Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Svavar Alfreð Jónsson á Akureyriskrifar oft eftirtektarverða
pistla á vef sinn og virðist að auki
listaljósmyndari.
Hann bendir á í nýjum pistli aðþeir bræður í bransanum, Jón-
as Kristjánsson og Gunnar Smári
Egilsson, viti glöggt hverjir séu
skúrkar bankakreppunnar. Eftir
Jónasi hefur Svavar
Alfreð: „Íslendingar
hafa ætíð verið
heimskir, enda inn-
ræktaðir á fámennu
útskeri.“ Og áfram: „Í
umheiminum er al-
mennt litið á Íslend-
inga sem sviksöm fífl.“
Og Gunnar Smárisegir, að sögn
Svavars, að Íslend-
ingar séu landeyður
sem aldrei hafa kunn-
að með verðmæti að
fara, og hefur þetta
orðrétt eftir: „Þegar
horft er yfir Íslandssögu er erfitt
að verjast þeirri hugsun að Íslend-
ingar kunni að vera vel gert fólk –
svona einir sér. En þegar þeir koma
saman er eins og hver vitleysan
reki aðra. Íslendingar virðast vera
heimskur hópur.“ Og pistlahöfund-
urinn getur þess í framhjáhlaupi að
þessi dómharði snillingur sé sá
sami sem stjórnaði útgáfumálum
Baugs, fyrst hér heima og síðan í
Danmörku. Þar er þó maður sem
kann með verðmæti að fara, það að
segja ef verðmætin þurfa að fara á
hausinn.
Það er mjög í tísku hjá ýmsumálitsgjöfum að taka fram hvað
útlendingum finnist um tiltekna Ís-
lendinga og í framangreindum
dæmum um Íslendinga sem heild.
Staksteinar hafa ekki hugmynd um
hvað „útlendingum“ þætti um þessa
tvo baugsritstjóra, feril þeirra og
orðbragð, ef einhver þessara millj-
arða manna sem þannig er vísað til
þekkti haus eða sporð á þeim. Og
Staksteinar eru ekki vissir um að
þá langi til að vita það.
Jónas
Kristjánsson
Skúrkaskoðarar
Gunnar
Smári
Egilsson
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík -2 alskýjað Lúxemborg -3 léttskýjað Algarve 17 skúrir
Bolungarvík -1 léttskýjað Brussel -4 léttskýjað Madríd 6 skýjað
Akureyri -14 heiðskírt Dublin 2 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað
Egilsstaðir -14 þoka Glasgow -1 heiðskírt Mallorca 14 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað London 2 léttskýjað Róm 6 heiðskírt
Nuuk -2 léttskýjað París 1 skýjað Aþena 14 léttskýjað
Þórshöfn 2 skýjað Amsterdam -2 léttskýjað Winnipeg -22 skýjað
Ósló -16 skýjað Hamborg -3 skýjað Montreal -8 snjókoma
Kaupmannahöfn -7 léttskýjað Berlín -5 skýjað New York -7 skýjað
Stokkhólmur -8 skýjað Vín -1 snjókoma Chicago -14 léttskýjað
Helsinki -4 snjóél Moskva -19 heiðskírt Orlando 6 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
4. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5.11 1,2 11.25 3,3 17.48 1,1 11:16 15:51
ÍSAFJÖRÐUR 0.53 1,6 7.04 0,6 13.15 1,7 19.50 0,5 11:56 15:20
SIGLUFJÖRÐUR 3.46 1,0 9.39 0,3 16.02 1,0 22.09 0,3 11:41 15:01
DJÚPIVOGUR 2.16 0,5 8.19 1,6 14.44 0,5 20.57 1,6 10:54 15:12
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á þriðjudag
Hæg breytileg átt og víða bjart-
viðri. Frost 3 til 18 stig, mest
inn til landsins. Lítilsháttar
snjómugga vestast á landinu
um kvöldið og dregur úr frosti.
Á miðvikudag
Vestlæg átt og dálítil snjókoma
á vestanverðu landinu og með
norðurströndinni, en annars
skýjað með köflum. Hiti 0 til 4
stig við vesturströndina, ann-
ars frost 1 til 10 stig.
Á fimmtudag, föstudag og
laugardag
Útlit fyrir suðlæga átt. Bjart-
viðri á NA- og A-landi og frost 1
til 8 stig, en annars skýjað, úr-
komulítið og hiti 0 til 5 stig.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Hægt vaxandi norðlæg átt.
Bætir heldur í vind og él aust-
ast á landinu í dag. Frost víða
0 til 12 stig, mildast við sjóinn.
„ÍSLENSKA heilbrigðiskerfið
er í mikilli gerjun þessa mánuð-
ina vegna mikils niðurskurðar.
Við skulum samt ekki gleyma að
í slíku geta falist ákveðin tæki-
færi og möguleikar á nýjum
áherslum í heilbrigðisþjónustu
og þá eigum við óhikað að nýta
okkur,“ segir Geir Gunnlaugs-
son, nýskipaður landlæknir.
Á gamlársdag skipaði heil-
brigðisráðherra Geir Gunnlaugsson landlækni frá
og með áramótum. Fimm sóttu um embættið auk
Geirs, þau Finnbogi O. Karlsson sérfræðilæknir í
hæfði sig í lýðheilsufræðum og hefur starfað að
þeim, meðal annars sem prófessor við Háskólann í
Reykjavík. Geir starfaði sem forstöðumaður og yf-
irlæknir við Miðstöð heilsuverndar barna til
margra ára og hefur auk þess verið afkastamikill
fræðimaður og kennari. Þá starfaði hann um nokk-
urra ára skeið að uppbyggingu og stefnumótun
heilbrigðisþjónustu í þróunarlöndum.
„Meginhlutverk landlæknis er að vera ráðgjafi
stjórnvalda á sviði heilbrigðismála og hafa eftirlit
með höndum. Mér eru þó ákveðnir málaflokkar
hugleiknir og þá vil ég nefna þjónustu við börn og
fjölskyldur og að tryggja fólki jafnan aðgang að há-
gæðaþjónustu,“ segir Geir. sbs@mbl.is
Ný tækifæri felast í niðurskurðinum
Geir Gunnlaugsson
Bandaríkjunum, Kristján Oddsson aðstoðarland-
læknir. María Heimisdóttir, yfirlæknir hjá Land-
spítala, og Ragnar Jónsson bæklunarskurðlæknir á
eigin stofu.
Geir lauk læknisprófi frá Háskóla Íslands 1978,
varð síðan sérfræðingur í barnalækningum en sér-
Í HNOTSKURN
» Geir Gunnlaugsson var skipaður land-læknir. Hann er sérmenntaður í barna-
lækningum og lýðheilsufræðum.