Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 14

Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 Minna atvinnuleysi hér en víða erlendis FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VIÐ áramót voru ríflega 16.300 Ís- lendingar atvinnulausir, eða um 9% vinnuaflsins. Það er talsvert at- vinnuleysi en til hliðsjónar er gjarn- an rætt um að náttúrulegt atvinnu- leysi rokki á bilinu 3% til 5%. En hvað er það í samanburði við nágrannalöndin? Er ástandið hér skárra eða verra? Tökum dæmi. Danir eru mun betur staddir enda hefur atvinnuleysið hjá þeim verið í sögulegu lágmarki, eða á milli 1% og 2% þegar minnst var í lok síðasta árs. Svo lág tala þýðir að allir geta fengið vinnu sem það vilja. Norðmenn eru líka vel settir. Samkvæmt norsku hagstofunni eru 3,2% Norðmanna án vinnu en út frá svo lágri tölu má ætla að skortur sé á vinnuafli eins og ásókn í íslenskt vinnuafl virðist vitna um. En þá ber að hafa í huga að þess- ar tölur segja ekki alla söguna. Þannig er áætlað að allt að sjö- undi hver Norðmaður sé á bótum eða einhvers konar framfærslu hjá ríkinu. Því ber að taka tölum um mikla atvinnuþátttöku með fyrirvara. Finnar í vandræðum Ólíkt Norðmönnum þurfa Finnar að framleiða það sem þeir flytja út. Niðursveiflan hefur því komið hart niður á Finnum sem glíma nú við 8,5% atvinnuleysi. Horfurnar eru ekki bjartar: Í nóvember misstu 63.000 Finnar vinnuna og er at- vinnuleysið komið í 12,5% í Lapp- landi, þar sem það er mest. Róðurinn er einnig þungur hjá Svíum sem horfa nú fram á hrun Saab og Volvo, tveggja af þekktustu vörumerkjum Norðurlanda og drjúgri tekjulind í gegnum tíðina. Atvinnuleysið var komið í 9% í október og er því spáð að það verði 10,1% á þessu ári og 10,4% árið 2011. Bretar horfa einnig fram á aukið atvinnuleysi. Meðalatvinnuleysi á tímabilinu frá ágúst til október var 7,9%, auk þess sem rúm milljón manna vann í hlutastörfum, þar með talið einyrkjar, sem ekki fengu fulla vinnu, að því er fram kemur á vef bresku hagstofunnar. Eins og annars staðar slær aukin eftirspurn yfir jólin á atvinnuleysið og er búist við að fleiri Bretar missi vinnuna á næstu mánuðum. Ísland í miðjunni Atvinnuleysið hér er því minna en í Finnlandi og Svíþjóð, litlu meira en í Bretlandi og mun meira en í Nor- egi og Danmörku en bæði lönd hafa gengið í gegnum mikla hagsæld. Lítum til stærri hagsvæða. Vestanhafs er atvinnuleysið nú um 10% og er því spáð að það verði á því bili þar til á síðasta ársfjórð- ungi þessa árs þegar það fari niður í 9,7% og lækki svo stig af stigi nið- ur í 8,7% á síðasta ársfjórðungi næsta árs. Þessar tölur eru sóttar í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) í París, OECD Economic Outlook, en þar kemur fram að atvinnuleysi í Bandaríkj- unum verði 10% á þessum ársfjórð- ungi og aukist svo á næstu ársfjórð- ungum áður en það fari niður í 10,7% í lok næsta árs. Reuters Í biðstöðu Atvinnulausir Bandaríkjamenn sækja kynningu á lausum störf- um í New York í byrjun síðasta mánaðar. Milljónir eru án vinnu vestanhafs. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) í París spáir að tölur um atvinnuleysi á evrusvæðinu verði um og yfir tveggja stafa fram í ársbyrjun 2012. Útlitið er einnig dökkt vestanhafs og í aðildar- ríkjum OECD. Þrjátíu ríki í nokkrum heimsálfum – Ísland þar með talið – eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni í París (OECD), sem gjarnan er vitnað til þegar tölulegur samanburður er annars vegar. