Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 2
2 Spegill ársins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Það að komast út úr kreppu er mjögsársaukafullt og það tekur langantíma. Borga þarf allar uppsafnaðarskuldir; þær hverfa ekki heldur þarf
að greiða hverja einustu krónu til baka.“ Þetta
sagði Hermann Óskarsson, hagstofustjóri
Færeyinga, þegar hann heimsótti Ísland
stuttu eftir að bankakerfi landsins hrundi
haustið 2008.
Hermann var þarna að miðla af reynslu
Færeyinga sem gengu í gegnum alvarlega
kreppu undir lok síðustu aldar, kreppu sem
leiddi til atvinnuleysis, fólksflótta og rýrnunar
kaupmáttar.
Gríðarleg skuldasöfnun
Þetta voru kannski ekki mjög uppörvandi
orð fyrir Íslendinga sem voru enn í sjokki og
höfðu ekki almennilega áttað sig á því sem
gerst hafði. Hafi menn yfirleitt tekið eftir orð-
um Hermanns er víst að margir vildu ekki
horfast í augu við það sem hann hafði að segja.
Allt frá því að kreppan reið yfir hefur umræð-
an á Íslandi einmitt snúist um það hvort ekki
séu til einhverjar leiðir til að láta skuldirnar
hverfa. Mikið er búið að ræða um hvernig sé
hægt að láta skuldir heimilanna hverfa og ekki
síður um hvernig hægt sé að láta Icesave-
skuldirnar hverfa. Niðurstaða af þessum um-
ræðum er engin. Skuldirnar eru þarna ennþá.
En hvernig stendur á því að eftir eitt mesta
góðærisskeið í sögu íslensku þjóðarinnar er
landið að sökkva í skuldafen? Á tímabilinu
1994-2007 jókst kaupmáttur launa um 50%.
Fyrirtækin skiluðu mörgum milljörðum í
hagnað á árunum fyrir kreppu og ríkissjóður
var rekinn með góðum afgangi. Skuldir hins
opinbera námu aðeins 76 milljörðum í árslok
2006 (28,8% af vergri landsframleiðslu).
Núna skulda heimilin um 1.430 milljarða
(þau skulduðu 330 milljarða í ársbyrjun 2005).
Skuldir þjóðarbúsins umfram eignir nema
5.739 milljörðum samkvæmt tölum Seðlabanka
(skuldir umfram eignir námu 870 milljörðum í
árslok 2005).
Útlendingar töpuðu 6.000 milljörðum
á viðskiptum við Ísland
Ég sagði áðan að skuldirnar myndu ekki
hverfa. Það er kannski ekki alveg rétt því horf-
ur eru á að erlendir lánardrottnar tapi fjór-
faldri til fimmfaldri landsframleiðslu Íslands á
viðskiptum við Íslendinga. Það eru 6.000-7.000
milljarðar. Það má auðvitað segja að þeir geti
sjálfum sér um kennt að lána okkur svona
mikla peninga, en menn þurfa kannski ekki að
vera hissa á að útlendingarnir séu dálítið pirr-
aðir á Íslendingum og hafi efasemdir um að
rétt sé að lána þeim meiri peninga án skilyrða
til að koma þeim út úr kreppunni.
Baráttan um „dóm sögunnar“
Á nýju ári verða gerðar opinberar nið-
urstöður ítarlegrar rannsóknar á orsökum
hrunsins. Víst er að margir bíða eftir þessum
„dómi sögunnar“ yfir verkum þeirra sem hafa
stjórnað landinu, stjórnendum stofnana á sviði
fjármálalífs og stjórnendum stærstu fyr-
irtækja landsins. Í nýjasta hefti Sögu, tímarits
Sögufélagsins, eru þrettán hagfræðingar
beðnir um að kveða upp dóm yfir hagstjórn á
Íslandi á 20. öld. Dómurinn er bæði jákvæður
og neikvæður. Á 20. öld lengdist meðalævi ný-
fæddra barna um 30 ár. Ólafur Darri Andra-
son, hagfræðingur ASÍ, og Ásgeir Daníelsson,
hagfræðingur hjá Seðlabanka, benda á að á
öldinni rúmlega 45-földuðust þjóðartekjur, og
þjóðartekjur á mann tæplega 13-földuðust. Ás-
geir telur að þetta bendi til þess að við höfum
sennilega gert ýmislegt rétt í hagstjórninni.
Sigurður Jóhannesson hagfræðingur segir að í
upphafi aldarinnar hafi framleiðsla á mann á
Íslandi verið u.þ.b. helmingur þess sem var í
sambandslandinu, Danmörku. Í lok aldarinnar
hafi Íslendingar verið búnir að ná Dönum í
landsframleiðslu á mann.
