Morgunblaðið - 30.12.2009, Page 29

Morgunblaðið - 30.12.2009, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, lýsti því yfir í júní að svínaflensan, eða H1N1, væri orðin að heimsfaraldri og færði viðbúnaðinn upp í sex eða efsta stig. Var þetta ákveðið á fundi WHO í aðalstöðvum stofnunarinnar í Genf eftir að sóttin hafði komið upp í fjölmörgum löndum. 40 ár voru liðin síðan WHO lýsti síðast yfir heimsfaraldri. Stúlka er hér bólusett gegn H1N1 á sjúkrahúsi í Sichu- an-héraði í Kína í nóvember. Svínaflensan að heimsfaraldri Reuters Flugstjórinn Chesley Sullenberger var hylltur sem hetja í Bandaríkjunum eftir að honum tókst að nauðlenda farþegaþotu US Airways á Hudson- fljótinu við suðvesturenda Manhattan-eyjar í New York 15. janúar. Hann þótti hafa sýnt dæmalaust snarræði. Um borð í vélinni, sem er af gerðinni Airbus A320, voru alls 155 manns og komust allir af. Þotan hafði verið á lofti í fáeinar mínútur en talið er að hún hafi flogið inn í hóp af Kan- adagæsum sem hafi sogast inn í báða hreyflana og mun hafa kviknað í öðr- um þeirra. Flugstjóri hylltur fyrir hugrekki Stjórnarherinn á Srí Lanka lýsti því yfir í maí að honum hefði tekist að sigra Tamíl-Tígrana eftir blóðuga baráttu í 26 ár. Barátta Tígranna fyrir sjálfstæðu ríki þjóðarbrots Tamíla í norðausturhlutanum hefur kostað um 70.000 manns lífið og grimmdin hefur verið skelfileg á báða bóga. Stuðningsmenn Tamíla takast hér á við lögreglumenn eftir að hafa lokað götu við þinghúsið í London 18. maí til að mótmæla hernaði stjórnarhers Srí Lanka. 26 ára stríði á Srí Lanka lokið Tugir þúsunda manna söfnuðust saman í Berlín 9. nóvember til að minn- ast þess að 20 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Leiðtogar nokkurra erlendra ríkja heimsóttu borgina til að minnast þessa tímamótaatburðar sem leiddi til falls kommúnistastjórnarinnar í Austur- Þýskalandi, sameiningar Þýskalands og endaloka kalda stríðsins. Flugeldar lýsa hér upp Brandenborgarhliðið í Berlín á afmælishátíð- inni. 20 ár frá hruni Berlínarmúrsins Mikil mótmæli blossuðu upp í Íran í júní eftir að þar- lend yfirvöld lýstu því yfir að Mahmoud Ahmadinejad hefði verið endurkjörinn forseti landsins í umdeildum kosningum. Stuðningsmenn forsetans voru sakaðir um stórfelld kosningasvik. Að minnsta kosti 30 manns biðu bana í óeirðum eft- ir kosningarnar og hundruð særðust. Endurkjör Ah- madinejads olli klofningi meðal hátt settra klerka og nokkrir þeirra tóku málstað andstæðinga forsetans. Gamall maður otar hér staf sínum að liggjandi konu sem tók þátt í mótmælum í miðborg Teheran 14. júní. Óeirðir í Íran eftir umdeildar kosningar Mikil ólga hefur verið í Hondúras síðan Manuel Zelaya, forseta lands- ins, var steypt af stóli forseta 28. júní. Zelaya sefur hér í sendiráði Brasilíu í Tegucigalpa eftir að hann sneri aftur til Hondúras 21. sept- ember. Hann leitaði athvarfs í sendiráðinu til að komast hjá hand- töku. Íhaldsmaðurinn Porfirio Lobo Sosa sigraði í umdeildum forseta- kosningum í Hondúras í lok nóv- ember. Lobo hét því að koma á sátt- um og binda enda á stjórnar- kreppuna sem hófst þegar Zelaya var steypt af stóli. Zelaya steypt af stóli forseta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.