a.llvel ort á köflum í lettum og gam-
ansömum tón, enda þótt yrkisefnið sé
heldur ómerkilegt. Um leið og höfund-
ur hendir gaman að hinum gömlu og
úreltu kenningum rímnanna.skopast hann
að yrkisefninu, Ólafi hinum rauða og
Þorleifi nokkrum Haukssyni og baráttu
hins síðarnefnda við listagyðjuna.
En gamni fylgir ávallt nokkur alvara,
sumar vísur rímunnar er tær skáld-
skapur eins og t. d. mansöngur fjórðu
rímu. Mega þeir Þorleifr ’ vel una við
rímu þessa, enda hlutur þeirra I engu
geröur minni en Odds sterka af Skagan-
um.
Lífið og Eggert heitir viðtat eitt við
Eggert Stefánsson. Viðtal þetta er af-
bragðsgott, fyndið og skemmtilegt og
bregður upp skyrri mynd af heimsmann-
inum Eggerti Stefánssyni.
Fer vel á því að ritnefnd, leiti efnis
I blaðið utan skólans , þvl að hitt er
heldur einhlítt, þegar til lengdar læ tur.
Sú er tlzka meðal vlCförulla manna, að
þeir riti I ýmis blöð eitthvað um ferðir
sínar. Hefur Skólablaðið birt nokkra af
þáttum þessum. Sumir ferðalangar lýsa
menningu og listum þjóða þeirra, sem
þeir sækja heim, en aðrir næturlífi og
Frh. á bls. 130.