Margir af hagfræðingunum þrettán nefna
að reynslan af því að reka sjálfstæðan gjald-
miðil sé ekki góð. Þorvaldur Gylfason prófess-
or bendir á að frá árinu 1939 hafi gengi krón-
unnar fallið um 99,95% gagnvart dönsku
krónunni, en frá 1886-1920 og aftur 1933 til
1939 jafngilti ein íslensk króna einni danskri
krónu. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að upptaka
íslensku krónunnar sé sneypuför.
Þó að krónan eigi sér fáa stuðningsmenn í
stétt hagfræðinga væri varasamt að vanmeta
þann stuðning sem krónan á meðal lands-
manna. Margir benda á að í þessari miklu
kreppu sé gott að eiga krónu sem hægt sé að
fella og styrkja þannig stöðu útflutningsgreina
eins og sjávarútvegs, ferðaþjónustu og áliðn-
aðar. Þjóðlegir íhaldsmenn í öllum flokkum
hafa því komið krónunni til varnar. Þegar þeir
hæla krónunni eru þeir kannski ekki að horfa
til bílalána sem eru eins og myllusteinn um
háls heimilanna í landinu, svo ekki sé minnst á
erlend lán fyrirtækjanna eða sveitarfélaganna.
Að sumu leyti minnir krónan á áfeng-
isflöskuna. Það er gott að leita til hennar þegar
timburmennirnir sækja á eftir gott fyllirí.
Eina varanlega lausnin er hins vegar að hætta
að drekka og fara í meðferð.
Að láta skuldir hverfa
Árið 2009 leitaði þjóðin allra leiða til að láta skuldir sínar hverfa
Árangurinn af þessari leit var enginn Þjóðin er enn föst í skuldafeni
Skuldir Menn spyrja
ráðamenn þjóðarinnar
hvernig eigi að leysa
skuldavanda heimilanna.
Morgunblaðið/Golli
Vinsælt á Fegurðardrottning
látin eftir veikindi
Ísland eitt það
heitasta
Sonur Travolta
látinn
Dó úr kulda
heima hjá sér
Bloggari rekinn
fyrir skrif
DV: Eitrað fyrir
Árna Johnsen
Helstu fréttir ársins 2009
Janúar
3. Vextir 22% af skattfé
Mikil vaxtabyrði ríkissjóðs
verður íþyngjandi fyrir skatt-
borgara á árinu
6. Leita álits til London
Dómstóll sker úr um lögmæti
aðgerða breskra stjórnvalda
gegn Kaupþingi
7. Flækir umsóknarferlið
• Einhliða upptaka evru án
aðildar að ESB yrði ekki
„samþykkt“ af ESB • Svart-
fjallaland ekki fordæmi
8. Sameining stofnana
mætir harðri andstöðu
•Öllum stofnunum velt við,
segir ráðherra • St. Jósefs-
spítali verður öldrunarstofnun
9. 3.500 fyrirtæki í þrot
Flest á höfuðborgarsvæði
og oft í byggingarstarfsemi,
verslun og þjónustu
10. Rannsókn nauðsynleg
Eigendur gömlu bankanna
sakaðir um að taka „risa-
stöður“ gegn krónunni
13. Sveitarfélög í vanda
Skuldir sveitarfélaganna
jukust úr 155 í 190 milljarða
króna í fyrra
15. Lán keypt með afslætti
Íbúðalánasjóður hefur eignast
205 íbúðir á nauðungarupp-
boðum
19. Ný sókn í Framsókn
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson kjörinn formaður
Framsóknar á dramatísku
flokksþingi
20. Milljarðalán án áhættu
Kaupþing lánaði tugi milljarða
áður en samþykki lánanefndar
lá fyrir
21. Mestu mótmæli frá 1949
Nokkur þúsund manns tóku
þátt í heitummótmælum fyrir
framan Alþingishúsið
22. Táragassprengjum beitt
Tveir lögreglumenn slasaðir
eftir átök við mótmælendur á
Austurvelli
23. Gera klárt fyrir kosningar
• Landsfundir beggja stjórnar-
flokkanna hugsanlega í apríl
• Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
24. Geir lætur af formennsku
Geir H. Haarde formaður Sjálf-
stæðisflokksins sækist ekki
eftir endurkjöri vegna veikinda
27. Allt stefnir í vinstristjórn
Upp úr stjórnarsamstarfi Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar
slitnaði eftir 615 daga
Febrúar
2. Stjórn Jóhönnu tekin við
Segjast ætla að láta verkin tala
4. Barnafólk leitar til
Samhjálpar um mat
Yfir hundrað máltíðir á dag hjá
