Morgunblaðið - 04.01.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.01.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. - tryggðu þér sæti strax á heimsferdir.is Vorævintýri Heimsferða Vinsælustu ferðahelgar vorsins! Barcelona frá kr. 69.990 Búdapest frá kr. 79.900 Prag frá kr. 79.900 GOLFVEISLA Frá kr. 159.900 Beint flug með Icelandair! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is MIKILVÆGT er að forseti Íslands nýti þann tíma sem hann tekur sér til umhugsunar vegna undirritunar Icesave-samningana og leiti álits er- lendra lögmanna á innihaldi þeirra. Með því ætti forsetanum að verða ljóst að samningarnir eru algjörlega óviðunandi fyrir Íslendinga. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks. Ríkisstjórnin noti tómarúmið „Það skiptir ekki öllu hve langan tíma forseti gefur sér, miklu frekar hvernig hann nýtir tímann. Í því tómarúmi sem á meðan er ætti rík- isstjórnin að bregðast við og útskýra málið, til dæmis gagnvart erlendum fjölmiðlum sem nú horfa mjög til Ís- lands. Eftir samþykkt samninganna í sumar komu talsmenn ríkisstjórn- arinnar fram og sögðu þá Íslending- um hagfellda og að skuldbindingarn- ar væru okkur viðráðanlegar. Þetta var gert í þeim tilgangi að bæta víg- stöðuna hér heima en sami málflutn- ingur notaður í erlendum fjölmiðlum sem veikti stöðuna,“ segir Sigmund- ur „Þetta er sá tími sem hann hefur og ekkert við því að segja,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og formaður fjárlaga- nefndar. Hann kveðst hissa á því að Ólafur Ragnar hafi ekki fundað með InDefence áður en ríkisráðsfundur- inn á gamlársdag fór fram. „Mér finnst óheppilegt að það var látið bíða á meðan málið kláraðist í þinginu.“ Marklausir fyrirvarar? Birgitta Jónsdóttir, þingflokksfor- maður Hreyfingarinnar, segist treysta því að forseti Íslands hlusti á vilja stórs hluta þjóðarinnar og neiti að skrifa undir Icesave-lögin. Í fyrrasumar hafi ríkisstjórnin ákveð- ið að ganga til aðildarviðræðna um inngöngu Íslands í ESB sem sé um- deilt mál og hafi orðið til að kljúfa þjóðina. Með því að neita undirskrift laganna nú geti forsetinn hins vegar sameinað þjóðina að baki sér. Eðli embættisins sé að vera sameining- artákn og mikilvægt að svo sé í raun, í þeim erfiðleikum sem þjóðin þurfi nú að takast á við. „Það er mikilvægt að forseti Ís- lands taki afstöðu til Icesave-málsins hratt og örugglega,“ segir Bjarni Benediktsson. „Raunar tel ég ekki mikið tilefni til einhvers biðleiks á Bessastöðum þar sem ríkisstjórnin lagði málið fram á Alþingi í október og það var samþykkt þar án breyt- inga. Nú reynir hins vegar á hvort forsetinn ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur og synja þessum lögum undirskriftar eða hvort þeir fyrirvar- ar sem hann gerði þegar Icesave- lögin voru samþykkt í fyrra sinnið voru marklausir.“ Getur sameinað þjóðina að baki sér  Mikil óvissa um ákvörðun forseta í Icesave-máli  Ekki tilefni til tafa, segir Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Guðbjartur Hannesson Bjarni Benediktsson Birgitta Jónsdóttir LESENDUR fréttavefjar breska út- varpsins, BBC, í Japan, Slóvakíu, Hollandi, Þýskalandi og víðar lýstu í gær yfir skoðun sinni á frétt þess efn- is að um fjórðungur kosningabærra manna á Íslandi hefði léð nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem forsetinn er hvattur til að synja Icesave-lögun- um staðfestingar. Sitt sýnist hverjum en athygli vek- ur að Bretar eru í hópi þeirra sem taka málstað Íslendinga. Eiga að fara í fangelsi „Þeir voru eindregið þeirrar skoð- unar að bankamennirnir ættu að fara í fangelsi,“ skrifar Bretinn Dave Brown í athugasemdadálkinn við fréttina og vísar til Íslendinga sem hann hitti í heimsókn sinni hér. „Við Bretar þurfum að borga fyrir mistök og græðgi bankamanna. Því ættu Íslendingar að vera verndaðir fyrir afglöpum bankamanna sinna?