Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Fyrirsögnin er fengin úr dramatískrigrein sem höfundur ritaði stuttu eft-ir Hrunið ógurlega í október, 2008.Greinin var ósköp venjulegur pistill
um poppklassík, í þessu tilefni plötu írsku
þjóðlagasveitarinnar Mellow Candle frá 1972,
Swaddling Songs. En hugurinn, eins og hjá
svo mörgum öðrum, var einhvers staðar allt
annars staðar. Við niðurlagið var maður kom-
inn í undarlega meyrt skap og þá spratt þessi
hending fram:
„Því á meðan allt er að fara til helvítis, og
það á fullu stími, eigum við þó alltaf tónlistina.
Hvað sem á bjátar. Guði sé lof fyrir það.“
Það kom enda glögglega í ljós á árinu sem er
að líða að þrátt fyrir gerningaveður í efnahags-
lífinu; linnulausar „vondar“ fréttir og nánast
lamandi andrúmsloft sem var vita vonlaust á
köflum hélt tónlistin áfram að óma – eiginlega
eins og ekkert væri. Menn héldu sínu striki,
óhaggaðir. Og manni finnst eins og iðkun
þeirrar eðlu listar hafi jafnvel verið af ríkari
þörf en áður. Kannski er maður að ímynda sér
þetta, orðinn meyr og ringlaður eftir vægast
sagt erfitt árferði, en þannig er að minnsta
kosti tilfinningin. Þegar forsendur fyrir efnis-
legum hlutum bresta, hlutum sem hafa ekki
raunverulegt gildi (Range Rover, Bang &
Olufsen o.s.frv) blasir hitt skýrar við en
nokkru sinni áður. Öryggið, gleðin, upplifunin
og sálarnæringin sem felst í fallegri tónlist,
flutt af heiðarleika og ástríðu hefur sann-
anlega raunverulegt gildi fyrir mannlífið. Og
reyndi ekki á þann sannleik sem aldrei fyrr á
þessu ári?
Klisjan segir að í kreppunni blómstri list-
irnar en það er nú einu sinni svo að það er jafn-
an fótur fyrir svona margtuggðum setningum.
Segja má að innflutningur á erlendum hljóm-
sveitum af stærri gerðinni hafi lagst af með
öllu, en slík starfsemi var orðin að sæmileg-
ustu atvinnugrein, með nokkur fyrirtæki í
virkri samkeppni. Þær sveitir sem hingað
komu voru sænska dauðarokkssveitin Entom-
bed og Jethro Tull! En meðfram þessu höm-
uðust íslenskar hljómsveitir við að spila á tón-
leikum sem mest þær máttu. Í hverri viku
mátti snuðra uppi fjölda tónleika með ung-
sveitum af öllu tagi; lífið í grasrótinni hefur
sjaldan verið á jafn miklu iði og einmitt nú. Í ár
sáum við svo ungt hugsjónafólk færa sig inn á
útgáfumarkaðinn og var útgáfufyrirtækið
Borgin standsett. Einhverjum hefur ugglaust
þótt tiltækið óðs manns æði, sé mið tekið af
stemningunni í þjóðfélaginu en Borgin hefur
þvert á móti verið á sigurbraut, nærfellt frá
stofnun. Á þess vegum komu út plötur Hjaltal-
ín og Hjálma, sem seldust vel. Þá er rétt að til-
taka sérstaklega útgáfuna Brak, útgáfu sem er
undirmerki Kima ehf, sem er rekið af hinum
andríka og innblásna Baldvini Esra sem hefur
verið mikill kraftaverkamaður í íslensku tón-
listarlífi og blásið nýju og annars konar lífi í út-
gáfumál á jaðrinum. Brak er bona fide kreppu-
merki og svínvirkar sem slíkt. Á þess vegum
kom út plata mánaðarlega, með tiltölulega
óþekktum sveitum sem báru hins vegar með
sér tónlistarlega dýpt; fersk- jafnt sem frum-
leika. Umslög voru í heimabruggsstíl; útfærsla
og hugmyndavinna ofar efnislegum þáttum.
Svona starfsemi er ómetanleg fyrir grasrót-
artónlistarlífið; þarna er fram komin ákveðin
fyrirmynd og það verður spennandi að sjá
hvort fleiri eigi eftir að feta í þessi fótspor á
næsta ári.
