Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 28

Skólablaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 28
132 - þættir í starfsemi félagsins ná aðeins til þeirra, sem hafa mestan skilning á list og þurfa því ekki á listkynningu að halda." "Hvernig lízt þér á rekstur félags- heimilisins? " "Hann er kominn 'í það horf, sem hann á að vera. Nefndin á að skaffahus- pláss, en ekki verameð starfsemi, sem er samkeppni við önnur félög í skólanum. Það er nefnilega þroskandi, að starf hvíli á sem allra flestum herðum. " "Þér lízt auðvitað vel á SKÓLA- BLAÐIÐ ? " "Ju, mikil ósköp, en mér finnst að greinar um löngu liðin skáld megi missa sig, það hlaupa allir yfir þær nema e.t.v. höfundurinn. " "Hver er skoðun þín á náminu? " "Námið er leiðinlegt. Það hefur engan praktískan tilgang. Svo vantar kennslu í ýmsu verklegu. Menn fjarlægj- ast það, sem þeir eiga að vinna við. Menntaskólinn er vísindalegur skóli, ekki neinn Verzlunarskóli, þar sem menn læra prósentureikning og dönsku. " "Hvað viltu svo segja um félagslífið og þín eigin áhugamál? " "Ja - söngur er mér ekkert sérstakt áhugamál, ég er a.m.k. enginn hugsjona- maður. Ég vil leggja áherzlu á, að sumir hafa alls ekki valið rétt um hinar mörgu greinar, sem bjóðast í félags- og skemmtanalífi. Á ég hér við drykkjuskap, sem er að verða einkenni á Menntaskólanum, og yfirleitt áhugaleysi á tilverunni. - Ég vil stuðla að félagslífi á þroskandi og skemmtilegan hátt, og ég er viss um, að skálinn mun verða til þess, auk þess sém hann treystir böndin við skólann. " "Hvað finnst þér um móral menntlinga? " "Ja, hann er ekki upp á það bezta. Að vísu bætir Iþaka mikið úr, en mér finnst, að það vanti einhvern þátt í félagslífinu, sem allir hafa áhuga á og er ekkert torskilinn, engin háfleyg list eða neitt svoleiðis. Klúbbar Framtíðarinnar eru að mínu áliti spor í rétta átt til að skapa sérstaka stemningu, sem allir geta tekið þatt í. Félagslífið er ekki nógu almennt og þá fer mórallinn út á villigötur. RITDÓMUR , frh. afbls. 130. "Gott er að sofa í morgunmund." þökkum því höfundum þessarar sögu af heitum hug fyrir þann ríka og ómetan- lega skerf, er þeir hafa lagt fram I þágu menningarinnar. Reykjavík, í jan. 1961. Sverrir Tomasson Það var snemma morguns og nem- endur V.-Y hlýddu hálfsofandi á lang- dregnar útskýringar kennarans. Skyndilega var barið harkalega á dyrnar. Þá reis Lúkki upp við dogg, horfði ringl- aður í kringum sig og kallaði stundarhatt: " Kom inn. "

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.