Morgunblaðið - 30.12.2009, Page 21

Morgunblaðið - 30.12.2009, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Þróunarverkefni eru lang-hlaup,“ segir Stefán Jón Haf-stein, umdæmisstjóri Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands í Malaví. Hann hefur síðustu árin starfað við þróunaraðstoð á vegum Íslands erlendis, fyrst í Namibíu og nú síðustu misserin í Malaví. Nú er að ljúka tuttugasta árinu sem Íslend- ingar koma að þróunarvinnu þar, sem hefur verið afar fjölþætt. „Nú í ár voru fjögur meginverkefni í gangi við Malavívatn þar sem kall- ast Apaflói,“ segir Stefán Jón. „Við höldum áfram stuðningi við sveita- spítala á svæðinu og byggjum nú nýja fæðingardeild sem valda mun byltingu í þjónustu spítalans. Byrjað var á honum fyrir nær áratug, nú stendur þar spítali sem áður var kofaræksni sem kallaðist heilsu- gæsla. Einnig gerum við vatnsból og brunna, við munum ná til 20 þúsund heimila á fjórum árum. Þá er fullorð- insfræðsla í gangi til að auka læsi og nú í lok ársins lýkur fiskveiðaverkefni sem ætlað var að þróa búnað til að sækja afla á dýpri mið en nú er hægt á hefðbundnum eintrjáningum heimamanna.“ Áþreifanleg lífskjarabót Stefán Jón segir að starf Íslend- inga í Malaví hafi þegar skilað mikl- um árangri. Spítalaverkefnið hafi valdið byltingu í heilsugæslu á svæðinu við Apa- flóann. Vatnsbólin séu áþreifanleg lífskjarabót fólks- ins á hverjum degi. „Barna- skólar sem við höfum byggt eru stórkostleg um- bót fyrir hérað þar sem 150 þúsund börn læra á jörð- inni undir tré. Heimamenn eru mjög þakklátir og láta okkur vita það, enda Þróunarsamvinnustofnun stærsti er- lendi aðilinn að störfum þarna í Man- gochi þar sem búa í heild 800 þúsund manns. Bara að sjá sjúkrabílana sem við gáfum á þönum út í ystu byggðir eftir fæðandi konum sannar að margt gengur vel.“ Fjárveitingar Íslendinga til þróun- armála hafa dregist saman á bilinu 35-40% frá efnahagshruninu að teknu tilliti til gengisfalls íslensku krón- unnar. „Í Malaví höfum við úr um 2,3 milljónum dollara að spila í heildina og það er talsverður samdráttur frá því þegar við vorum með 4,5 milljónir dollara. Við lærum að lifa með þessu eins og aðrir, finnum auðvitað fyrir þessu, en næsta ár sleppur alveg til,“ segir Stefán sem telur þó að verði niðurskurðurinn í sama mæli þegar komið er fram á árið 2011 og þaðan í frá verði mjög erfitt að sinna þeim verkefnum sem við blasa. Malaví er fátækt land þar sem helmingur 13 milljóna manna hefur minna en 200 krónur á dag úr að spila. Ungabarnadauði er með því hæsta sem gerist í heiminum og raf- magn nær til 6% íbúa. Fjórða hvert barn er vannært. „Það er ekki hægt að bera þetta á neinn hátt saman við Ísland, jafnvel þótt í kreppu sé. Við Íslendingar erum ríkt fólk hvernig sem á er litið í samanburði við Malaví, þrátt fyrir allt, segir Stefán sem í þesssu ljósi finnst beinlínis sorglegt að fylgjast með pólitíkinni hér heima Ekki á leið í framboð „Ég hefði búist við þjóðarsamstöðu í stjórnmálum meðan við tökumst á við bráðavanda. Við eigum alla mögu- leika og glæsta framtíð – ef við ber- um gæfu til að standa saman. Sem borgarfulltrúi í leyfi frá störfum get ég ekki neitað því að ég er feginn að hafa verið fjarri. Ég hefði ekki notið mín í umhverfi upplausnar. Ég hef brennandi áhuga á sköpun Nýja Ís- lands, en er ekki á leið í framboð sjálfur. Ég mun freista þess að leggja gott til ef ég tel mig geta það og held áfram að fylgjast vel með. Lands- feður og -mæður eru undir gríðar- legu álagi, nú væri gott ef skapaðist samstaða.