Morgunblaðið - 30.12.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 30.12.2009, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Merkilegt ár er að baki hjáÞóru Helgadóttur, lands-liðsmarkverði í knatt- spyrnu. Haustið 2008 fékk hún ein- kirningasótt – slæmt tilfelli, eins og hún tekur sjálf til orða – og læknar töldu að hún gæti orðið allt að heilu ári að jafna sig. En hún einsetti sér að ná bata sem fyrst; hætti í góðri vinnu í Belgíu og gekk til liðs við norska liðið Kolbotn þar sem hún einbeitti sér að íþróttinni. Þegar ár var liðið frá því að Þóra veiktist hafði hún þegar leikið fyrir Íslands hönd í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Finnlandi og orðið í þriðja sæti norsku deildar- innar með Kolbotn. Best í Noregi Að tímabilinu loknu var Þóra kjör- in besti markvörðurinn í Noregi, af leikmönnum sjálfum, og hlaut einnig nafnbótina besti leikmaður ársins í Noregi. Í karlaflokki varð fyrir val- inu varnarjaxlinn Brede Hangeland, leikmaður Fulham á Englandi og fyrirliði norska landsliðsins. „Það var sigur fyrir okkur að komast í úrslitakeppni EM,“ segir Þóra spurð um hvað stendur upp úr á árinu. „Við settum okkur samt sem áður háleit markmið; ætluðum að komast upp úr riðlinum og héldum að við gætum orðið það lið sem kæmi á óvart. Það tókst ekki og ég skal al- veg viðurkenna að það tók töluverð- an tíma að jafna sig. Þegar markið er sett hátt eru það auðvitað mikil vonbrigði. En þegar ég hugsa til baka held ég að við höfum staðið okkur vel. Það má kannski segja að við höfum gert óraunhæfar kröfur til sjálfra okkar.“ Þóra kveðst hafa verið staðráðin í því strax frá því hún veiktist að taka þátt í EM í Finnlandi. „Ég mátti því varla hreyfa mig fyrstu mánuðina eftir að ég veiktist en til þess að geta haldið áfram í fótboltanum var ekki um annað að ræða en hætta að vinna. Ég gat ekki verið í hvoru tveggja,“ segir Þóra. Markvörðurinn var illa á sig kom- inn líkamlega þegar til Noregs kom. „Ég var lengi að ná mér og ekki orð- in fullkomlega góð fyrr en seint í sumar. Í fyrstu þurfti ég mikla hvíld, svaf stundum í 12 tíma og þurfti að hugsa vel um mataræðið til þess að geta stundað fótboltann.“ Forráðamenn Kolbotn studdu vel við bakið á Þóru og hún er þeim mjög þakklát fyrir. Eftir frábært tímabil með norska liðinu ákvað hún engu að síður að söðla um í haust og gekk til liðs við Malmö LdB í Svíþjóð og segir að það hafi einfaldlega verið of spennandi kostur til að hafna. Þóru leist auðvitað ekki á blikuna þegar hún fékk að vita hvaða sjúk- dómur hrjáði hana. „Ég hafði heyrt margar slæmar sögur af einkirn- ingasótt. En ég trúði því alltaf að ég myndi ná mér mun hraðar en lækn- arnir töluðu um.“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari sagði Þóru síðar að hann hefði nánast verið búinn að af- skrifa hana vegna EM „en ég hug- leiddi í sjálfu sér aldrei þann mögu- leika. Ég fékk góð ráð frá öðrum íþróttamönnum sem höfðu fengið sjúkdóminn og þeir voru sammála um að jákvæðni væri í raun eina svarið við honum; ég var því stað- ráðin í að gefa því góðan tíma að ná bata – en ég ætlaði á EM. Það var aldrei vafi í mínum huga.