Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Atburðarásin hefur allt þettaár verið með ólíkindum.Eina nóttina í sumar var
Icesave-samningnum sem Íslend-
ingar höfðu gert við Breta og Hol-
lendinga til lúkningar Icesave-
skuldinni laumað inn um bréfalúg-
una hjá mér. Ég veit ekki og mun
sjálfsagt aldrei verða nokkru nær
um hvaðan þetta skjal kom,“ segir
Ólafur Elíasson tónlistarmaður og
einn forsprakka InDefence-hópsins
svonefnda.
„Bara að hafa þetta skjal undir
höndum sem þingmenn þjóðarinnar
fengu ekki aðgang að – og sjá í því
að Ísland skyldi sæta afarkostum –
varð til þess að við í InDefence fór-
um aftur af stað. Vegna baráttu
okkar gegn beitingu hryðjuverka-
laganna og þeirrar þekkingar sem
við höfðum aflað okkur á málinu í
gegnum það verkefni ákváðum við
að við yrðum að gera allt sem hægt
væri til að verja hagsmuni þjóðar
okkar.“
Málin tóku nýja stefnu
Allt frá bankahruninu hefur
InDefence-hópurinn beitt sér með
ýmsum hætti í hinni erfiðu og tor-
leystu milliríkjadeilu Íslendinga og
Breta og Hollendinga. „Hópurinn
er allstór og menn hafa jafnólíkar
skoðanir á stjórnmálum og þeir eru
margir. Flestir eiga það þó sam-
merkt að hafa aflað sér menntunar
og dvalist um lengri eða skemmri
tíma í Bretlandi og þekkja þar eitt-
hvað til manna og málefna,“ segir
Ólafur Elíasson.
Upphafleg ætlun stjórnvalda var
sú að farið yrði með Icesave-
samningana sem trúnaðargögn
gagnvart þingi og þjóð.
„Þegar við í InDefence-hópnum
fórum að beita okkur í málinu með
þessi mikilvægu gögn undir hönd-
um tóku mál nýja stefnu. Í öllu falli
hefur skort mjög á að þjóðin sé
upplýst um innihald þessara samn-
inga sem leggja mjög þungar byrð-
ar á herðar okkur Íslendingum, ef
allt fer á versta veg. Á fundum
hópsins til dæmis með þingnefndum
og einstaka alþingismönnum hefur
mér fundist nokkuð skorta á að
þingmenn hafi þekkingu á Icesave-
málinu, sem þó er eitt allra stærsta
hagsmunamál okkar í seinni tíð. Al-
varlegast er þó að svo virðist sem
ekki hafi verið fullur áhugi stjórn-
valda að fylkja sér á bak við þær
röksemdir sem geta styrkt samn-
ingsstöðu Íslendinga. Að þessu höf-
um við margsinnis orðið vitni. Hins
vegar hefur ítrekað verið leitað til
okkar um álitsgerðir og útreikn-
inga, sem segir okkur að starf hóps-
ins nýtur virðingar,“ segir Ólafur
og væntir þess að starf InDefence
muni skila árangri.
„Þegar ég sá hvaða pappírar lágu
hér á forstofugólfinu varð ég satt að
segja skíthræddur. Fannst ég vera
staddur inni í einhverju íslensku
Watergate. Þeir lögfræðingar sem
starfa með okkur töldu hins vegar
einboðið að nota þessi gögn ásamt
mörgu því öðru sem okkur hefur
fallið til.“
Opinn fyrir grasrótarstarfi
Þegar endanleg niðurstaða er
komin í Icesave-málið er starfi
InDefence sjálfhætt, segir Ólafur
Elíasson. Sjálfur er hann þó opinn
fyrir frekari þátttöku í einhvers
konar grasrótarstarfi í framtíðinni.
Hann segist t.d. lengi hafa gengið
með þá hugmynd í maganum að
setja á laggirnar málefnahóp sem
veiti samfélagslegt aðhald gegn
glæpum og upplausn. Þar sé til
mikils að vinna. Sér sé í mun að Ís-
land sé land þar sem þegnarnir geti
verið öruggir um líf sitt og eignir og
að almenn löghlýðni ríki í samfélag-
inu.
Ólafur er píanóleikari og kennir
við Tónlistarskólann í Mosfellsbæ.
„Í augnablikinu er ég að undirbúa
burtfararpróf tveggja nemenda
minna. Það starf er afar gefandi,“
segir Ólafur sem nýlega lauk MBA-
námi við Háskóla Íslands. Ýmislegt
spennandi sé í bígerð á næstunni,
svo sem upptökur þar sem Ólafur
ætlar að leika alla píanókonserta
Bachs með kammersveitinni Lond-
on Chamber Group. Einnig hefur
Ólafur alltaf annað veifið haldið
námskeið þar sem hann fræðir og
ferðast með fólk um töfraheim sí-
gildrar tónlistar og heldur áfram á
þeirri braut á ári komanda.
sbs@mbl.is
Þjóðin ekki upp-
lýst um Icesave
Morgunblaðið/Heiddi
Í vörn Ólafur Elíasson fékk dularfullt umslag inn um bréfalúguna nótt eina. Í því var Icesave-samingurinn.
