Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 23
Eftir Ara Trausta Guðmundsson MARGIR segja sem svo, þegar litið er yfir mestan hluta Árbæjar- safns í Reykjavík, að best hefði verið að hafa húsin áfram þar sem þau voru eða, ef það reyndist ekki unnt á sínum tíma, að flytja þau um set í miðborg- inni. Þetta er auðvitað sagt án nokkurs hnjóðs um þá ágætu starfsemi sem safnið hefur lengi staðið fyrir. Undanfarin fáein ár hefur aftur verið staðfest (og þá að mati margra á ný) hve viðgerð gamalla húsa, endur- nýjun að marki og jafnvel nýbygg- ingar í gömlum stíl (sjá t.d. Hótel Uppsali við Aðalstræti) skila mið- borginni miklum sjarma. Um leið er virðingu fyrir sjónmenntaarfi okkar haldið á lofti. Nægir að nefna flutning og lagfæringu á Ísafoldarhúsinu sem nú hýsir veitingahús við Aðalstræti, uppgerð Innréttingahússins (elstu byggingar Reykjavíkur) með nýju bakhúsi og lagfæringu og tengingu tveggja húsa næst Alþingishúsinu – eða þá viðgerðir á Dómkirkjunni og Alþingishúsinu þar sem leitast var við að færa sem mest til upprunalegs horfs. Gleymum heldur ekki þeirri forsjálni sem lýsir sér í að byggja við gamla Eimskipafélagshúsið (nú Hótel 1919) í sama stíl og fyrir var og sams konar tilþrif við að stækka steinaða byggingu Guðjóns Samúelssonar gegnt Seðlabankanum (áður Fiskifélagshúsið, nú hótel og veitinga- staður). Í sömu andrá þarf að fagna endursmíði og flutningi Ziemsenshúss- ins, nú á móts við Lista- safn Reykjavíkur við Tryggvagötu, svo ekki sé minnst á viðgerðir á Gröndalshúsi og endur- smíði litla Vaktarabæj- arins við Garðarsstræti. Átakið sem borgar- yfirvöld standa fyrir er til fyrirmyndar þegar allt kemur til alls. Hvernig til tekst við þau hús sem ýmist bíða algjörrar endursmíði (við Lækjargötu og Austurstræti) eða mikilla viðgerða (neðst við Laugaveg) á eftir að koma í ljós. Og hve vel tekst til við að vernda hús byggð milli 1930 og 1960, svo annað dæmi sé nefnt, á líka eftir að sýna sig. Augljóst er að mikið vantar upp á fullnægjandi við- hald eldri húsa í borginni. Hafi einhver kallað ofangreindar timburbyggingar ljóta húskofa, hefur sú mynd breyst til batnaðar í hugum langflestra borgarbúa. Hugar- farsbreytingin er gleðileg en hún hef- ur því miður orðið of hæg og verið of áhrifalítil. Það sést á hve margt hefur glatast (og þá er ekki átt við ónýt hús eða hús án sérstaks verndunargildis) og á húsafjöldanum í Árbæjarsafni en stofnun þess var þó fyrsta skrefið til hins betra. Með uppsetningu safnsins var byggingunum þar bjargað sem slíkum. Sú bygging sem flestir eru þó sam- mála um að hafi átt allt gott skilið, fyrir utan t.d. Viðeyjarstofu, er gamla Safnahúsið við Hverfisgötu (nú Þjóð- menningarhúsið). Það á sér merka byggingarsögu, telst meðal glæsi- hýsa borgarinnar, var alla tíð mik- ilvæg menningarmiðstöð og enn fremur tákn um leið Íslendinga til fullveldis. Við viðgerðir á því og lag- færingar var gætt mikillar alúðar og tryggð við hina gömlu hönnun og handverk. Því er á þetta minnst hér að byggingin varð aldar gömul á árinu og