Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 8

Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 8
8 Spegill ársins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Þess væri óskandi að geta endað árið ájákvæðum hugleiðingum um íslensktefnahags- og viðskiptalíf, en því miðurgefur hinn kaldi raunveruleiki sem við okkur blasir ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Erlend skuldsetning þjóðarbúsins er slík að vöruskipta- og þjónustujöfnuður mun rétt svo standa undir vaxtagreiðslum til útlanda á næstu árum og svo ekki þegar afborganir af Icesave- skuldinni hefjast árið 2016. Þetta segir spá IFS- greiningar okkur og er þó miðað við að vöru- skiptajöfnuður verði meiri og jafnari en nokkru sinni fyrr í viðskiptasögu þessarar þjóðar. Ofan á þetta bætist að atvinnulífið er mestallt komið í hendur ríkisins, beint eða óbeint. Bank- arnir, sem ríkið stofnaði í kjölfar efnahags- hrunsins í fyrra, hafa tekið ofurskuldsett fyr- irtæki yfir. Allur gangur virðist vera á því hvort hlutur ríkisins í þeim er boðinn upp eða hvort ríkisbankarnir taka þá yfir. Í sumum tilfellum er eigendum meira að segja leyft að véla um reksturinn áfram, þrátt fyrir að eiga fyrir löngu að hafa misst eignarhaldið vegna óábyrgs rekstrar sem fólst aðallega í óhóflegum lántök- um. Þannig hljóta sum fyrirtæki, þau sem voru ef til vill verst stödd, fyrirgreiðslu og niðurgreiðslu ríkisbankanna, í samkeppni við félög sem stóðu e.t.v. betur og voru rekin á ábyrgari hátt. Slíkt ástand er auðvitað óþolandi og ýtir ekki undir góðan og ábyrgan rekstur. Hér skortir á skýrar leikreglur, þar sem kveðið er á um að atvinnulíf- inu skuli sem allra fyrst komið í hendur einka- aðila aftur – leikreglur sem ganga jafnt yfir alla. Ef þetta væri ekki nóg taka nú um áramótin gildi víðtækar skattahækkanir, sem þrengja verulega að atvinnulífinu og takmarka mögu- leika okkar á því að hífa okkur upp úr kan- ínuholunni. Ríkisstjórnin hefur ekki reynst þess megnug að lækka útgjöld ríkisins svo nokkru nemi, jafnvel þótt þau hafi aukist gríðarlega síð- ustu ár. Með efnahagslægðinni hrynja tekjur ríkisins og eina hugmyndin sem stjórnvöld fá er að auka „tekjuöflun“ með því að hækka tekju- skatt, tryggingagjald og hækka virðisaukaskatt upp í þann hæsta í heimi. Þar að auki er skatt- kerfið flækt til muna með þrepaskiptingu, skatt- lagning á arðgreiðslur aukin og svo mætti lengi áfram telja. Þetta kallar maður að slátra mjólk- urkúnni. Staðreyndin er nefnilega sú, eins og vikið var að hér í byrjun, að íslenska hagkerfið þarf að standa undir gríðarlegum erlendum skuldum á næstu árum. Hér þarf að afla gjaldeyris, því vandamálið verður ekki leyst með því að prenta íslenskar krónur. Auknar álögur á einstaklinga og fyrirtæki hjálpa ekki til í því efni. Þaðan af síður verður það þjóðarbúinu til heilla að hefja fyrningu aflaheimilda, eins og búið er að sam- þykkja að verði gert hinn 1. september á árinu sem nú fer í hönd. Fyrning aflaheimilda grefur undan rekstrargrunni þessa undirstöðu- atvinnuvegar þjóðarinnar, því útgerðir hafa ekki vissu um að þær hafi nægar aflaheimildir, hyggist þær til dæmis fjárfesta í nýju skipi. Þetta illklífanlega fjall, sem við stöndum nú frammi fyrir, er manngert. Hið almáttuga op- inbera hefur mokað í þennan haug af ódrepandi eljusemi, árum og