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu, OECD Economic Outlook, sem að- gengileg er á vefnum, er því spáð að atvinnuleysi í aðildarríkjunum 30 verði 8,9% á fyrstu þrem mánuðum þessa árs en 9,1% á næstu níu mán- uðunum þar á eftir. Á vef Eurostat kemur fram að atvinnuleysið var 19,3% á Spáni í októ- ber, 10,1% í Frakklandi í sama mánuði, 20,9% í Lettlandi, 10,2% í Portú- gal og 12,8% á Írlandi. En atvinnuleysið er víða minna en hér á Íslandi. Það var þannig áætlað 6% á Kýpur í október, 6,6% í Lúxemborg og 3,8% í Hollandi en hafa ber þann fyrirvara að munur kann að vera á aðferðafræði OECD og Eurostat við mælingarnar. Meðaltal í OECD Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ,,ÞETTA fer allt vel af stað. Það er ekki eftir neinu að bíða og við tökum þetta bara með krafti,“ segir Ágúst Einarsson, stjórnarformaður Fram- takssjóðs Íslands, nýja fjárfesting- arsjóðs lífeyrissjóðanna, sem stofn- aður var í seinasta mánuði. „Við stefnum að því að við verðum komin í gang mjög fljótlega í janúar.“ 12 manna ráðgjafaráð skipað um miðjan mánuðinn 16 lífeyrissjóðir standa að sjóðn- um og hafa skuldbundið sig til að leggja honum til 30 milljarða kr. í hlutafé. Enn er opið fyrir skráningu hlutafjár í sjóðinn svo ekki er úti- lokað að fleiri eigi eftir að bætist í hópinn og gefa fjárfestingarloforð. Forsvarsmenn lífeyrissjóða sem rætt var við virðast ekki í vafa um að sjóðurinn muni strax á fyrstu mán- uðum nýs árs láta til sín taka við endurreisn atvinnulífsins. Fjárfest- ingarstefnan eigi að liggja fyrir fljót- lega og um miðjan janúar ættu líf- eyrissjóðirnir að vera búnir að ganga frá skipan í 12 manna ráðgjaf- aráð, sem fer yfir fjárfestingarmark- mið stjórnar. Ný stjórn og framkvæmdastjóri muni fljótlega ganga frá hlut- hafastefnunni og því næst verða ákvarðanir væntanlega teknar um fyrstu fjárfestingar í íslenskum fyr- irtækjum. „Menn telja að það séu líf- vænlegir fjárfestingarkostir í stöð- unni,“ segir einn af forsvarsmönnum sjóðanna. Stjórn sjóðsins hefur þegar tekið til óspilltra mála við undirbúninginn. Hún mótar fjárfestingarstefnu sjóðsins og starfsreglur. Ágúst minnir á að sjóðurinn er með hluta af lífeyri landsmanna á milli hand- anna og því sé varkárni mjög of- arlega á blaði. „Við vinnum eftir mjög nákvæmu regluverki sem við setjum okkur,“ segir hann. Ágúst segir að þessa stundina sé unnið að regluverkinu í kringum sjóðinn og ráðningu framkvæmda- stjóra en umsóknarfrestur rann út um áramótin. Þá er unnið að því að finna húsnæði fyrir sjóðinn. Ágúst segir að verkefnin séu næg og því ætti sjóðurinn að vera kominn í full- an gang mjög fljótlega nú á nýja árinu. Kanna möguleikana Markmið Framtakssjóðsins er að ávaxta innborgað fé með fjárfest- ingum í fyrirtækjum í öllum atvinnu- greinum sem eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll og að byggja upp öflug fyrirtæki sem geti verið leið- andi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Taka á þátt í fjárfestingum sem stuðla að hagræðingu og samruna fyrirtækja. Stjórnendur sjóðsins búa sig und- ir að margir muni leita eftir þátttöku sjóðsins og fyrirspurnir eru farnar að berast. ,,Það hafa nú þegar margir sett sig í samband við mig og það