En hvar er krepputónlistin? Hvar eru
hljómsveitirnar og söngvaskáldin sem mót-
mæla ruglinu, sinnuleysinu og bara grámygl-
uðum hversdagsleikanum í sand og ösku í
reffilegum lagasmíðum sem eru samin af raun-
verulegri innri þörf? Við þurfum líklega að
bíða í nokkur ár eftir slíkri bylgju en hún mun
koma, sanniði til. Þangað til verður í öllu falli
spennandi að fylgjast með þróun mála í ís-
lensku tónlistarlífi, sjá hvernig tónlistin tekur
á gjörbreyttum aðstæðum þessarar fyrrver-
andi ríkustu þjóðar heims. Jamm …við eigum
þó alltaf tónlistina. Og Guði sé lof fyrir það.
Tónlist …er tónlist
Þegar efnislegir þættir hverfa úr höndum okkar leggst áherslan á eitthvað
sem ekki er hægt að verðleggja Tónlistin lifði góðu lífi á ömurlegu ári
Fjör Endalausar fréttir af
sökkvandi efnahagslífi stöðv-
uðu ekki undursamlega
heima hljómlistarinnar. Hér
má sjá Loga Pedro úr Retro
Stefson, borinn um af gestum
liðinnar Airwaveshátíðar.
Morgunblaðið/Eggert
Vinsælt á Forstöðuhjón
Krossins að skilja
Kynlíf fyrir
heimilisfriðinn
Guðrún
fallegust á EM
McDonald’s hættir
- Metro tekur við Flosi Ólafsson er látinn
Enginn vill sjá
þrýstnar konur
12. Gegn markmiðum
Seðlabanka
Bankaráðsmaður Seðlabanka
Íslands hafði samband við
útflutningsfyrirtæki til að
koma á aflandsviðskiptum
með gjaldeyri
14. Róttækari aðgerðir
til handa heimilum
Tekjutenging afborgana af
lánum eftir fyrirmynd náms-
lánakerfisins meðal hugmynda
16. Stærsti álframleiðandi
Kína spáir í Þeistareyki
Ríkisstjórnin reynir að ná
saman um orkumálin
17. Vanskil aukast hratt
Nærri tuttugu þúsund ein-
staklingar eru á vanskilaskrá
21. Kreppan dregur mikið
úr umferð
Helmingur landsmanna notar
einkabílinn minna en fyrir
efnahagshrunið
22. Söluverð Haga nýtt til að
kaupa bréf af eigendum
Jón Ásgeir segir þetta hafa
verið gert að kröfu stærstu
veðhafa Baugs Group
24. FME rannsakar allsherjar
markaðsmisnotkun banka
Beinist að því að kerfisbundið
hafi verið reynt að hafa áhrif á
verð hlutabréfa
25. Holskefla uppboða verði
frestur ekki framlengdur
128 fasteignir höfðu í lok ágúst
farið á nauðungarsölu hjá
sýslumanninum í Reykjavík
26. Gersemum bjargað
úr Höfða
Betur fór en á horfðist þegar
mikill eldur kom upp í Höfða
28. 25% lækkun höfuðstóls
gengislánanna
Gæti skipt sköpum fyrir marga
skuldara
29. Bræðurnir seldu sjálfum
sér Lyf og heilsu
Moderna lánaði Werners-
sonum fyrir kaupunum
Október
1. Ekki samstaða um leiðir
Ögmundur Jónasson sagði af
sér ráðherradómi
2. Stórtækir auðlindaskattar
Hugmynd um 16 milljarða
orkuskatta ekki sögð ganga
upp á neinn hátt
5. Flatur niðurskurður á
Landspítala hættulegur
Uppsagnir á 450-500 manns
taldar skerða öryggisnetið
7. Ríkið á mis við milljarða
Fyrirtæki frestuðu skattgreiðsl-
um vegna hagnaðar af sölu
hlutabréfa án heimildar
8. Tveir bankar afskrifa
50 milljarða
Landsbankinn tapar 40
milljörðum vegna peninga-
markaðssjóða
9. Icesave-mál hafa ekki
haggast neitt
Ljóst þykir að Icesave-málið
stefnir aftur inn á Alþingi
13. Útlit fyrir að íslenska ríkið
leggi til munminna fé