“ Kjöraðstæður fyrir markmann „Það var ótrúlegt hve allt gekk vel í norsku deildinni með Kolbotn. Lið- ið missti marga leikmenn fyrir keppnistímabilið, þar á meðal lands- liðsmenn, og því var ekki spáð góðu gengi. Það var helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara; það eru kjör- aðstæður fyrir markmann, sem þarf að koma sér í gang, að hafa nóg að gera. Okkur var spáð frekar neðar- lega í deildinni en gekk ótrúlega vel og við vorum á toppnum alveg þar til nokkrar umferðir voru eftir. Árang- urinn var því betri en nokkur þorði að vona og sumarið var rosalega skemmtilegt.“ Þóra heldur til Svíþjóðar í upphafi árs og hefur æfingar með LdB Malmö. Lítið annað en fótboltinn kemst að hjá henni um þessar mund- ir, nema lítil frændsystkin á meðan hún er heima á Íslandi. Ásthildur systir hennar á lítinn son og elsta systirin, Eva, á tvo stráka sem líta ekki af henni. Hún kveðst leikfélagi þeirra þessa dagana. „Ég held að þeim finnist ég jafn gömul og þeir!“ segir Þóra. skapti@mbl.is Gott gengi eftir erfið veikindi Morgunblaðið/Golli Sögulegt Mikill sigur fyrir okkur að komast á EM, segir Þóra Helgadóttir sem var svo kjörin var best í Noregi. Þóra Helgadóttir knattspyrnumaður Stefán B. Sigurðsson tók ummitt árið við embætti rektorsHáskólans á Akureyri. Hann segir talsverða ögrun hafa fylgt því að taka við starfinu því fyrsta verk- efnið sem hann þurfti að takast á við var 100 millj. króna niðurskurður í starfsemi skólans. „Við þessar aðstæður var nauð- synlegt að móta ákveðna stefnu og vinna málið samkvæmt því. Ég leit- aði eftir tillögum starfsfólks um hvernig mætti brúa þetta bil og tel það hafa verið mjög góða leið. Við settum sem markmið að forðast uppsagnir og reyna að halda óbreyttu námsframboði. Í staðinn höfum við dregið úr yfirvinnu, náms- og rannsóknarleyfum starfs- manna hefur verið frestað, nám- skeið sameinuð og nú síðast sam- þykkti starfsfólk að taka á sig launalækkun. Með þessu höfum við náð settu marki vegna 2010 og þar skipti sameiginlegt átak starfsfólks sköpum,“ segir Stefán sem var for- seti læknadeildar Háskóla Íslands áður en hann tók við rektorsstarfinu nyrðra. Ræturnar lágu nyrðra Stefán er fæddur á Akureyri en fluttist ungur suður með foreldrum sínum. Ræturnar lágu þó alltaf fyrir norðan, þar sem hann var meðal annars í alltaf í sveit á æskuárum. Eftir að háskólanámi lauk hefur Stefán dvalist með fjölskyldu sinni fyrir norðan jafn mikið og aðstæður leyfa. Fjölskyldan á hús á Árskógs- sandi og lóð í Vaðlaheiðinni, þar sem Stefán hyggst reisa hús þegar hann hefur selt eign sína fyrir sunnan. Það hefur ekki tekist enn og á með- an leigja þau í Glerárþorpi. „Já, ertu í póstnúmeri 603 er stundum sagt við mig í háðskum tón. Samt býr ekkert slæmt þar undir. Akureyri hefur enn ekki glatað þeim einkenn- um að vera samsett úr nokkrum litlum einingum og hér eru enn til Þorparar, Innbæingar og Brekku- búar. Margt er raunar enn með líku lagi og þegar ég var hér sem strákur en annað er auðvitað gjörbreytt frá því sem var.