“ Í einlægni sagt segist Stefán vera í essinu sínu við þróunarstörf í Afríku. „Verkefnin eru brýn og ótrúlega margt líkt með því sem maður vinnur þarna við gjörólíkar aðstæður og þegar maður var í sveitarstjórnar- málum. Grunnþarfir eru samt skil- greindar öðruvísi hér en í Malaví og reyndar er ágæt tilbreyting að vinna í friði og samvinnu við fólk að fram- förum, miðað við pólitíkina sem oft snýst um sjálfa sig en ekki kjarna málsins. Mér finnst ég vera fulltrúi skattborgara á Íslandi að reyna að koma góðu til leiðar og metnaði mín- um er fullkomlega svalað ef vel tekst til að hjálpa fólki sem telst til þess fá- tækasta í heiminum. Ekki bið ég um meira. Ég er oft stoltur af því að vera Íslendingur og fulltrúi fólks sem leggur sitt af mörkum til fátækra.“ sbs@mbl.is Í uppbyggingu við Apaflóann Aðstoð Þróunarhjálp í Malaví er margþætt og m.a. verður komið upp vatns- bólum og brunnum sem munu ná til um 20 þúsund heimila á fjórum árum Stefán Jón Hafstein við störf í Malaví Stefán Jón Hafstein Samstaðan var mikilvæg ogsjálf var ég ein af þeim fjöl-mörgu sem náðu í eldhúspott og börðu fyrir framan Alþingishúsið. Raunar skiptum við hjónin með okk- ur liði, annað okkar var heima að gæta barna en þegar þau voru á leikskólanum stóðum við bæði á Austurvelli. Þetta voru ótrúlegir dagar,“ segir Dóra Ísleifsdóttir grafískur hönnuður og lektor við Listaháskóla Íslands. Fordæmalaus bylting Búsáhaldabyltingin í janúar síð- astliðnum er fordæmalaus í Íslands- sögunni enda hafði hún mikil áhrif. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde blæddi út og nýtt fólk tók við landsstjórn- inni. „Ef óréttlætið er mikið eiga Ís- lendingar til þá taug að mótmæla, þó seinþreyttir séu,“ segir Dóra. Hún segir þá reiði sem sauð í almenningi snemma árs helgast af mörgu. Mjög hafi skort á, að hennar dómi, að stjórnvöld hefðu upplýst almenning um stöðu mála í kjölfar bankahruns- ins og að gripið hefði verið til þeirra róttæku ráðstafna sem þurfti. „Þetta voru engir venjulegir at- burðir og þegar á reyndi var bak- bein stjórnvalda til að mæta þeim risavöxnu vandamálum sem uppi voru ekki mikið,“ segir Dóra sem sótti fjölmarga fundi í kjölfar hruns- ins til að afla sér upplýsinga um hvað væri raunverulega að gerast. Þá var hún ræðumaður á útifundi Radda fólksins fyrsta laugardag í janúar. „Í búsáhaldabyltingunni var fólk sem hafði eins ólíkan bakgrunn eins og það var margt. Þarna var mikið af listafólki en líka hinn breiði hópur almennings sem ákvað að við yrðum að standa saman en ekki gegn því að nauðsynlegar breytingar í þjóð- félaginu ættu sér stað. Vissulega voru þarna einstaklingar sem vildu ganga býsna langt og beita ofbeldi en þeir voru þó ekki margir. Lög- reglan sem stóð vörð um Alþing- ishúsið stóð sig frábærlega þótt ein- staka menn í þeim hópi gerðu sig seka um að æsa fólk upp. Við skul- um samt ekki gleyma því að lög- regluþjónar eru fólk og í jafn brjál- uðu ástandi og þarna var er kannski eðlilegt að komi til einhverra rysk- inga eins og þarna því miður urðu.