gaf Þjóðmenningarhúsið út vandaða bók af því tilefni. Í henni er forvitnilegt myndasafn og 24 greinar eftir jafn marga höfunda um ólík efni, undir ritstjórn Eggerts Þórs Bern- harðssonar. Bókin sýnir svo ekki verður um villst hvað ein bygging getur skipt miklu máli og á það einnig við um þær margar sem minni eru eða einfaldari að gerð og ekki hafa þótt borgarprýði. »Undanfarin ár hefur aftur verið staðfest hve viðgerð gamalla húsa, endurnýjun og jafnvel nýbyggingar í gömlum stíl skila mið- borginni miklum sjarma. Ari Trausti Guðmundsson Höfundu er náttúrufræðingur, rithöfundur og áhugamaður um umhverfimál. Frá Vaktarabænum til Þjóðmenningarhússins Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 ✝ Grímur BjarniBjarnason fædd- ist í Ólafsfirði 13. apríl 1914. Hann lést á Hornbrekku, Ólafsfirði, hinn 23. desember 2009. For- eldrar hans voru Bjarni Helgason og Jakobína A. Ingi- mundardóttir. Grím- ur er næstelstur fjögurra systkina sem eru: Ingólfur f. 1912, d. 1974, Krist- ín Helga, f. 1919, d. 2001, Hrafnhildur Friðrika Stein- unn, f. 1920, d. 1926. Grímur kvæntist 1937 Guðrúnu T. Sigurpálsdóttur, f. 1914, d. 1978. Foreldrar hennar voru: Sig- urpáll Sigurðsson og Anna S. Árnadóttir. Börn Gríms og Guð- rúnar eru: A) Hrafnhildur Jak- obína, f. 1937, f. maki Þórir Guð- laugsson, f. 1930, d. 1979, börn þeirra: 1) Gunnar Bjarni, f. 1955, m. Helga Helgadóttir, f. 1954, og eiga þau þrjú börn, 2)Súsanna Valdís, f. 1957, sambýlism. Gunn- ar Sigurðsson, f. 1959, og eiga þau eitt barn, en fyrir átti Gunn- ar tvö börn, 3) Gísli Viðar, f. 1958, m. Guðný Viðarsdóttir, f. 1959, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn, 4)Grímur, f. 1965, m. Anna Erlendsdóttir, f. 1967, og eiga þau tvö börn. Síðari maki Hilmar Jóhannesson, f. 1934, d. 2008, hann átti fyrir tvo syni; Jó- hann, f. 1961, og Hauk, f. 1963. B) Grímur, f. 1940, maki Val- gerður Ebenesersdóttir, f. 1940, börn þeirra: 1) Helga Jóna, f. 1960, m. Aðalsteinn Pálsson, f. 1958, og eiga þau þrjú börn, 2) Guðrún, f. 1965, m. Gunnar Jón- asson, f. 1961, og eiga þau þrjú börn en fyrir átti Gunnar eitt barn, 3) Jóhann Ævar, f. 1978, í sambúð með Örnu Sævarsdóttur, f. 1986. C) Sigurpáll, f. 1945, m. Ingibjörg Geirmundsdóttir, f. 1944, börn þeirra: 1) Guðrún, f. 1966, m. Björn Baldursson, f. 1966, og eiga þau tvö börn, 2) Sigurgeir, f. 1975, m. Signý Sig- urjónsdóttir, f. 1979, og eiga þau þrjú börn. D) Bjarni Kristinn, f. 1955, m. Brynja Eggerts- dóttir, f. 1953, börn þeirra: 1) Grímur Bjarni, f. 1975, sam- býlisk. Bryndís Kristjánsdóttir, f. 1974, og eiga þau þrjú börn, en fyrir átti Bryndís tvö börn, 2) Atli Freyr, f. 1986, 3) Vilhelm Már, f. 1987. E) Sig- urður Egill, f. 1956, m. Katrín Berg- mundsdóttir, f. 1959 börn þeirra: 1) Rannveig, f. 1980, og á hún eitt barn. 2) Egill Már, f. 1988. Grímur ólst upp hjá foreldrum sínum þar til faðir hans andaðist 1921, en þá fóru hann og Kristín systir hans í fóstur til Gríms Grímssonar skólastjóra og Krist- ínar Bjarnveigar Helgadóttur. Grímur byrjaði snemma að vinna til sjós, hann fór á mótorist- anámskeið áður en hann varð tví- tugur og var síðan vélstjóri á bát- um frá Ólafsfirði. Árið 1940 varð hann vélstjóri hjá kaupfélaginu og síðar verkstjóri 1945. 