“ spyr Breti að nafni P. Darlington en taka ber nöfnunum með fyrirvara. Þá var fjallað um undirskriftasöfn- unina víða um heim, þar með talið á vefjum írska dagblaðsins Belfast Telegraph, viðskiptaritsins Business- Week, bandaríska dagblaðsins Huff- ington Post og á fréttavef Al Jazeera, sem sérhæfir sig í fréttum af málefn- um Mið-Austurlanda. Samþykkt frumvarpsins um Ice- save á Alþingi 30. desember vakti einnig mikla athygi erlendis, þar með talið í Bretlandi þar sem blöðin sögðu frá framgangi málsins. Talsverðar líkur á óróa á Íslandi Óskylt mál en þó þessu tengt er að á vef breska dagblaðsins The Guardi- an er óstöðugleikastuðullinn, sem svo er skilgreindur, áætlaður 3/5 á Ís- landi, 5/5 í Grikklandi, 3/5 á Írlandi, 4/5 í Dúbaí og 3/5 á Spáni. Undirskriftirnar vekja athygli víða Snörp skoðana- skipti um Icesave á fréttavef BBC Athygli Mynd Ragnars Axelssonar prýðir frétt Al Jazeera um málið. NÝ SÖFNUN undirskrifta hófst á netinu á laugardag þar sem skorað er á forseta Ís- lands að undir- rita nýsam- þykkt lög um ríkisábyrgð vegna Icesave- reikninganna svokölluðu. Hafði 1.371 skrifað nafn sitt undir áskorunina seint í gærkvöldi. Á sama tíma voru 61.935 nöfn komin undir áskorun InDefence- samtakanna til forseta Íslands um að undirrita ekki Icesave- frumvarpið, en undirskriftasöfn- unin hélt áfram eftir að áskorunin var afhent forsetanum á laugardag. Áfram skrifað undir áskoranir á netinu HELDUR voru þau skjóllítil klæðin sem klemmd voru utan á fyrirsætuna sem þurfti að sitja fyrir hjá ljósmyndara í Vatnsmýrinni í gær þegar frostið var um sjö stig. Væntanlega hefur átt að fanga fallega vetrarstemningu en gera má ráð fyrir að stúlkunni hafi verið nokkuð kalt enda leynir harð- indasvipurinn sér ekki á andliti hennar. Það er mikið á sig lagt fyrir fyrir- sætuframann og vonandi að henni hafi ekki orðið meint af. KLEMMUR Í KULDANUM Morgunblaðið/Ómar LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu lýsir eft- ir Brynjari Loga Barkarsyni sem strauk frá Stuðl- um – meðferðar- stöð fyrir ung- linga í Reykjavík í gær. Brynjar Logi er 15 ára, 194 cm á hæð, ljóshærður, stuttklipptur og með blá augu. Brynjar er með húðflúr sem nær upp hálsinn á honum. Hann var klæddur í bláar galla- buxur og hvíta hettupeysu eins og sést á meðfylgjandi mynd þegar hann strauk af heimilinu. Lýst eftir Brynjari Loga Barkarsyni KULDINN sem ríkt hefur á landinu virðist ætla að haldast enn um sinn því Veðurstofa Íslands spáir allt að 18 stiga frosti á landinu í dag og á morgun. Mest verður frostið inn til landsins en mildast við sjóinn. Annað kvöld er hins vegar búist við því að dragi úr kuldanum, sér- staklega á vestanverðu landinu. Þannig er gert ráð fyrir 0-4 stiga hita við vesturströndina á miðviku- dag en frosti á bilinu 1-4 stig ann- ars staðar. Hiti breytist svo lítið á fimmtu- dag en um næstu helgi er gert ráð fyrir 1-8 stiga frosti og bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi en ann- ars skýjuðu, úrkomulitlu og 0-5 stiga hita. Hlýnar seinni part viku fyrir vestan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.