Ólafur Elíasson tónlistarmaður stóð í ströngu með InDefence-hópnum:
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngsig svo sannarlega inn í hjörtuÍslendinga sl. vor þegar hún
tryggði okkur 2. sætið í Evróvisjón-
söngvakeppninni í Moskvu. Nú ný-
verið völdu lesendur Evróvisjón-
vefjarins Esctoday.com Jóhönnu
Guðrúnu bestu söngkonuna í keppn-
inni í Moskvu í maí og framlag Ís-
lendinga, Is it True?, Evróvisjónlag
ársins. „Þetta ár var frábært,“ segir
Jóhanna Guðrún. „Það var hálf-
óraunverulegt að ná 2. sætinu því það
gengur oft frekar illa hjá okkur og
hefur það yfirleitt ekkert með lagið
að gera. Þetta var afar jákvæð og
skemmtilegu upplifun. Bara það að
koma til Moskvu er nokkuð sem ég
hefði sennilega aldrei gert.“
Hún segir það hafa verið góða til-
finningu að ná svona langt en það hafi
tekið dálítinn tíma að átta sig á
hversu vel henni í raun gekk. „Ég
uppgötvaði það ekki fyrr en löngu eft-
ir að ég kom heim. Enn í dag pæli ég
ekki í því en stundum hugsa ég: Vá,
ég komst í 2. sæti!“
Útilokar ekki að taka aftur þátt
Síðan Jóhanna Guðrún kom heim
frá Moskvu hefur hún m.a. sungið í
Tyrklandi og nokkrum sinnum í Nor-
egi og Svíþjóð en þar er hún á samn-
ingi hjá Warner Brothers. Aðspurð
segist hún vonast til að geta gefið út
nýtt efni á næsta ári. „Draumurinn er
að gefa út aðra plötu, það er kominn
tími á það.“ Jóhanna Guðrún segir að
áður fyrr hafi hún alltaf fylgst með
Evróvisjón, líkt og flestir Íslend-
ingar, án þess að vera „Evróvisjón-
brjálæðingur“ eins og hún kallar það,
en nú sé hún orðin dyggur aðdáandi.
„Ég hugsa að ég fylgist mjög vel með
núna á næsta ári,“ segir hún.
Ekki leiki nokkur vafi á því að hún
líti keppnina öðrum augum nú eftir að
hafa tekið þátt í henni. „Að taka þátt í
keppninni var mikil vinna, mikil
reynsla og góður skóli. Í keppninni
felast fleiri tækifæri en margir gera
sér grein fyrir. Mér var t.d. boðið að
fara aftur og keppa fyrir Danmörku
en mér fannst líða of stuttur tími á
milli keppna.“ Hún útilokar því ekki
að taka aftur þátt. „Þegar ég kom
heim frá Moskvu hugsaði ég að það
væri bara þetta eina skipti en maður
veit ekki. Ef það kemur eitthvert frá-
bært lag einhvern tímann seinna þá
er erfitt að segja nei við því.“
Var boðið að keppa aftur
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir náði 2. sæti í Evróvisjón
Í úrslitakeppninni Jóhanna Guðrún vonast til að gefa út plötu á nýju ári.
Ég varð skyndilega nokkurskonar táknmynd ástandsinsá Íslandi,“ segir Birna Guð-
rún Sverrisdóttir í Grindavík. Í byrj-
un febrúar á þessu ári birtist við hana
við hana viðtal í Morgunblaðinu sem
eina íbúann í 24 íbúða fjölbýlishúsi í
Grindavík. Síðan þá hefur aðeins
fjölgað í blokkinni, þar er nú búið í
fjórum íbúðum, en tuttugu standa
enn auðar.
„Þau viðbrögð sem ég fékk í kjölfar
viðtalsins í Morgunblaðinu voru meiri
en ég gerði mér nokkru sinni hug-
myndir um. Eftirleikurinn varð í raun
mikið ævintýri því hingað komu og
töluðu við mig sjónvarpsmenn frá
CBS í Bandaríkjunum og aðrir sem
hafa umsjón með fréttaskýringaþætti
í hollenska sjónvarpinu. Þegar borið
var upp við mig að vera viðmælandi í
þessum hollenska þætti á þriggja
mánaða fresti, þar sem átti að segja
sögu íslensku þjóðarinnar á þessum
örlagatímum með mig sem einhvers
konar fókuspunkt, fannst mér hins
vegar mál að linnti,“ segir Birna.
Blokkin sem Birna býr í er við
Stampshólaveg í Grindavík. „Enn er
talsvert ógert hér utandyra. Útidyra-
ljósin eru loksins komin í lag en til
skamms tíma var þetta þannig að
þegar ég kom heim úr vinnu á kvöld-
in, sem gjarnan er seint, þá var þetta
eins og draugahús í einskismanns-
landi. Það breytir samt ekki því að
mér hefur alltaf liðið vel hérna. Og
eftir því sem íbúum fjölgar verður
þetta sífellt betra,“ segir Birna sem
væntir að brátt fjölgi í blokkinni
góðu. Það haldist þá í hendur við að
þjóðin geti þokað sér út úr yfirstand-
andi hremmingum.
„Það trúi ég að gerist fyrr en síðar,
einfaldlega vegna þess að bjartsýnin
er mér eðlislæg.“
Morgunblaðið/RAX
Ein í blokk Birna Sverrisdóttir var einbúi í blokkinni sem vakti mikla at-
hygli. Erlendar sjónvarpsstöðvar töluðu við konuna í einskismannslandi.
Varð táknmynd
ástands á Íslandi
Birna í blokkinni í Grindavík