Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 9
Svalur í kuldanum Kjartan Magnússon öslar í landi.
Hressir Þeir voru kátir þessir karlar í pottinum eftir sundið.
UM 300 manns tóku þátt í sjósundi
í Nauthólsvík á nýársdag. Hefur
þátttakan aldrei verið meiri enda
fer áhugi á sjósundi sívaxandi.
Eftir sundið var stofnað Sjósunds-
og sjóbaðsfélag Reykjavíkur.
Ermasundkappinn, Benedikt
Hjartsson, er formaður.
„Þetta var ofsalega gaman. Þó
kom mér á óvart að munurinn á
því að synda í sjónum að vetri og
sumri sé ekki meiri. Á nýársdag
var sjórinn 1,7 gr. í mínus og að
synda í svo köldum sjó var ekki
það sjokk fyrir líkamann sem ég
bjóst við,“ sagði einn sundmann-
anna, Kjartan Magnússon borg-
arfulltrúi og formaður ÍTR. Ágæt
aðstaða fyrir sjósundsfólk er á Yl-
ströndinni í Nauthólsvík. Kjartan
segir þó ljóst að í framtíðinni gæti
orðið að bæta hana frekar og þá
muni ÍTR verða í góðu samstarfi
við hið nýstofnaða félag sjósund-
sfólks. sbs@mbl.is
Í sjóinn undir frostmarki
Nýárssund í
Nauthólsvík
Sjósundsfólk
stofnar félag
Morgunblaðið/Ómar
Sund Sjósundsfólkið var á öllum aldri enda nýtur greinin slíkra vinsælda að bráðlega má tala um þjóðaríþrótt.
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822
www.polarnopyret.is
Útsalan
er hafin
í Kringlunni
og Smáralind
vera • Laugavegi 49
Sími 552 2020
20-70%
afsláttur
Útsalan
er hafin
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga frá kl. 10-16
ÚTSALA
20-50% afsláttur
Eddufelli 2, sími 557 1730 • Bæjarlind 6, sími 554 7030
www.rita.is
ÚTSALAN
ER HAFIN
Allt nýr og nýlegur fatnaður
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið sýnishornin á laxdal.is
STÓRÚTSALA HAFIN
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
Sími 580 4600 - Faxafen 10 - 108 Reykjavík - www.eignir.is
Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali
150-200 fm skrifstofuhúsnæði óskast
- traustur leigutaki
Eignaumboðið auglýsir eftir snyrtilegu ca 150-200 fm skrifstofuhúsnæði til
leigu fyrir félag í eigu opinberra aðila. Þarf að vera miðsvæðis, með þægi-
legri aðkomu og góðum bílastæðum. Góðar tölvulagnir þurfa að vera fyrir
hendi. Aðgangur að sameiginlegri móttöku, fundarherbergjum, kennslustof-
um og eldhúsi æskilegur. Langtímaleiga.
Allar upplýsingar veitir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fast-
eignasali, í síma 893 2495, tölvupóstur adalheidur@eignir.is