1954 varð hann verkstjóri hjá Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar til ársins 1965 þegar hann gerðist póst- afgreiðslumaður og síðar póst- meistari. Grímur gegndi víða trún- aðarstörfum, sat í bæjarstjórn eitt kjörtímabil og var kvik- myndasýningarmaður frá 1946 til 1991. Hann var gjaldkeri slysa- varnardeildar karla í yfir 35 ár og var gerður að heiðursfélaga SVFÍ 1981. Rotarýfélagi frá 1959 og heiðursfélagi 1991 og að Paul Harris félagi 2009. Hann er fyrsti formaður Félags eldri borgara í Ólafsfirði. Hann bjó með Sigurbjörgu Siggeirs- dóttur, f. 1918, frá 1992 til 2005, en þá veiktist hann og hefur síð- an dvalið á Hornbrekku í Ólafs- firði. Útför Gríms fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag, mánudaginn 4. janúar 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Grímur Bjarnason lést á Dvalar- heimilinu Hornbrekku 23. desember sl. á níutíu og sjötta aldursári. Hann var kvæntur föðursystur okkar, Guðrúnu Sigurpálsdóttur. Milli heimila foreldra okkar og þeirra Gunnu, eins og við kölluðum hana, voru mikil og hlýleg tengsl bæði fyr- ir og eftir andlát hennar, en hún lést fyrir aldur fram árið 1978. Við viljum minnast Gríms og þakka honum, Gunnu frænku og börnum þeirra, fyrst og fremst fyrir þessi notalegu samskipti og tryggð alla tíð. Afi Sigurpáll og amma Sigríður fluttust til Ólafsfjarðar árið 1931 og bjuggu í Sólheimum við Kirkjuveg með fjórum börnum sínum og mök- um þeirra. Tveir synir þeirra flutt- ust frá Ólafsfirði. Dóttir þeirra, Guð- rún Sigurpálsdóttir og eiginmaður hennar Grímur Bjarnason, byggðu sér hús við Brekkugötu, en pabbi, Jón Sigurpálsson, bróðir hennar og mamma, Unnur Þorleifsdóttir, byggðu við Hornbrekkuveg á svip- uðum tíma árin 1946-48. Þau áttu heima í Ólafsfirði til æviloka. Þannig áttum við börn systkinanna sameig- inlegar rætur, ólumst upp saman, fyrst nokkur okkar í sama húsinu og síðan flest á sömu torfunni, ef svo má segja. Við vorum heimagangar á báðum heimilum. Sem dæmi má nefna, að á öllum jólum eftir að við fluttum á Brekkuna var boð inni hjá Gunnu frænku og Grími með súkku- laði, smákökum, tertum og hvers kyns kræsingum. Þessi jólaboð eru ein þeirra minninga um Gunnu og Grím, sem skipa sérstakan sess í huga okkar og rifjuðust ljóslifandi upp um síðastliðin jól. Það var fjöl- skyldunni mikill missir, þegar Gunna frænka lést úr krabbameini árið 1978. Mestur og sárastur missir var fráfall hennar Grími og börnun- um. Náin tengsl héldust þó æ síðan milli fjölskyldna okkar og má t.d. geta þess að Hrafnhildur, dóttir þeirra, var lengi með opið hús á jól- um fyrir þá úr fjölskyldunni sem voru staddir í Ólafsfirði. Þannig vildi hún halda uppi merkinu og minn- ingu móður sinnar. Grímur naut ein- staklega góðrar heilsu fram á síð- ustu ár, var alla tíð starfsamur, verkdrjúgur maður og greiðvikinn. Til