Samhjálp og Hernum
5. Ekkert fellur á
skattgreiðendur hér
Kaupþing Edge-reikningar
gerðir upp í Noregi, Austurríki
og Finnlandi
6. Lögregla rannsakar
voveiflegt mannslát
Kona fannst látin í húsaklasa
fyrir dúfur í Hafnarfirði
12. Félög skráð á Tortola
eru 136 talsins
Kaupþing umboðsaðili 52 félaga
- Félög fráTortola áttu í bönkum
13. Gætu tapað 51 milljarði
Útlánatap smærri fjármála-
fyrirtækja vegna lána til Baugs
gæti orðið verulegt
14. Áhugi á lengra samstarfi
VaraformaðurVG segir stjórnar-
flokkana þurfa að ná sameigin-
legri lendingu í Evrópumálum
18. Skólayfirvöld brugðust
Fékk högg á höfuðið og spark
í síðuna áður en vinirnir náðu
að hjálpa
Mikil verðbólga á Íslandi og
sveiflur í landsframleiðslu
eru afleiðing slæmrar hag-
stjórnar. Þetta segir Friðrik
Már Baldvinsson, forseti
viðskiptadeildar HR, í tíma-
ritinu Sögu. Með aðild að
EES fékk Seðlabankinn það
hlutverk að stuðla að stöð-
ugu verðlagi með gengi
sem „millimarkmið“. Óhjá-
kvæmilegt var fyrir Seðla-
bankann að taka upp svokallað verðbólgu-
markmið við stjórn peningamála eins og gert
var í mars 2001.
Friðrik Már segir að þegar Seðlabankinn
hækkaði vexti hafi innflæði fjármagns aukist
og gengið styrkst. Það leiddi til lægra verðs á
innfluttum vörum og minni verðbólgu. En með
því að hækka vexti hafi bankinn gefið til
kynna að hann vildi verja eitthvert tiltekið
gengi. Þetta skapaði erlendum fjárfestum
möguleika á hagnaði án þess að taka mikla
áhættu. Þetta hafi grafið undan stýrivöxt-
unum og jafnframt undan fjármálalegum
stöðuleika.
Friðrik Már segir að 2004-2007 hafi geng-
isfarvegur peningastefnunnar verið nánast sá
eini sem virkaði eins og til var ætlast. Aðrar
miðlunarleiðir hafi verið meira og minna óvirk-
ar vegna verðtryggingar, stefnu Íbúðalána-
sjóðs og almennrar þenslu hins opinbera og
einkaaðila.
Friðrik Már segir að þessi óopinbera stefna
Seðlabankans, að styðja við gengið, hafi verið
mikil mistök. Hann tekur fram að hann telji
ekki að Seðlabankinn beri höfuðábyrgð á
hruninu 2008 og hann veltir líka fyrir sér hvað
annað bankinn hefði getað gert „þegar hann
barðist við verðbólgu með önnur stjórntæki
ónýt og með stjórnvöld að bakhjarli sem gáfu
því minna en engan gaum að styðja við stefnu
bankans. Svarið er að bankinn hefði átt að
beita sér fyrir því – strax og það var orðið
ljóst að verðbólgumarkmið var ekki aðeins
gagnslaust heldur líka skaðlegt – að stefnt
yrði að upptöku evru sem lögeyris með fullri
þátttöku í Evrópska myntbandalaginu.“
Mistök Seðla-
banka Íslands
Friðrik Már
Baldursson
Sagt er að fyrir hrun hafi
fyrirtæki Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar kaupsýslu-
manns skuldað yfir 1.000
milljarða. Því er líka haldið
fram að skuldir Actavis,
sem er í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar, nemi
yfir 1.000 milljörðum. Hvað
skyldu fyrirtæki sem
skulda þúsund milljarða
þurfa að greiða í vexti af
lánunum? Ef við reiknum með að fyrirtækin
þurfi að greiða sömu vexti og hvíla á Icesave-
skuldinni, en þeir eru 5,5%, þá þarf að greiða
árlega 55 milljarða í vexti af skuldinni, fyrir
utan afborganir. Hvaða rekstur stendur undir
því að borga 55 milljarða í vexti á ári?
Hagnaður Actavis var 9 milljarðar árið 2006
og Hagnaður Baugs nam 10 milljörðum árið
2007. Það er kannski ekki óeðlilegt að spurt
sé: Var aldrei ætlunin að borga þessar skuld-
ir? Byggðist öll „snilldin“ á þeirri forsendu að
hlutabréf og fasteignir myndu endalaust
hækka í verði?
Vextir af þús-
und milljörðum
Jón Ásgeir
Jóhannesson