“ Veigamikið hlutverk Um 1.530 nemendur stunda um þessar mundir nám við Háskólann á Akureyri og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Inni í þessari tölu eru einnig fjarnemar sem eru vítt og breitt um landið, svo sem á Egilsstöðum, Hornafirði, Vestmannaeyjum, Selfossi, Ísafirði og á höfuðborgarsvæðinu. „Nemendum hjá okkur fjölgaði talsvert í haust, sem má sjálfsagt að einhverju leyti rekja til efnahags- hrunsins. Þeim sem innritast í kenn- aranám fjölgaði og eins nemendum í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun. Eins hefur nemendum okkar í félags- vísindagreinum og lögfræðinni fjölg- að en heldur fækkað í viðskipta- greinum,“ segir Stefán. Framundan er, að sögn Stefáns, að finna leiðir til að auka tekjur skólans og hagræða í námsframboði. Að öðrum kosti er líklegt að grípa þurfi til niðurskurðaraðgerða á árinu 2011. „Skólinn á eftir að standa þessa erfiðleika af sér því að stoðir þessa nærri aldarfjórðungsgamla háskóla standa sterkar; bæði kennsla og rannsóknarstarf. Við eigum sterka fulltrúa í rannsóknum t.d. á sviði fé- lagsvísinda, sjávarútvegs- og orku- fræða og á flestum sviðum er lögð rík áhersla á að tengja rannsókn- irnar norðurslóðafræðum og þar á háskólinn líklega í framtíðinni eftir að gegna veigamiklu hlutverki.“ sbs@mbl.is Rektor í póstnúmeri 603 Stefán B. Sigurðsson háskólarektor á Akureyri Morgunblaðið / Skapti Hallgrímsson Háskólamaður Stoðirnar eru sterkar bæði í kennslu og rannsóknum, segir Stefán B. Sigurðsson sem tók við starfi háskólarektors á Akureyri á árinu.Árið hefur verið annasamt hjáSigríði Björk Guðjónsdóttur,lögreglustjóra á Suðurnesj- um. Mansalsmál sem upp kom á haustdögum vakti mikla athygli en margt bendir til að þræðir þess liggi víða. Lithásk stúlka örvinglaðist í flugvél á leið hingað til lands og kom málið þá til kasta lögreglu sem skaut skjólshúsi yfir hana. Þegar farið var að kanna mál stúlkunnar frekar kom í ljós að hún var höfuðsetin af mönn- um sem grunur leikur á að hafi haft misgott í hyggju. Þeir voru úrskurð- aðir í gæsluvarðhald vegna rann- sóknarinnar sem var umfangsmikil. „Mansalsmál eru í brennidepli hjá lögreglu um allan heim. Eru númer tvö á forgangslista Europol. Þessi mál eru angi af alþjóðlegri glæpa- starfsemi þar sem hagnaðarvon er drifkraftur,“ segir Sigríður Björk. Hún telur mikilvægt að íslensk stjórnvöld lögfesti frumvarp sem byggt er á svonefndum Palermo- sáttmála sem sé aðgerðaáætlun en það gefi stjórnvöldum svigrúm til að taka á vandanum með markvissum hætti. Mansal sé þjóðfélagsmein og því þurfi að mæta sem slíku. Sigríð- ur Björk tók við embætti lögreglu- stjóra á Suðurnesjum í byrjun árs. Hún segir það hafa tekið ákveðinn tíma að komast inn í starfið sem sé annasamt en áhugavert. Fjölmörg ferðalög „Ég fór í fjölmargar utanlands- ferðir vegna starfsins á árinu. Svo fórum við hjónin líka í skemmtilega ferð hér innanlands í sumar. Vorum eina viku á Borgarfirði eystra þaðan sem við lögðum upp í nokkrar dags- ferðir lengri og skemmri. Vorum að vísu frekar óheppin með veður sem breytir samt ekki því að við heill- uðumst alveg af fallegri en hrika- legri náttúru á þessu svæði, sem Dyrfjöllin setja svo sterkan svip á.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir telur nauðsynlegt að taka mansalsmálin föstum tökum. Mansalið er þjóðfélagsmein Sigríður Björk Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.