Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Útsalan er hafin
v/Laugalæk • sími 553 3755
HALLIRNAR sem reistar hafa verið á íslistahátíðinni í Harbin í Norð-
austur-Kína eru eins og klipptar úr ævintýri. Vel fer um ísinn því miklir
kuldar hafa verið í N-Kína um helgina. Þannig hefur blindhríð sett sam-
göngur úr skorðum en víða er búist við mestu kuldum í áratugi.
Reuters
DULÚÐ Í ÍSBORGINNI
SAGAN getur
farið í undarlega
hringi. Á 19. öld
byggði ódýrt
vinnuafl, meðal
annars frá Kína,
upp lestarkerfið í
Bandaríkjunum
sem fjármagnað
var með erlendu
lánsfé. Síðan hef-
ur mikið vatn
runnið til sjávar og er nú svo komið
að innfluttar vörur frá Kína, sem
gjarnan eru framleiddar með ódýru
vinnuafli, kalla á uppbyggingu
lestarkerfis í hagkerfi sem fjár-
magnað hefur neyslu sína á síðari ár-
um að hluta með kínversku lánsfé.
Fjallað er um málið á vef dag-
blaðsins Los Angeles Times en þar
segir að Bandaríkin flytji inn á
fimmta tug milljóna flutningagáma
frá Asíu ár hvert, magn sem sé ekki
lengur arðbært að flytja með flutn-
ingabílum á fjölförnum vegum þar
sem tafir séu orðnar tíðar.
Greitt fyrir umferð frá höfninni
Það hefur styrkt samkeppnisstöðu
lestanna að fjárfest hefur verið fyrir
sem svarar 425 milljörðum króna í
nýrri lestarbraut frá hafnarsvæðinu
í Los Angeles en hún liggur meðal
annars um 16 km neðanjarðargöng.
Hafnarsvæðið á í harðri sam-
keppni við hafnir í Mexíkó og Kan-
ada, auk þess sem dýpkun Panama-
skurðarins gæti greitt fyrir flutningi
frá Asíu til austurstrandarinnar.
Lestar í
aðalhlut-
verki á ný
Ódýr leið til vöru-
flutninga vestanhafs
Lestar eru um-
hverfisvænar.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
SAMTÖKIN al-Qaeda á Arabíu-
skaga, sameinaður armur hryðju-
verkasamtakanna al-Qaeda í Jemen
og Sádi-Arabíu, hefur undirbúið
árásir á bandaríska sendiráðið í
Sanaa, höfuðborg Jemens.
John Brennan, ráðgjafi Baracks
Obama Bandaríkjaforseta í barátt-
unni gegn hryðjuverkum, greindi frá
þessu í sjónvarpsviðtali í gær en
hann segir hundruð manna hafa
gengið til liðs við samtökin í Jemen.
Bandarísk og bresk stjórnvöld
lokuðu sendiráðum sínum í Sanaa í
gær af ótta við árás armsins, ásamt
því að heita auknum stuðningi við
baráttuna gegn honum.
Tilefni ummælanna er tilraun
Nígeríumannsins Umar Farouk
Abdulmutallab til að sprengja upp
vél Northwest Airlines á leið frá
Amsterdam til Detroit á jóladag.
Ekkert sem benti til árásar
Abdulmutallab var yfirbugaður er
hann reyndi að koma á sprengingu í
farþegarýminu og brást Brennan við
gagnrýni á að hann skyldi fá að fara í
vélina með því að lýsa því yfir að
engar vísbendingar hefðu verið um
að hann undirbyggi árásina.
Brennan notaði jafnframt tæki-
færið til að hrósa stjórnvöldum í
Jemen fyrir árangur þeirra í barátt-
unni gegn al-Qaeda, með vísan til
mannfalls í röðum hátt settra liðs-
manna hryðjuverkaarmsins.
Sá árangur er hins vegar umdeild-
ur og segir á vef Washington Post að
mistök bandarískra og jemenskra
stjórnvalda, ásamt skorti á pólitísk-
um vilja hafi gert al-Qaeda kleift að
safna liði á ný og ógna þar með ör-
yggi bandarískra ríkisborgara.
Hefur blaðið eftir bandarískum
embættismönnum að jemensk
stjórnvöld hafi aldrei sett baráttuna
gegn al-Qaeda í forgang sem aftur
hafi orðið dragbítur á samvinnuna
við Bandaríkin.
