Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010 ✝ Hrafnkell Krist-jánsson, fæddist í Reykjavík 18. janúar 1975. Hann lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi 25. des. 2009 af afleiðingum umferðarslyss. For- eldrar hans eru Bryndís Guðmunds- dóttir, kennari og kennsluráðgjafi, f. 1943 og Kristján Ólafsson, lögmaður, f. 1943. Síðari kona Kristjáns, föður Hrafnkels, er Helga Snorradóttir, f. 1958. Bróðir Hrafnkels er Ólafur Helgi Kristjánsson, f. 1968, sam- býliskona Aldís Pála Arthúrsdóttir, f. 1967. Kona Hrafnkels er Guðríður Hafnarfirði. Þaðan lá leiðin í MR hvaðan hann lauk stúdentsprófi ár- ið 1996. Eftir stúdentspróf hóf hann nám við University of South Alabama í Bandaríkjunum og lauk þaðan BA prófi í sálarfræði árið 2002. Árið 2003 hóf Hrafnkell störf á íþróttadeild Ríkisútvarpsins sem íþróttafréttamaður og gegndi því starfi alla tíð. Á skólaárunum starfaði Hrafnkell m.a. við knatt- spyrnuþjálfun barna og ungmenna, umsjón á leikjanámskeiðum auk þess að starfa í lögreglunni í Hafn- arfirði tvö sumur. Hrafnkell var vel liðtækur í íþróttum. Lék m.a. handknattleik og knattspyrnu með FH í Hafnarfirði. Varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari með í yngri flokkum FH bæði í handknattleik og knattspyrnu og lék allmarga landsleiki með ungmennaliðum Ís- lands í knattspyrnu auk þess að leika um hríð með meistaraflokki FH í sömu grein. Útför Hrafnkels fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, mánudag- inn 4. janúar, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Hjördís Bald- ursdóttir, starfs- mannastjóri NOR- VIK, f. 16. júlí 1975. Þeirra börn eru Atli, f. 5. júní 2000 og Þóra, f. 12. okt. 2006. Foreldrar Guðríðar Hjördísar eru Baldur Gunnarsson, fv. stýri- maður, f. 1942 og Edda Karen Haralds- dóttir, húsmóðir, f. 1943. Hrafnkell flutti með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar á fyrsta ári og hefur átt þar heimili síðan utan þann tíma sem hann og Guðríður voru við námi í Bandaríkjunum á árunum 1997-2002. Skólaganga Hrafnkels hófst í Víðistaðaskóla í Við þekktumst áður en við mund- um eftir okkur. Bræðrasynir, jafn- aldrar og bestu vinir. Við vorum sam- ferða fyrstu ár ævi okkar, átum sama sandinn á Kató, bekkjarbræður í Víð- istaðaskóla, æfðum í FH og stigum fyrstu skrefin saman í yngri lands- liðum Íslands í fótbolta. Það var gott að eiga frænda sem var líka vinur minn og nágranni. Þú áttir heima í Rauðu blokkinni og ég í blokkinni á Miðvangi 14. Á milli okk- ar var Kaupfélagið og bakaríið sem við vorum sendir í daglega af mæðr- um okkar til að kaupa 6 grófar kringl- ur og einhver rúnstykki. Ég man ekki til þess að við höfum gert neitt annað en að vera í fótbolta, handbolta eða körfubolta. Við vorum heillaðir af boltanum, fórum út að morgni og komum heim að kvöldi eft- ir leiki dagsins. Við vorum heima- gangar hvor hjá öðrum og fjölskyldur okkar fóru saman í útilegur og sum- arbústaði. Þegar leið að unglingsárum þá breyttist vinátta okkar eins og oft gerist á þeim aldri. Ég átti minn vina- hóp og þú þinn. En við vorum að sjálf- sögðu ennþá góðir félagar, frændur og samherjar í FH. Sterkasti streng- urinn á milli okkar trosnaði þó þegar ég veiktist sumarið eftir 10. bekk og þurfti í kjölfarið að hætta í íþróttum. Eftir það hittumst við ekki lengur á hverjum degi á æfingum og í keppni, en fram að því höfðum við verið sam- an á hverri einustu æfingu, leikfimi- tíma og bekkjarleikjum. Með árunum fækkaði samveru- stundum og við hittumst ekki oft. Ég var innilega ánægður að þér vegnaði vel, áttir