áratugum saman. Rót vand- ans má rekja til þeirrar peningamálastefnu sem ríkt hefur í alþjóðlega hagkerfinu, þar sem seðlabankastjórar hafa handstýrt verði á fjár- magni eftir „aðstæðum“. Þannig gerði seðla- banki Bandaríkjanna fjármagn fast að því ókeypis til að koma í veg fyrir að hagkerfið fengi slæma lendingu eftir hina svokölluðu net- bólu árið 2001. Bankinn kom í veg fyrir að þeir sem höfðu skuldsett sig of mikið yrðu gjald- þrota og að hagkerfið lagaði sig að breyttum raunveruleika. Ódýrt eða ókeypis fjármagn flæddi yfir heiminn, meðal annars Ísland. Það nýttu íslenskir bankar sér til hins ýtrasta, í og með í skjóli þess að þeir voru taldir njóta ábyrgðar íslenska ríkisins. Bankakerfið óx langt fram úr íslensku efnahagslífi og bólan sprakk á endanum, þegar bankarnir gátu ekki lengur rúllað skuldabagganum á undan sér með því að taka frekari erlend lán. Nú er íslenska ríkið að leika sama leikinn og bankarnir á sín- um tíma, en vonandi ekki með sömu afleið- ingum. Skuldir og skattar  Atvinnulífið að miklu leyti komið í hendur ríkisins  Erlendar skuldir þjóðarbúsins aldrei meiri  Skattahækkanir reyna á þanþol þjóðarinnar Sjávarútvegur Fyrning aflaheimilda hefst hinn 1. september á næsta ári. Skuldir Vöruskiptajöfn- uður mun rétt svo standa undir vaxtagreiðslum til útlanda á næstu árum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vinsælt á Tólf ára piltur er ekki faðirinn Bjargaði lífi ungs drengs með borvél Michael Jackson er látinn Fundu lík rjúpna- veiðimanns Susan Boyle á sjúkrahús Vaknaði með 56 stjörnur á andlitinu Helstu fréttir ársins 2009 25. Gunnlaugur Júlíusson sigraði í 48 tíma ofur- maraþoni • Sigraði með yfirburðum á Borgundarhólmi í Danmörku • Hljóp samtals 334 km 26. Vilja reka forstjóra Exista Stærstu kröfuhafar Exista vilja setja stjórnendur til hliðar og taka sjálfir yfir rekstur félagsins 27. Börðu og bundu aldraðan mann í innbroti á Seltjarnarnesi Tveir menn veittust að 74 ára gömlummanni og bundu hann áður en þeir fóru ránshendi um húsið 28. Atvinnulausir í fullri vinnu Fimmtán verkamenn við byggingu nýja tónlistar- hússins reyndust vera á atvinnuleysisbótum 29. Óánægja með skatta- hækkanir Steingríms Gjöld hækka á áfengi, tóbaki, bensíni og olíu nú þegar frum- varp fjármálaráðherra hefur verið samþykkt 29. Þyngsti dómur í kynferðisbrotamáli Fékk átta ára fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn stjúpdóttur 30. Slógummet í bensínverði Sjálfsafgreiðsluverð á bensíni aldrei hærra Júní 4. Kaup FL Group á Sterling til rannsóknar Efnahagsbrotadeild rannsakar möguleg umboðssvik og brot á lögum 5. Landsvirkjun fái fé frá lífeyrissjóðum Horft er til þess að lífeyris- sjóðir geti lánað Landsvirkjun fjármagn 6. Tugir milljarða í vexti á hverju ári Stjórnvöld ná samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninga 10. Grunnframfærsla LÍN hækkar ekkert þrátt fyrir verðbólgu 11. Rannsókn á fjármála- hruninu má ekki stranda á fjárskorti Ráðherrar segja rannsóknina þurfa að hafa forgang 11. Aldrei fleiri í gæsluvarðhaldi Einangrunarklefar fullnýttir og bið eftir afplánun lengist 13. Mikill hitafundur á Kjalarnesi Íbúar ætla ekki að hætta aðgerðum fyrr en þeir sjá að bæta eigi umferðaröryggið á Vesturlandsvegi 15. Lán Sigurjóns til FME Landsbankinn vísar lántökum fyrrverandi bankastjóra til