Færa sér eymdina í nyt
Jemen er fátækt land – þjóðar-
tekjur á mann eru aðeins um 300.000
krónur á ári – og segir blaðið veik
tök stjórnarinnar á landinu og sam-
félagslega upplausn hafa skapað
kjöraðstæður fyrir öfgasamtök sem
nýti sér glundroðann til að laða til
sín nýliða.
Vitnað er í Abdul Karim al-
Iriyani, fyrrverandi forsætisráð-
herra landsins, um að staðan sé orð-
in erfiðari en þegar 17 liðsmenn
bandaríska sjóhersins féllu í árás al-
Qaeda á herskipið USS Cole í Jemen
í október árið 2000.
Þróunin í Jemen er einnig krufin á
vef New York Times en þar segir að
samtökin hafi notið góðs af lausn
liðsmanna sinna úr fangelsi og
endurkomu vígamanna frá Írak.
Samtökunum hafi tekist að breiða út
áhrif sín á Arabíuskaganum í sam-
vinnu við liðsfélaga sína í Sádi-
Arabíu og nágrannaríkjum.
Þá sagði á vef breska útvarpsins,
BBC, að óttast sé að Jemen sé að
verða eitt helsta vígi al-Qaeda.
Samtökin hvetji til árása gegn
„krossförum“ og lýsi ábyrgð á
verknaði Abdulmutallab á jóladag.
Gróðrarstía
hryðjuverka
Al-Qaeda undirbýr árásir í Jemen
Sendiráðum lokað í varúðarskyni
Reuters
Fátækt Vatnsskortur er í Jemen og
olíubirgðir landsins fara þverrandi.
Misheppnuð tilraun Nígeríu-
manns sem hlaut þjálfun í Jemen
til að sprengja upp farþegavél á
leið til Detroit hefur dregið at-
hyglina að síðarnefnda ríkinu og
auknum umsvifum al-Qaeda þar.
NÝ bandarísk
rannsókn bendir
til að einstak-
lingum sem beitt-
ir eru líkamlegri
refsingu í æsku
gangi betur í líf-
inu og verði ham-
ingjusamari en
hinir sem aldir
eru upp án kinnhesta, rassskellinga
og þess háttar.
Marjorie Gunnoe, prófessor í sál-
fræði við Calvin College í Michigan,
fór fyrir rannsókninni en hún segir
niðurstöðurnar ganga þvert á rökin
gegn líkamlegri refsingu. Þrátt fyr-
ir það beri aðeins að beita harðri
refsingu á borð við rassskellingu
þegar mikið tilefni sé til.
Rannsóknin byggist á viðtölum
við um 2.600 einstaklinga en um
fjórðungur kvaðst aldrei hafa verið
beittur slíkum refsingum í æsku.
Þeim sem var enn refsað á þenn-
an hátt gekk hins vegar ekki jafn
vel í lífinu. Aric Sigman, höfundur
bókarinnar The Spoilt Generation,
fagnar niðurstöðunni og segir for-
eldra hafa dómgreind til að greina
milli refsinga og ofbeldis. Tekið
skal fram að málefnið er umdeilt.
Tuktuð til og hefur
vegnað betur í lífinu
Líkamlegar refsingar gagnast börnum
Tæknin til að greina falda hluti í
vörslu flugfarþega sem Gordon
Brown, forsætisráðherra Bret-
lands, hefur lagt áherslu á að verði
tekin upp á breskum flugvöllum í
kjölfar atviksins í flugvél North-
west Airlines á jóladag gæti reynst
því sem næst gagnslaus.
Þetta fullyrðir ónafngreindur
bandarískur sérfræðingur í vopna-
eftirlitskerfum í viðtali við breska
dagblaðið Independent en hann
segir búnaðinn ekki mundu hafa
greint sprengiefnið sem Nígeríu-
maðurinn Abdulmutallab hafði í
fórum sínum.
En hann reyndi að sprengja upp
vélina með því að blanda saman
vökva í plastsprautu og dufti sem
hann geymdi í nærklæðum sínum.
Blaðið hefur einnig eftir Ben
Wallace, þingmanni Íhaldsflokks-
ins á Bretlandi, að skannarnir sem
Brown vísar til geti greint málma,
flísaprengjur og vaxefni en ekki
plast eða hættulega vökva og duft.
Gagnslaus leitarbúnaður?