frábæra konu, tvö mann- vænleg börn og naust þín í starfi. Hugur minn hefur verið hjá þér síðustu daga. Þú varst kallaður af velli þegar leikurinn stóð sem hæst. Það hefði þér mislíkað enda varstu keppnismaður og alltaf í fylkingar- brjósti í þínu liði. Þú barðist hetju- lega, annað hefði verið andstætt eðli þínu. En ég sé þig alltaf sem hlæjandi strák, með frekjuskarð, örlitlar freknur og þú áttir ótrúlega auðvelt með að roðna. Ég man þegar við vorum nýbyrj- aðir að lesa og lágum saman í her- berginu þínu og lásum litla bók sem mamma þín hafði gefið okkur um Mæju býflugu. Eins þegar þú varst í pössun heima þegar amma þín var jarðsett vestur á Ísafirði, þú hefur verið 6 eða 7 ára. Við vorum í eldhús- inu og það var grjónagrautur og egg í matinn. Allt í einu fórstu að gráta há- stöfum með ekkasogum og sagðir að þú vildir ekki egg og mamma hélt ut- an um þig heillengi og huggaði. Ég man að ég hugsaði mikið hlýtur Hrafnkatli að þykja egg vond! Seinna áttaði ég mig á að kannski var það sorg og söknuður sem orsökuðu grát- inn. En manstu þegar við tókum þátt í Eyjamótinu í 6. flokki og ákváðum í Herjólfi að við skyldum vera sam- stíga þegar við kæmum til Vest- mannaeyja í fyrsta skipti – og fætur okkar snertu bryggjuna á Heimaey á nákvæmlega sömu stundu. Hrafnkell minn, þakka þér fyrir leikina og allar góðu stundirnar. Við áttum sameiginlegan fjársjóð æsk- unnar og þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta. Saknaðarkveðjur frá pabba, mömmu, Gígju og Silju. Farðu í friði kæri vinur og frændi. Orri. Í dag kveðjum við góðan vin, Hrafnkel Kristjánsson. Ekki óraði okkur fyrir því að það yrði í síðasta skiptið sem við hittum Hrafnkel þeg- ar við héldum okkar árlega jólahlað- borð um miðjan desember þar sem hann var eins og ævinlega hrókur alls fagnaðar. En á svona stundu er mik- ilvægt að muna allar þær góðu stund- ir sem við höfum átt og eru þær ófáar á þeim 17 árum sem Gurrý og Hrafn- kell hafa verið saman eða sem nemur helmingi af ævi þeirra. Farnar voru margar skemmtilegar ferðir hvort sem það var til útlanda, upp í sum- arbústað eða í tjaldútilegu. Minnumst við sérstaklega margra spilakvölda þar sem við vinkonurnar höfðum ekki mikið roð í strákana þar sem fróð- leikur og vitneskja Hrafnkels hafði oft úrslitaáhrif. Alltaf var yndislegt að koma á heimili þeirra þar sem þau voru ætíð höfðingjar heim að sækja hvort sem haldin voru afmæli barnanna, matar- boð eða eftirmiðdagshittingur með börnin. Sérstaklega er minnisstætt síðasta boð matarklúbbsins sem haldið var heima hjá Gurrý og Hrafnkatli. Óhætt er að segja að Bollywood-þem- að hafi verið tekið með stæl og hús- ráðendur búnir að dressa sig upp í indverskum stíl og elda fjölbreyttan og frábæran indverskan mat. Áhugi Hrafnkels á íþróttum hefur augljóslega smitast í soninn Atla þar sem hann er gallharður FH-ingur eins og pabbi hans og að sjálfsögðu Liverpool-aðdáandi en það voru margar ferðirnar sem þeir fóru sam- an á knattspyrnuvöllinn að hvetja FH áfram. Hrafnkell var börnum sínum, Atla og Þóru, góður og áhugasamur faðir og er missir þeirra mikill. Elsku Gurrý, Atli, Þóra og fjöl- skylda, við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi guð vera með ykkur og styrkja á þessum erf- iðu tímum. Hvíldu í friði, góði vinur. Þínir vinir, Thelma, Ósk, Guðrún, Lára, Guðbjörg, Júlíus, Róbert, Hafþór og Þröstur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 1975 fæddust þrjú mannvænleg bræðra- börn í fjölskyldu okkar. Nú er það elsta þeirra, Hrafnkell, sonur Krist- jáns bróður og Bryndísar, fyrri