hans var alltaf gott að leita fyrir fjölskyldu okkar, ef mikið lá við, þeg- ar pabbi var fjarverandi á sjónum. Þegar hann þurfti á sjúkrahúsvist að halda fyrir nokkru, kominn á tíræð- isaldur, er sagt að hvergi hafi fundist stafur í heilbrigðisskýrslum um hann. Hann var glaðsinna og má með sanni segja að hann hafi lifað líf- inu lifandi. Síðustu árin tók hann virkan þátt í félagslífi aldraðra í Ólafsfirði. Eftir að hann kom á Hornbrekku var hann hrókur alls fagnaðar þar, eftirsóttur að spila á spil og hafði unun af því að spjalla við fólk. Við systkinin minnumst hans sérstaklega fyrir trygga vin- áttu og notalega nærveru fyrr og síðar og færum börnum hans og að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Lárus Jónsson, Guðrún Jóns- dóttir og Þórleifur Jónsson. Grímur Bjarni Bjarnason Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar NÚ ER illa komið fyrir íslenskum heil- brigðisyfirvöldum, en þau virðast seinvirk, ráðvillt og getulítil. Lofað er samráði við heilbrigðisstarfsfólk og hagsmunaaðila varð- andi ýmis málefni sem auðvitað þarf að endur- skoða og taka ákvarð- anir um á þessum erf- iða tíma fjármálakreppunnar. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Ög- mundur Jónasson, tjáði sig fjálglega á fundi fyrir nokkrum mánuðum um að forvarnir væru mjög mikilvægar og að slíkar aðgerðir yrði að verja og að það yrði gert í lengstu lög. Nýlega var birt skýrsla frá svoköll- uðum starfshópi á vegum heilbrigð- isráðuneytisins um endur- skipulagningu á sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu. Í skýrslunni má finna margar rangfærslur, villandi upplýsingar og gagnlitlar niður- stöður. Hún byggir á upplýsingum frá árinu 2008, reyndar áður en banka- og fjármálahrunið skall á. Margt hefur gerst síðan og veruleg hagræðing hefur átt sér stað og fjár- magn sparað á flestum sjúkrahús- unum. Stjórnendur viðkomandi heil- brigðisstofnana fengu aldrei að sjá eða lesa þessa skýrslu áður en um hana var fjallað í fjölmiðlum. Svo mikið um samráðið sem lofað var. Margt hefði mátt laga í skýrslunni ef vel hefði verið að verki staðið. Ég ætla ekki að ræða þessa skýrslu frek- ar en það verður vonandi gert síðar. Það kom undirrituðum nokkuð á óvart þegar birt var frétt með upp- lýsingum úr greinagerð meirihluta fjárlaganefndar undir fyrirsögninni: Hætta við skipulagða leit að ristil- krabbameini. Sjálfsagt er þetta ákvörðun sem tekin er í heilbrigðis- ráðuneytinu og eins og fyrri daginn, án samráðs við þá sem mest hafa um þessi mál fjallað á umliðnum árum. Heilbrigðisyfirvöld með ráherrana Guðlaug Þór Þórðarson, síðan Ög- mund Jónasson og nú- verandi ráðherra Álf- heiði Ingadóttur í forsæti, höfðu reyndar aldrei tekið ákvörðun um að hefja þessa leit. Frá byrjun ársins 2008 höfðu þau haft 20 milljónir króna til ráð- stöfunar til þess að hefja undirbúning að krabbameinsleitinni. Enginn fyrrgreindra ráðherra hafði dug í sér til þess að boða til fundar um þennan undirbúning og standa við það sem Alþingi Íslendinga hafði samþykkt að gert yrði