Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is
Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda verða ekki sendir
út til greiðenda 18-67 ára. Fasteignagjöldin verða
framvegis innheimt í gegnum heimabanka þar sem
jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil.
Greiðendur
fasteignagjalda
athugið!
Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur: Skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2010 (eftir 25. jan. nk.) og alla breytingaseðla þar á
eftir • afpantað álagningarseðla og breytingaseðla í pósti • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda
til 20. janúar 2010 • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum
ÞETTA HELST ...
● VÍSITALA GAMMA yfir skuldabréf,
GAMMA: GBI, hækkaði um 1,65% í des-
embermánuði. Vísitalan náði hámarki
sínu hinn 14. desember, þegar gildið
náði 177,6 stigum, en hún endaði mán-
uðinn í 177,4 stigum. Eitt frumútboð
ríkisbréfa, RB25, var í desember og
þrefaldaðist stærð þess frá því í nóv-
ember. Í tilkynningu frá GAMMA segir
að hlutfall óverðtryggðra bréfa af
heildarstærð skuldabréfamarkaðarins
hafi hækkað úr 17,3% í byrjun ársins í
26,3%. Heildarmarkaðsverðmæti
skuldabréfa í GAMMA: GBI jókst um 23
milljarða í desember og er nú 1.084
milljarðar króna. ivarpall@mbl.is
Skuldabréf hækkuðu í
verði í desember
BRESKA blaðið Sunday Telegraph
greindi frá því í gær að breska fjár-
málaeftirlitið, FSA, hefði látið af-
skiptalaust þegar Kaupþing setti
upp Edge-innlánsreikninga sína þar
í landi átta mánuðum fyrir hrun, þar
sem það hefði talið að um væri að
ræða jákvætt skref, sem styrkti
lausafjárstöðu bankans. Í fréttinni
kemur einnig fram, að FSA hafi haft
áhyggjur af lausafjárstöðu Kaup-
thing Singer & Friedlander fyrir jól
2007, eða tæpu ári fyrir hrun.
Efnahagsbrotadeild bresku lög-
reglunnar, Serious Fraud Office
(SFO), hefur nú sem kunnugt er haf-
ið formlega rannsókn á starfsemi
Kaupþings fyrir hrun. Rannsóknin
beinist að því hvort breskur almenn-
ingur hafi verið blekktur til að
leggja pening inn á Edge-reikninga
bankans. Bretar lögðu 2,5 milljarða
punda inn á reikningana frá apríl
2008 þar til Kaupþing fór í þrot í
október sama ár. Telegraph hefur
eftir hátt settum heimildarmönnum
innan FSA að eftirlitið hafi sem fyrr
segir haft áhyggjur af lausa-
fjárstöðu Singer og Friedlander í
lok ársins 2007, en ekki gert neitt til
að stöðva Edge-reikningana, þar
sem þeir myndu bæta lausafjárstöðu
breska dótturfélagsins.
ivarpall@mbl.is
FSA hafði áhyggjur
af KSF 2007
Lét Edge-reikninga þó óátalda
Morgunblaðið/Ómar
Kaupþing Breska fjármálaeftirlitið lét afskiptalaust þegar Kaupþing setti
upp Edge-innlánsreikninga sína þar í landi átta mánuðum fyrir hrun.
● HUGBÚN-
AÐARFYRIRTÆKIÐ
CCP hlaut Við-
skiptaverðlaun
Viðskiptablaðsins
fyrir árið 2009.
Hilmar Veigar
Pétursson, for-
stjóri CCP, veitti
verðlaununum
móttöku 30. des-
ember úr hendi
Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra.
„Tölvufyrirtækið CCP er skýr vitn-
isburður um það því þó að félagið eigi
sér ekki langa sögu hefur það vaxið
hratt undanfarið og rekur nú starfsemi
í fjórum löndum,“ sagði Sigurður Már
Jónsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins,
við athöfnina.
ivarpall@mbl.is
CCP fær Viðskiptaverð-
laun Viðskiptablaðsins
Hilmar Veigar
Pétursson
● MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Po-
or‘s (S&P) tilkynnti á gamlársdag að
það hefði breytt horfum á lánshæf-
ismati ríkissjóðs Íslands úr neikvæð-
um í stöðugar. Á sama tíma staðfesti
fyrirtækið einkunnir sínar fyrir skuld-
bindingar ríkissjóðs til langs og
skamms tíma, „BBB-/A-3“ fyrir er-
lendar skuldbindingar og „BBB+/
A-2“ fyrir innlendar skuldbindingar.
BBB- matið fyrir skipti- og breyt-
anleika var einnig staðfest (e. „trans-
fer and convertibility assessment“).
Í tilkynningu frá S&P segir að endur-
skoðunin á horfunum byggist á því að
30. desember 2009 hafi Alþingi sam-
þykkt frumvarp um ríkisábyrgð fyrir
láni frá hollenskum og breskum
stjórnvöldum til Tryggingarsjóðs
innistæðueigenda. „Með þessu láni
uppfyllir Ísland skuldbindingar sínar
um að bæta eigendum Icesave-
innstæðna í útibúum hins gjaldþrota
Landsbanka í Hollandi og Bretlandi.
Við væntum þess að forseti Íslands
muni undirrita lögin þegar þar að
kemur,“ segir ennfremur í tilkynning-
unni. ivarpall@mbl.is
S&P breytir horfum
ríkisins í stöðugar
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
GRÍSK STJÓRNVÖLD munu kynna
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins (ESB) tillögur sínar um
hvernig þau ætla að koma böndum á
ríkisfjármálin sem eru í miklum
ólestri. Haft er eftir sérfræðingum að
samþykki framkvæmdastjórnarinnar
sé lykillinn að því að grísk stjórnvöld
geti sótt sér þá 54 milljarða evra á
lánamörkuðum sem þau þurfa til þess
að endurfjármagna skuldir sínar á
þessu ári.