konu hans, brottkallaður svo skyndilega og á svo óvæginn hátt. Mitt í jólaund- irbúningi og á hátíð ljóss og friðar hafa þau ásamt Gurrý, sambýliskonu Hrafnkels, bróður og nánustu ætt- ingjum vakað yfir honum dag og nótt á gjörgæslu LHS í Fossvogi, allt síð- an hið hræðilega slys átti sér stað, sem kostaði þrjú mannslíf. Margir eiga um sárt að binda vegna þessa. Sárt er að sjá á eftir ungum frænda sem hrifinn er burtu frá Gurrý, Atla, níu ára, og Þóru, þriggja ára. Ung fjölskylda sem átti vonir og þrár er brotin. Hrafnkell var einstaklega vel gerður maður til líkama og sálar. Það vita allir sem kynntust honum við leik og störf. Ungur hóf hann knatt- spyrnuiðkun hjá FH og spilaði með meistaraflokki eins og eldri bróðir hans Ólafur Helgi. Voru þeir mjög samrýndir bræður. Eftir nám og knattspyrnuiðkun í Bandaríkjunum hóf Hrafnkell störf hjá RÚV og flutti okkur fréttir af íþróttum og þar var ekki komið að tómum kofunum. Ein- staklega gaman var að hlusta á Hrafnkel lýsa leikjum vegna þess að hann hafði haldgóða þekkingu á íþróttum almennt og svo var hann spaugsamur og hafði næmt auga fyrir því sem skondið var. Hann var fljótur að átta sig á hlutunum og mörg gull- korn hrukku af vörum hans í hraða leiksins. Alltaf var notalegt að hitta Hrafnkel. Þótt við byggjum í sama bæ lágu leiðir okkar ekki oft saman í dagsins önn. Síðast hittum við hann á Ísafirði í sumar, þar sem hann dvaldi með móður sinni á slóðum afa síns og ömmu í móðurætt. Var hann þar í góðu yfirlæti að kynna börnum sínum og Gurrý uppruna sinn. Brosið alltaf jafn einlægt og hlýjan streymdi frá honum. Börnin okkar báru ávallt hlýtt þel til Hrafnkels og sakna hans sárt við þessi tímamót. Sárastur er söknuður og harmur Gurrýjar, Atla og Þóru og foreldranna, Bryndísar og Kristjáns og eldri bróður, Ólafs Helga. Að missa sambýlismann og föður, að missa barnið sitt, að missa bróður er nokkuð sem enginn óskar sér. Það er sárt og það tekur á sálina. Jólin eru hátíð ljóss og friðar og það er einlæg ósk okkar í fjölskyldunni að trúin á æðra máttarvald deyfi sárs- aukann og viðhaldi því ljósi sem ávallt skín hið innra með okkur í trú á hið góða í tilverunni. Ég er sannfærður um að móðuramma og föðurforeldrar hafi tekið vel á móti frænda mínum og hlúa að honum uns við sameinumst öll í betri heimi. Far í friði og megi al- mættið styrkja þá sem sárast sakna. Páll, Guðjóna, börn og fjöl- skyldur þeirra. Meira að segja röddin í höfðinu á mér brestur þegar að ég hugsa til þín. Ég á eftir að sakna þín sárt. Ég trúi því ekki ennþá að ég eigi aldrei eftir að tala við þig aftur. Aldrei eftir að spila með þér fótbolta aftur. Aldrei eftir að fá skammir frá þér eftir að hafa klúðrað dauðafæri aftur. Ég verð alltaf þakklátur fyrir að hafa fengið að eyða svona miklum tíma með þér þetta síðasta ár þitt og fengið að sjá þig þar sem að þú naust þín hvað best, inni á fótboltavellinum. Mér stekkur alltaf bros í gegnum tárin þegar að ég hugsa til þess þegar við sátum tveir saman inni í eldhúsi hjá ömmu og afa og spiluðum Íslenka knattspyrnu spurningaspilið. Ég fékk bara að gera tvisvar sinnum því að þú svaraðir öllu rétt. Og þegar að þú fékkst spurningu um bróður þinn fannst mér nóg komið og sagðist aldrei ætla að spila þetta spil við þig aftur, hvað ég gæfi ekki til að geta það núna. Ég mun aldrei gleyma þér. Andri Haraldsson. Elsku Hrafnkell. Mikið er sárt að þurfa að setjast niður og skrifa þessi kveðjuorð til þín, allt, allt of snemma. Satt best að segja eigum við ennþá bágt með að trúa því að raunveruleikinn sé svona grimm- ur. Ennþá