Endurreisn bankanna verður
líklega formlega lokið um
næstu mánaðamót
16. Fleiri fá fjárhagsaðstoð
á höfuðborgarsvæðinu
Sprenging í sumum bæjar-
félaganna
17. Meint allsherjarmisnotkun
Kaupþings til saksóknara
Markaðsmisnotkun getur
varðað allt að sex ára fangelsi
19. Ekki lengra komist með
Icesave-málið
Búist við endurskoðun AGS
innan tveggja vikna
Helstu fréttir ársins 2009
„Mér fannst árið ekki mjög
hressandi, sem er kannski
ekki að marka því ég er
gamall fauskur. Ég reyndi
að vera á tánum varðandi
erlenda músík, en þótt
margt væri fínt – eins og
plötur Micachu & The Shap-
es, The XX og Green Day í
meginstraumsrokkinu –
var ekkert sem beinlínis
gerði útslagið. Á Íslandi komu Hjaltalín og
Bloodgroup með frábærar plötur og margar
mjög góðar komu að auki eins og Morðingj-
arnir, Hjálmar og Hank & Tank. Það er ágæt
stemning í tónleikalífi og alltaf fullt af efni-
legu dóti í gangi. Þegar engar erlendar stór-
stjörnur láta sjá sig verða heimamenn bara að
sjá um stuðið. Útgáfubransinn breyttist mikið,
Kimi og Borgin og fleiri komu inn á meðan
Smekkleysa og 12 tónar nánast hurfu. Sena er
svo enn að og mér fannst ánægjulegt að tón-
listarbókaútgáfa þeirra fyrir jólin gekk vel.“
Heimamenn
verða að sjá
um stuðið
Dr. Gunni
Töff Hank og Tank féllu í kramið hjá Dr. Gunna.
„Mig langar til að sirka ís-
lenska tónleikaárið sér-
staklega út. Þótt vissulega
hefði verið gaman að fá
stór erlend nöfn til landsins
hefur fjarvera þeirra leyft
íslenskum hljómsveitum að
eiga tónleikasviðið alveg
fyrir sig. Mín upplifun var
líka svolítið þannig að fleira
fólk mætti á tónleika í ár en
oft áður. Hvort sem um var að ræða Alice in
Chains tribute-tónleika eða Jólagesti Björg-
vins var troðið út úr dyrum og bæta þurfti við
tónleikum. Umgjörð tónleika virðist líka hafa
farið fram – hljómgæði hafa almennt aukist
og meira að segja tímasetningar eru farnar að
standast – nokkuð sem hefur verið einn
stærsti galli íslenskrar tónleikamenningar
undanfarin ár. Heilt yfir fannst mér þetta þess
vegna gott tónleikaár þar sem minni spámenn
fengu að njóta sín og fólk mætti tímanlega á
tónleika enda virðist fólk loksins í meira mæli
vera á mætt á tónleika til að hlusta á tónlist
en ekki bara til þess að hafa einhvern hávaða í
bakgrunninum á meðan það dettur í það.
Framfarir eru þess vegna orðið sem mér finnst
best lýsa tónleikaárinu 2009.“
Tónleikamenn-
ingin er að batna
Ágúst Bogason
Baldvin Esra,
stofnandi Brak,
hafði þetta að
segja um eðli og
inntak merk-
isins í stuttu
spjalli sem við
hann var tekið í upphafi árs.
„Þetta er nokkurs konar kreppuút-
gáfa. Nei, meira svona listamannsvæn
útgáfa og sköpunarhvetjandi. Þetta
verður ógeðslega kúl útgáfa sem skeytir
ekkert um boð og bönn. Við ætlum að
gefa þar út óhljóðalist, spunadjass, kór-
verk, bara hvað sem er …Málið er fyrst
og fremst að koma sem mest af tónlist
út. Umslagshönnun verður mjög einföld
og stöðluð …Þá rissuðum við upp logo
fyrir útgáfuna yfir bjórglasi í gær. Það
er allt að gerast.“
Græðlar grasrótarinnar