þ.e. að hefja undirbúning að leit að krabbameini í ristli og endaþarmi meðal Íslendinga. Nú er ekki einu sinni mögulegt að hefja undirbúning að þessari mik- ilvægu forvarnaraðgerð því fjár- magninu hefur verið ráðstafað í ann- að verkefni. Þvílík ákvörðun, hneisa og skilningsleysi á mikilvægi for- varna og sparnaðar í heilbrigðiskerf- inu. Meðan flestar Evrópuþjóðir eru að undirbúa eða hafa byrjað skipu- lagða eða óskipulagða leit að ristil- krabbameini, sitjum við hjá og látum okkur fátt um finnast þó að 120 Ís- lendingar greinist með þetta krabba- mein á hverju ári og 55 deyja úr sjúk- dómnum árlega. Þessi sjúkdómur kostar þjóðina sennilega um 1 millj- arð króna á ári og kostnaður fer vax- andi. Ástæða þess er að ein- staklingum sem greinast fer fjölgandi og kostnaður vegna flók- inna rannsókna og nýrra krabba- meinslyfja er mjög vaxandi. Þetta hafa flestir gert sér grein fyrir nema íslensk heilbrigðisyfirvöld. Hug- myndir voru um að fara hægt af stað og að leitin kostaði milli 55-60 millj- ónir króna á ári. Árangur slíkrar leit- ar mun ekki skila sér að fullu fyrr en eftir mörg ár, en fylgjast þarf ná- kvæmlega með árangri leitarinnar. Þessi ákvörðun að fella niður fjár- magn til undirbúnings þessa verk- efnis setur okkur í slæma varnar- stöðu gagnvart því krabbameini, sem er önnur algengasta dánarorsök Ís- lendinga af völdum krabbameina. Nú hefur jafnframt verið boðaður gríð- arlegur sparnaður í heilbrigðis- kerfinu sem mun leiða til skertrar þjónustu fyrir okkur öll sem búum hér í þessu landi. Við ætlum ekki að leita frekari leiða til að forða heilsu- bresti og sjúkdómum, en líka skerða heilbrigðisþjónustuna fyrir þá sem sjúkir eru. Hvar er þá þessi heil- briðisþjónusta og heilbrigðiskerfi á „heimsmælikvarða“ sem heilbrigðis- ráðherrar okkar eru að reyna að sannfæra okkur um? Þetta hefur ver- ið og verður enn broslegra en fyrst og fremst mjög alvarlegt. Ef við missum þennan þátt velferðar- þjónustunnar úr höndunum, verður hann seint sóttur til baka. En hvað með nýbyggingu Land- spítalans? Boðaður undirbúningur og kostnaður kemur eins og köld vatns- gusa framan í okkur öll á þessum erf- iðu tímum samdráttar, atvinnuleysis heilbrigðisstarfsfólks og skerðingar á forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Við horfum jafnframt á landflótta heilbrigðisstarfsfólk næstu árin vegna þess að við höfum ekki starfs- vettvang fyrir þetta fólk. Er ekki meira atriði fyrir okkur á allra næstu árum að hugsa betur um og hagræða á þeim stofnunum sem við rekum nú, standa vörð um og auka starfsvett- vang okkar frábæra heilbrigð- isstarfsfólks? Á þessum tíma er betra að verja þjónustuna, auka heilsuefl- ingu, forvarnir og nýsköpun, frekar en að elta slóð heilbrigðisyfirvalda sem eru seinvirk, ráðvillt og getulítil. Að fyrirbyggja ristilkrabba- mein – engar forsendur Eftir Ásgeir Theódórs »Nú er illa komið fyrir íslenskum heilbrigð- isyfirvöldum, en þau virðast seinvirk, ráðvillt og getulítil. Ásgeir Theodórs Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.