“ Skítinn undir teppið Hvað dóm búsáhaldabyltingin fær í fyllingu tímans segir Dóra Ísleifs- dóttir munu meðal annars ráðast af því hvernig unnið verði úr niður- stöðum sérstaks saksóknara og rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Má í því efni minna á ummæli sem formaður nefndar- innar, Páll Hreinsson, lét falla í út- varpsviðtali í haust, þar sem hann sagði afar vondar fréttir í vændum en skýrsla með niðurstöðum nefnd- arinnar er væntanleg í febrúar- byrjun næstkomandi. „Gamla Ísland er enn á sveimi og núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið á málum af nægjanlegri festu. Mikilvægt er að öll gögn er varða bankahrunið verði dregin fram í dagsljósið og þeir sæti ábyrgð sem hana sannarlega bera. Æ fleiri hafa áhyggjur af því að sópa eigi skítnum undir teppi og út í horn. Slíkt má ekki gerast. Sömuleiðis er mikilvægt að marka leikreglur til framtíðar með stjórnlagaþingi. Þó megum við samt ekki festast í þessu uppgjöri þegar heimurinn stendur frammi fyrir mörgum risavöxnum vanda- málum, til dæmis hlýnandi loftslagi og mengun eins og var rætt um á ráðstefnu í Kaupmannahöfn á dög- unum. Málin sem þar voru í deiglu eru stóru úrlausnarefnin sem mann- kynið stendur frammi fyrir og í því samhengi eru vandamál Íslendinga smá,“ segir Dóra Ísleifsdóttir. sbs@mbl.is Gamla Ísland enn á sveimi Dóra Ísleifsdóttir mótmælti með fjöldanum á Austurvelli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mótmælandi Dóra Ísleifsdóttir segir Íslendinga eiga til þá taug að mót- mæla sé óréttlætið mikið, þó þóðin sé jafnan seinþreytt til andófsaðgerða.. Þau viðbrögð sem ég fékk voruafar sterk. Afar margirþökkuðu mér fyrir að stíga fram og segja frá reynslu minni. Svo fékk ég líka skilaboð þar sem ég var sökuð um athyglissýki og að vera að reyna að ná hefndum gagn- vart kvölurum mínum, sem er frá- leitt. Þær athugasemdir voru flestar nafnlausar en ég komst nú reyndar að því hvaðan sumar þeirra væru,“ segir Hólmfríður Guðlaug Ein- arsdóttir framhaldsskólanemi. Athyglisvert viðtal birtist við Hólmfríði í Morgunblaðinu í janúar síðastliðnum þar sem hún lýsti reynslu sinni af langvarandi einelti meðan hún var nemandi við Varm- árskóla í Mosfellsbæ. Ýmsir fleiri gerðu slíkt á árinu og hafa þau skrif oft vakið mikla athygli. „Bloggið gerði mér ákaflega gott. Mér var mikilvægt að koma sögu minni á framfæri og eins losa um tilfinningar mínar. Þetta virtist sömuleiðis snerta mjög marga því ég fékk þúsundir heimsókna á síð- una, sérstaklega eftir að viðtalið við mig í Mogganum birtist. Þegar best lét fékk ég heimsóknir frá 6.000 IP tölum einn og sama daginn,“ segir Mosfellingurinn Hólmfríður sem lauk grunnskólanámi sínu í Rétt- arholtsskóla í Reykjavík síðasta vor. „Ég gat ekki meira í Varmár- skóla og fór því í annan skóla, þar sem haldið er vel utan um nem- endur og einelti ekki látið líðast. Ég náði fínum einkunnum í vor og er núna á viðskipta- og hagfræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti,“ segir Hólmfríður. Hún telur skiln- ing á því hvað einelti getur verið hræðilegt sífellt meiri. Í þeirri bar- áttu skipti opin umræða öllu máli og vonandi hafi skrif hennar á blogg- inu verið lóð á vogarskálar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Bloggarinn Skrif Hólmfríðar Guðlaugar Einarsdóttur um einelti vöktu at- hygli en sjálf segir hún að þau hafi gert sér gott og losað um tilfinningar. Umræða um ein- eltið skiptir öllu Hólmfríður G. Einarsdóttir bloggaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.