Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 30

Morgunblaðið - 30.12.2009, Side 30
Plötur ársins 2009 Segja má að árið 2009 hafi verið merkileg músíkár og þá að- allega fyrir það sem kemur músíkinni ekki beint við því mikl- ar sviptingar urðu í útgáfumálum og til varð nýtt fyrirtæki sem hefur heldur en ekki náð góðum árangri fyrir þessi jól. Einyrkjarnir voru líka öflugri en nokkru sinni og svo komið að um tvöfalt fleiri plötur berast frá einstaklings- og hljóm- sveitaútgáfum en frá hefðbundnum útgáfufyrirtækjum. Tónlistin var líka fjölbreyttari er nokkru sinni og gaman að heyra gamlar hugmyndir / gömul hljóð ganga aftur í raf- tónlist og rokki, en líka að heyra sitthvað glænýtt og spenn- andi – svo frumlegt að maður stendur á öndinni - sjá til að mynda Bibio eða Ben Frost; ólíkir pólar en báðir að skapa eitthvað nýtt og spennandi. Árið 2009 var merkilegt músíkár að mati Árna Matthíassonar sem tínir hér til þær plötur sem honum þótti skara framúr. Bestir Kimono hefur gengið í gegnum sitthvað en stendur sterkari eftir og Easy Music for Difficult People er plata ársins. 30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 múm – Sing Along to Songs You Don’t Know Þó maður þykist þekkja „múmhljóminn“ þá hafa plötu sveitarinnar verið býsna ólíkar um margt. Aldrei hefur sveitin þó tekið eins stórt skref út í óvissuna og með þessari plötu, enda hlutu svo miklar mannabreytingar að hafa sitt að segja. Af- raksturinn er því ekki al- veg eins og áður, en ekki síðri – meiri söngur og meiri ævintýri. Anna Guðný Guðmundsdóttir – Tuttugu tillit Það þarf mikinn metnað til að glíma við annað eins verkefni og þetta og ekki bara metnað heldur líka ríkulegt listfengi og næman skilning. Þessi útgáfa Önnu Guðnýjar stenst fyllilega sam- jöfnuð við það besta sem menn hafa gert á þessu sviði ytra og það eykur enn ánægjuna af að hlusta hve hljómur er góður. The Deathmetal Supersquad – Dead Zeppelin Það er óneitanlega nokk- uð til trafala við að hlusta á þessa skífu hvað hljóm- ur á henni er daufur, vant- ar í hann hita og snerpu. Nái maður að líta framhjá því birtist mögnuð rokk- skífa með frábærri keyrslu. Hún hefði þó gjarna mátt vera lengri, en það kemur væntanlega á næstu plötu. Bendi sér- staklega á lokalag skíf- unnar sem er snilld. Björk – Voltaic Þeir sem séð hafa Björk Guðmundsdóttur á tón- leikum vita að hverjir tón- leikar birta nýja sýn á lög hennar. Það var því vel til fundið að taka saman tón- leikaupptökur frá Volta- tónleikaferðinni og eins að krydda með myndefni þar sem hún blandar saman hefðbundnum tónleika- upptökum, stúdíótón- leikum og tónleikum í Langholtskirkju. Lady & Bird – La Ballade of Lady & Bird Samstarf Barða Jóhanns- sonar og Kerenar Ann Zei- del hefur skilað ríkulegum ávexti sem sönnun þess er platan La Ballade of Lady & Bird. Hún er upptökur frá tónleikum þar sem Sin- fóníuhljómsveitin flutti lög þeirra í snilldarútsetn- ingum Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar, en á tón- leikunum voru lög sem þau hafa samið saman og úrval sólólaga. Egill Sæbjörnsson – Egill S Egill Sæbjörnsson er eng- um líkur, svo mikið er víst. Ekki er bara að hann er frumlegur og skemmti- legur myndlistarmaður heldur standa fáir honum á sporði í popplagasmíði og súrum textum sem sannast eftirminnilega í þremur fyrstu lögunum á þessari mögnuðu skífu. Vonandi þurfum við ekki að bíða jafn lengi eftir næstu plötu. Innlendar plötur Bloodgroup – Dry Land Fyrsta plata þessarar ágætu sveitar var skemmtileg fyrir ung- æðishátt og fjör, en nú stígur Bloodgroup fram fullvaxin. Þó ekki sé verið að finna upp hjól- ið er platan bæði frum- leg og spennandi og umtalsvert betri en fyrri skífan enda mikið í hana lagt. Eins og mað- urinn sagði: Retró er kúl. Hjaltalín – Terminal Fáar hljómsveitir hafa verið eins duglegar við spilamennsku og Hjalta- lín sem skilar sér í beittri og drífandi plötu. Á plöt- unni eru grípandi popp- stemmur í bland við íburðarmiklar útsetn- ingar og allt flutt af miklum krafti. Fyrsta skífa Hjaltalín var óvænt innlegg í íslenska popp- músík en Terminal er miklu, miklu betri. Sigríður Thorlacius – Á Ljúflingshól Sigríður Thorlacius stendur í ströngu með Hjaltalín en gaf sér þó tíma til að taka upp þessa skífu sem bygg- ist á lögum eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Á skíf- unni tekst henni og Heiðurspiltunum frá- bæru að endurvekja gamla stemmningu með frábærum ár- angri. Kimono – Easy Music for Difficult People Stundum þurfa hljóm- sveitir að ganga í gegnum erfiðleika og þrengingar til þess að átta sig almenni- lega á því hvað þær vilja gera. Flestar leysast þær reyndar upp þegar á móti blæs, en þær þrauka sem ná að finna neistann sem leiddi menn saman í upp- hafi og standa sterkari fyr- ir vikið. Kimono er dæmi um slíka sveit, því ekki er langt síðan að menn héldu að hún væri búin að syngja sitt síðasta. Kimono-menn voru á öðru máli, löguðu sig að breytt- um mannskap og birtast svo með þessa frábæru skífu – plötu ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.