er ósköp eðlilegt,“ segir Ágúst. „Menn vilja kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það er hlutverk okkar að leiðbeina og ráðleggja og skoða ein- stök mál. Við vinnum þetta eins hratt og við getum og faglega. Við höfum ekkert annað að leiðarljósi,“ segir hann. Mörgum spurningum er þó enn ósvarað, í hvaða fyrirtækjum verður fjárfest, hvaða atvinnugreinar eru vænlegastar og ekki síst hversu strangar kröfur verða gerðar um ávöxtun fjárfestinganna. Standa ein- hver fyrirtæki í dag undir ströngum arðsemiskröfum sem réttlætir að líf- eyrir landsmanna verði lagður í reksturinn? Viðmælendur sem hafa sérþekk- ingu á fjárfestingum í atvinnulífinu segja að enn sé svo lítið vitað um hvernig sjóðurinn ætlar að haga fjárfestingarstefnu sinni að ógerlegt sé að meta hvar hann muni láta til sín taka. Óvíst sé hvort meiri áhersla verði lögð á að festa fé í uppbygg- ingu nýrra fyrirtæka eða unnið að endurreisn gróinna félaga. Ætla megi að atvinnugreinar sem byggj- ast á auðlindanýtingu á borð við sjávarútveg og orkugeirann þyki fýsilegir kostir og álitleg nýsköp- unarfyrirtæki. Í reynd gætu þó mörg önnur fyrirtæki sem hafa hreinsað til á efnahagsreikningi sín- um talist vænlegir kostir. Fjöldi fyr- irtækja sé í raun vel rekstrarhæfur en skuldabyrðin og háir vextir séu að éta þau upp. Þurfa að vera lífvænleg og skapa vinnu ,,Við erum fjárfestingarsjóður og munum fjárfesta í fyrirtækjum sem við teljum vera lífvænleg og skapa arð og vinnu,“ segir Ágúst Ein- arsson. Sóknarfæri séu í íslensku samfélagi nú þegar og möguleikar víða. „Við munum reyna að kanna þá eins og hægt er. Bankarnir eru að ganga í gegnum sína endur- skipulagningu og við munum vafalít- ið vera í samstarfi við lífeyrissjóðina sjálfa, byggja upp sérþekkingu í okkar sjóði og reyna að laða fleiri að- ila til samstarfs þegar þarf til stærri átaka,“ segir hann. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í hvaða grein atvinnulífsins sem er. ,,Það er allt opið. Við erum ekki bundin af landafræði eða atvinnu- greinum. Í mínum huga verða hlut- irnir að skila arði og verðmæta- sköpun, þar með talið atvinnu. Það er verið að endurreisa atvinnulífið og við erum þátttakendur í því, erum hjól í þeirri vél og ætlum að standa okkur,“ segir Ágúst. „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Morgunblaðið/Ómar Í uppsiglingu Búast má við að Framtakssjóðurinn ráðist í nýfjárfestingar á komandi mánuðum. Hann verður starf- ræktur í sjö ár. Á fyrsta rekstrarárinu verða innkölluð allt að 40% af þátttökuloforðum lífeyrissjóðanna.  Framtakssjóðurinn í fullan gang fljótlega nú á nýju ári  Fyrirspurnir þegar farnar að berast sjóðnum  „Við munum fjárfesta í fyrirtækjum sem við teljum vera lífvænleg og skapa arð og atvinnu“ Í HNOTSKURN »Framtakssjóðurinn á aðávaxta innborgað fé með fjárfestingum í íslenskum fyrirtækjum í öllum atvinnu- greinum sem eiga sér væn- legan rekstrargrundvöll. »Fjárfestingar verða ekkitakmarkaðar við tilteknar atvinnugreinar og er sjóðnum heimilt að fjárfesta í öðrum fjárfestingasjóðum ef fjárfestingastefna þeirra full- nægir settum kröfum.  Milljónir manna í Evrópu og Bandaríkjunum eru án vinnu í kjölfar hruns á fjármálamörkuðum  Útbreidd misnotkun á almannatryggingakerfinu í Noregi skekkir tölur um hlutfall atvinnulausra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.