„Stjarnfræðilegar“ skuldir
Eins og fram kemur í umfjöllun
breska blaðsins Financial Times snú-
ast tillögurnar um hvernig megi ná
niður hinum gríðarmikla halla sem er
á rekstri ríkissjóðs og þar með koma
böndum á „stjarnfræðilega“ mikla
skuldsetningu hans, eins og blaðið
kemst að orði. Skuldir gríska ríkisins
nema um 113% af landsframleiðslu og
gert er ráð fyrir að hlutfallið verði að
öllu óbreyttu komið 135% við lok
næsta árs. Til þess að ráða bót á
þessu hyggjast stjórnvöld í Aþenu
draga verulega úr hallarekstri ríkis-
ins á næstu árum en fjárlagahallinn
var 12,7% af landsframleiðslu í fyrra.
Tillögurnar sem verða kynntar fram-
kvæmdastjórninni fela í sér veru-
legan niðurskurð og er ráðgert að
hallareksturinn nemi tæpum 9% í ár
og verði kominn niður í þau 3% sem
reglur Efnahags- og myntbandalags-
ins kveða á um. Þær reglur kveða
einnig á um að hlutfall skulda ríkisins
af landsframleiðslu megi ekki fara yf-
ir 60%.
Samkvæmt Financial Times fela
tillögurnar meðal annars í sér um-
bætur á velferðarkerfi landsins og
breytingar á reglum um eftirlaun sem
eiga að miða að því að bæta sam-
keppnisstöðu gríska hagkerfisins.
Hún hefur hríðversnað á undanförn-
um árum vegna þess að raunlaun hafa
ekki lækkað nægilega hratt til þess að
vega á móti þróuninni og gengisfell-
ing er ekki, eðli málsins samkvæmt,
möguleg vegna evruaðildarinnar.
Það að framkvæmdastjórnin og
ESB sjálft lýsi velþóknun á þessum
tillögum kemur til með að skipta
miklu um á hvaða kjörum grísk stórn-
völd geta fjármagnað sig á lánamörk-
uðum á komandi árum. En ljóst má
vera að fjárfestar muni fylgjast
grannt með hinni pólitísku áhættu og
vega hana og meta með hliðsjón af því
hversu raunhæft er að það takist að
hrinda þeim í framkvæmd.
Skuldavandinn er víða
Segja má að gríska hagkerfið sé
veiklulegur holdgervingur þess vanda
sem nú steðjar að evrusvæðinu. Hann
var vissulega mismikill og segja má
að hann sé mestur í Grikklandi en þó
er ekki útilokað að önnur ríki lendi í
sambærilegri stöðu í fyrirsjáanlegri
framtíð. Mikil skuldsetning og vax-
andi útgjöld hins opinbera vegna fjár-
málakreppunnar standast ekki til
lengdar og þar af leiðandi þarf nið-
urskurðarhnífurinn að fara á loft hið
fyrsta. Hagspekingar telja írsk
stjórnvöld til fyrirmyndar í þessu
samhengi: Vandinn er mikill þar í
landi en þau brugðust við honum á
árinu með tröllauknum aðhaldsað-
gerðum.
Framkvæmdastjórnin hefur lýst
yfir áhyggjum af stöðu mála. Sam-
kvæmt AFP-fréttastofunni kemur
fram í nýlegri skýrslu hennar að með-
altal opinberra skulda á evrusvæðinu
gæti farið í 84% sem hlutfall af lands-
framleiðslu á þessu ári. Um er að
ræða 18% aukningu frá árinu 2007 og
er því þetta hlutfall langt yfir viðmið-
unarreglum evrusvæðisins. Sam-
bærilega sögu er að segja um hlutfall
fjárlagahalla í mörgum þeirra 16 ríkja
sem tilheyra evrusvæðinu. Það er því
ekki að furða að framkvæmdastjórnin
segi að fjármálakreppan grafi undan
sjálfbærni skulda ríkja evursvæðisins
og hagvaxtarhorfum. Vaxandi at-
vinnuleysi dregur jafnframt úr skatt-
tekjum ríkja auk þess sem þættir á
borð við þróun aldurssamsetningar
og áhrif hennar á velferðarútgjöld í
framtíðinni koma til með að gera róð-
urinn enn þá þyngri.
Ekki verður annað séð en að þessi
óhagstæða þróun komi til með að
reyna verulega á myntsamstarfið á
komandi árum. Eins og bent hefur
verið á gæti mögulegt greiðslufall hjá
ríki á borð við Grikkland kallað á
björgunaraðgerðir annarra evruríkja
og ljóst er að slíkar aðgerðir munu
hafa veruleg áhrif á inntak samstarfs-
ins. Auk þess mun þróunin á þeim
kjörum sem einstaka aðildarríki bjóð-
ast á skuldabréfamörkuðum hafa um-
talsverð áhrif á hvernig muni spilast
úr málum. Nú þegar hefur sú þróun
verið afar óhagstæð, þannig má
benda á að grísk stjórnvöld þurfa að
borga 236 punkta álag ofan á þá vexti
sem þýska ríkinu bjóðast á skulda-
bréfamörkuðum en áður en fjármála-
kreppan skall á nam bilið aðeins 30
punktum.
Skuldadagar á evrusvæðinu
Grísk stjórnvöld kynna ESB tillögur um hvernig þau ætla koma böndum á ríkis-
fjármálin. Fleiri ríki á evrusvæðinu standa frammi fyrir svipuðum vanda
Fjármálakreppa „Stétt gegn stétt“ stendur á þessu veggjakroti í Aþenu.