Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 18

Morgunblaðið - 04.01.2010, Page 18
Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Staðsetjið ekki kerti þar sem börn eða dýr geta auðveldlega rekið sig í þau og velt þeim um koll Munið að slökkva á kertunum Nína María, 8 ára DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 „ÞETTA skapar alveg nýjan mark- að fyrir handverksfólk, getur náð til allra þeirra sem eru tölvuvæddir en það er víst megnið af þjóðinni,“ segir Ragnheiður Jóhannsdóttir, handverkskona í Mosfellsbæ, einn framleiðendanna sem selur fram- leiðslu sína í vefverslun Litlu búð- anna. Ragnheiður framleiðir ull- arvörur, prjónar og þæfir töskur og álfaskó. „Lítil vinkona mín bað mig um skó eða sokka, þeir máttu ekki vera háir en bjalla þurfti að vera á þeim af því að hún ætlaði að leika við köttinn. Ég gerði skó með upp- brettri tá með bjöllu,“ segir Ragn- heiður um álfaskóna sem hún byrj- aði að framleiða í sumar. Hún starfar sem kennsluráðgjafi á skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og vinnur við handverkið í tóm- stundum. Hún er þátttakandi í Ull- arselinu á Hvanneyri og hefur selt vörurnar í Álafossbúðinni í Mos- fellsbæ. „Framleiðslugetan er ekki óþrjótandi. Ég tel mig góða þegar ég næ einu pari á kvöldi,“ segir hún. „Ég er ekki í vafa um að það er nýr heimur að opnast fyrir hand- verksfólk, ekki síst þegar búið verður að þýða síðuna á erlend tungumál. Þetta þarf þó tíma til að þróast, við verðum að gera okkur grein fyrir því,“ segir Ragnheiður. helgi@mbl.is Nýr heimur fyrir álfaskó Handverkskona Ragnheiður Jóhannsdóttir hefur fengist við handverk af ýmstu tagi í þrjá áratugi. Álfaskór Skórnir sem Ragnheiður prjónar og þæfir eru litríkir og bjöll- urnar gera það að verkum að þeir hljóma líka fallega þegar gengið er. Á vegum Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf., Atvinnuþróunar- félags Eyjarfjarðar bs, og Icelandic Gaming Industry (IGI), verða veitt sérstök aukaverðlaun í keppni IGI á sviði hönnunar og smíði tölvuleikja, IGI Awards. Verðlaun þessi eru í formi 6 mánaða aðgengis að einni skrifstofu/vinnustöð á vegum at- vinnuþróunarfélaganna ásamt að- gangi að ráðgjöfum og þjónustu þeirra. Er það skilyrði að sá sem verðlaunin hlýtur sé búsettur eða með lögheimili á starfssvæði at- vinnuþróunarfélaganna og/eða fram- tíðarstarfsemi sú sem kunni að spretta úr þessari vinnu fari fram á svæði annars hvors atvinnuþróunar- félagsins eftir að verðlaunin hafa verið nýtt. Þátttaka er öllum opin að kostnaðarlausu og er skráning opin þar til keppni lýkur í lok mars. Verðlaun fyrir tölvuleiki Morgunblaðið/Heiddi Verðlaunin Eru í formi 6 mánaða aðgengis að einni skrifstofu/vinnustöð á vegum atvinnuþróunarfélaganna ásamt aðgangi að ráðgjöfum og þjónustu. Sérstök aukaverðlaun á sviði hönnunar og smíði tölvuleikja Skráning öllum opin þar til keppni lýkur í lok mars

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.