Fjármálaeftirlitsins 17. Hollendingar gátu ekki stöðvað Icesave • Óháð rannsókn á ábyrgð vegna Icesave-reikninganna kynnt • Ábyrgðin hjá Lands- banka og FME 17. Skattar hækka, laun lækka Lagt er upp með að hækka skatta á þá sem eru með meira milli handanna 18. Eyðilagði húsiðmeð gröfu Maður stórskemmdi hús á Álftanesi með gröfu og urðaði bílinn sinn á lóðinni 18. Stórsigur og Ísland fer á EM Íslendingar unnu sigur á Makedóníumönnumog tryggðu sér um leið sæti í úrslitakeppni EM í handknattleik karla í janúar 2010 20. Skorið niður alls staðar • Rekstur heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytanna skorinn niður um 5 prósent • 7-10 prósent hjá öðrum ráðuneytum „Ég treysti Svavari Gestssyni. Ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi – og hans fólk – glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, 23. mars. „Ef ég sæi fyrir hvernig gengi krónunnar mun þróast væri ég ekki í þessu starfi, heldur ríkur maður á Bahamas.“ Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, 10. desember, á kynningarfundi um stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans. „...ekki líður sá dagur að ég hugsi ekki um þetta Icesave-klúður.“ Björgólfur Thor Björgólfsson, 23. júní, í bréfi til Illuga Jökulssonar. „...þegar og ef höftunum verður aflétt...“ Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra, 22. desember, um gjaldeyrishöftin. „Gjaldeyristekjur munu ekki nægja til að greiða niður erlend lán fyrstu árin eftir að afborganir Icesave-samningsins hefjast og myndi erlend skuldastaða fara vaxandi þrátt fyrir að allar gjaldeyristekjur væru nýttar til að greiða af erlendum lánum.“ Sérfræðingar IFS-greiningar, í áhættumati vegna Icesave-samningsins sem þeir gerðu að ósk fjárlaganefndar Alþingis og birt var 23. desember. „Skuldir Álftaness eru ofmetnar.“ Sigurður Magnússon, bæjar- stjóri Álftaness, 15. desember. „Mér finnst þetta um það bil vera síðasta lánið undir sól- inni sem ætti að afskrifa fyrr en fullreynt er með inn- heimtur á því.“ Steingrímur J. Sigfússon 9. júlí, um fréttir af beiðni Björgólfsfeðga um þriggja milljarða króna afskriftir hjá Nýja Kaupþingi. „Ég blanda mér ekki inn í einstök mál í þeim efnum. Ég hvorki má það né get.“ Steingrímur J. Sigfússon 3. nóvember, spurður um fregnir af hugsanlegum tugmilljarða afskriftum Haga og 1998 í Nýja Kaupþingi. „Gjaldeyrishöftin eru að gera okkur að afdal í Evrópu og menn verða að snúa þeirri þróun við sem allra fyrst. Íslenskir sparifjáreig- endur eru óttaslegnir og höftin gera það að verkum að þeir geta ekki dreift áhættu sinni. Á sama tíma horfa þeir fram á stór- auknar skattaálögur og í ljósi þessa óttast ég að ástandið gæti farið að líkjast því sem var í Austur-Evrópu í gamla daga þegar neðan- jarðarhagkerfi kringum gjaldeyrisviðskipti þrifust.“ Margeir Pétursson í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins 24. desember. „Ríkið virðist ekki gera sér grein fyrir alvöru vandamálsins og hefur greinilega ekki for- gangsraðað útgjöldunum nægilega.“ Jón Daníelsson, dósent í fjármálum, 29. desember. Greiðslur ríkisins af lánum á næsta ári munu nema um 40% af tekjum og 60% árið 2011, miðað við bjartsýnislega spá um þróun tekna ríkissjóðs á næstu árum. Ríkur maður á Bahama UMMÆLI ÁRSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.