bíðum við eftir að vakna af þessum vonda draumi, líta yfir til ykkar í næsta hús og sjá glitta í þig þar. En það er víst hluti af lífinu að sætta sig við það sem við fáum ekki breytt. Minningarnar um þig eru ljóslif- andi og það eru ótal skemmtilegar stundir sem við höfum eytt með ykk- ur fjölskyldunni, bæði hér heima og erlendis. Sérstaklega hugsum við hlýtt til stundanna sem við áttum saman þegar þið heimsóttuð okkur í Þýskalandi, takk fyrir yndislegar samverustundir þar. Svo eftir að við fluttum í næsta hús við ykkur hefur samgangurinn verið mikill og okkur hefur þótt þið svo frábærir nágrann- ar og vinir að við getum helst aldrei hugsað okkur að búa neins staðar annars staðar. Mest hafa Gurrý og börnin þó misst. Þú hefur verið hluti af lífi frænku minnar svo lengi sem ég, litla frænka, man eftir og í mínum huga eruð þið par, sem órjúfanleg heild. Börnin hafa misst yndislegan föður, föður sem talaði við þau af virð- ingu og sem þau væru fullorðnir ein- staklingar, óþreytandi að bera í þau fróðleik um lífið og tilveruna. Elsku Hrafnkell, við munum gera okkar besta í að styrkja Gurrý og börnin þín á þessum erfiðu tímum, við lofum því. Foreldrum þínum og bróð- ur vottum við einnig samúð okkar. Guð geymi þig, Edda Karen og Þórður. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast elskulegs frænda okkar, Hrafnkels Kristjánssonar. Það er margt sem flýgur í gegnum hugann þegar sest er niður og gamlar minn- ingar rifjaðar upp. Það sem stendur upp úr í minn- ingum okkar um Hrafnkel er húm- orinn og hvílíkur gleðigjafi hann var. Alltaf var hann kátur og brandararn- ir ultu upp úr honum án fyrirhafnar. Við systrabörnin vorum greinilega öll frá sömu plánetunni og skildum húmor hvert annars því þegar við hittumst voru ávallt endurteknir óteljandi frasar úr gömlum áramóta- skaupum og skemmtiþáttum, jafnvel heilu atriðin orðrétt. Við hittumst ekki mjög oft síðastliðin ár en alltaf var rosalega gaman hjá okkur og mikið hlegið. Við erum þakklát fyrir þau ár sem við fengum með Hrafnkatli þó svo að þau hefðu mátt vera miklu fleiri. Elsku Gurrý, Atli, Þóra, Bryndís, Kristján, Helga, Óli og Dísa, megi al- góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Guðmundur Stefán, Ragnheið- ur, Davíð Þór og Margrét. Elsku Hrafnkell. Minningarnar um þig eru svo margar. Öll skiptin sem ég gisti hjá ömmu og afa svo ég gæti komið með út á flugvöll að sækja ykkur Gurrý þegar þið bjugguð úti, spilagaldrarnir og þegar þú þóttist láta braka í nefinu á þér og við horfðum á heilluð en samt með hryllingssvip. Flórídaferðin er líka eftirminnileg. Eftir að ég varð fullorðin urðu samskipti okkar á meiri jafnréttisgrundvelli og var gaman að heyra þína hlið á málum þó að við værum alls ekki alltaf sam- mála. Þegar Gummi kom inn í fjöl- skylduna náðuð þið vel saman í gegn- um sameiginleg áhugamál. Enginn var jafn spenntur fyrir veiðiferðinni síðasta sumar og þú og ranghvolfdum við Gurrý augunum hvor til annarrar þegar við heyrðum ykkur strákana skipuleggja hana út í hið óendanlega. Jólaboðið var tómlegt án þín og óvenjulegt að taka ekki í spil enda var alltaf jafn gaman að vinna þig í Pic- tionary. Leyndardómurinn um hreinu jógúrtina mun lifa þangað til við hittumst aftur. Við vorum svo viss um að þú myndir ná þér og Gummi ætlaði að segja við þig að hann væri ekki enn búinn að fyrirgefa þér víta- spyrnuna. Þá hefðir þú eflaust komið með fast skot til baka enda alltaf með hnitmiðuð svör og tilbúinn í rökræð- ur. Elsku Gurrý, Atli, Þóra og fjöl- skylda, við munum gera okkar besta til að hugga ykkur í þessari miklu sorg og vitum að Hrafnkell mun fylgjast með ykkur. Hjördís og Guðmundur S. Kveðja frá Ríkisútvarpinu Það var stórt skarð höggvið í raðir starfsmanna Ríkisútvarpsins þegar Hrafnkell Kristjánsson íþróttafrétta- maður lést á jóladag eftir að hafa lent í hörmulegu slysi skömmu áður. Og það er þyngra en tárum tekur að hugsa til þeirra sem þannig sjá á eftir föður, maka, bróður og syni. Þótt Hrafnkell væri ungur að árum – og ætti nánast allt ævistarfið sitt eftir – náði hann sannarlega að setja jákvætt mark sitt á vinnustaðinn. Hann var ekki bara duglegur og sam- viskusamur starfsmaður heldur ríkti alltaf í kringum hann þessi uppbyggi- lega og hvetjandi glaðværð, sem er hverjum vinnustað svo ótrúlega verð- mæt og mikilvæg. Ég vil fyrir hönd Ríkisútvarpsins og starfsmanna þess kveðja Hrafnkel með kæru þakklæti og virðingu. Fjöl- skyldu hans og ástvinum votta ég okkar dýpstu samúð. Páll Magnússon. Kveðja frá Fréttastofu RÚV Lífið er dýrmæt gjöf sem við eigum að njóta. Því gleymum við stundum og látum einhverja smámuni spilla góðum degi, eitthvað sem engu máli skiptir. Nú höfum við harkalega verið minnt á hversu brothætt lífið er – gjöfin sem okkur er gefin. Hrafnkell Kristjánsson, vinur okkar og félagi, var hrifinn burt í blóma lífsins, þessi hlýi, gjafmildi og lífsglaði drengur. Það er erfitt að sætta sig við þvílíkan missi og halda áfram. En það verðum við að gera, það hefði Hrafnkell viljað að við gerðum. Oftast er mikill erill á Fréttastofunni, fólkið þar vinnur náið og mikið saman langan vinnudag. Fréttamannsstarfið gerir miklar kröfur til þeirra sem það inna af hendi og aðstæðurnar á vinnustaðn- um reyna auðvitað á margvíslega eig- inleika og hæfni. Hrafnkell var gædd- ur öllum helstu eiginleikum góðra fréttamanna, heiðarlegur, þolgóður og jákvæður – og svona dæmalaust bjartur, broshýr og glæsilegur á velli. Hann var flinkur fagmaður, sem óx af verkum sínum, var í fremstu röð ís- lenskra íþróttafréttamanna fyrr og síðar – og framtíðin brosti við honum. Það er vandfyllt skarðið sem Hrafnkell skilur eftir sig á Frétta- stofu RÚV og í húsinu í Efstaleiti 1. Hann var heill í samskiptum og setti hagsmuni hópsins ávallt framar sín- um eigin. Íþróttafréttamenn RÚV og við öll höfum misst góðan félaga sem var rausnarlegur á hæfileika sína og lagði rækt við það skemmtilega í til- verunni. Öll hlógum við einhvern tím- ann og nutum dýrmætra augnablika hversdagsins með Kela. En hvað ger- um við nú? Verður einhvern tímann hlegið aftur? Jöfnum við okkur eftir þetta þunga högg? Jú, auðvitað held- ur lífið áfram og aftur kvikna hlátrar á göngunum. Öll erum við ríkari af sárri reynslu þessara dimmu og köldu daga um jólin en líka af skemmtilegum minningum sem hafa yljað okkur. Og þessar góðu og hlýju minningar hjálpa okkur öllum í gegn- um erfiðan vetur og gefa vonir um að með hækkandi sól styrkjumst við og eflumst. Það er í anda Kela að við göngum glöð til verka, gleymum ekki að hafa svolítið gaman af öllu saman. Hugur okkar allra er hjá Guðríði Hjördísi, Atla og Þóru, foreldrum, bróður og öðrum nákomnum í fjöl- skyldunni. Þeirra missir er sár. En allt þetta góða fólk, sem Hrafnkell elskaði og hlúði að í lifanda lífi, getur sótt styrk í fallegar minningar um bjartan og góðan dreng. Óðinn Jónsson. Ég hafði séð dálítið til hans hér heima og heyrt af honum í knatt- spyrnu vestur í Ameríku þar sem hann gekk í háskóla. Kallaður til fundar kom hann, hreinn og beinn, skýrmæltur og yfirvegaður, viss um Hrafnkell Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.