Morgunblaðið - 04.01.2010, Síða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
mótspilarar hans kæmust yfir höfuð
að í leiknum.
Vinskapur okkar Hrafnkels var
einstakur. Alltaf var hægt að leita til
hans. Það var sama hvert tilefnið var
eða hverjar aðstæðurnar voru. Hann
gladdist með á ánægjustundum og
stóð alltaf með manni. Alltaf gat
Hrafnkell séð jákvæðu hliðarnar á
öllu og jafnvel bent manni á spaugi-
legar hliðar grafalvarlegra mála.
Hann sýndi stuðning þegar á þurfti
að halda. Leiðbeindi þegar leiðsagnar
var þörf og kom hreint fram. Slíkir
vinir eru ekki á hverju strái. Stund-
irnar sem við áttum með Hrafnkatli,
við spilamennsku fram eftir nóttu, í
spjalli yfir góðum mat, á fjöllum, golf-
vellinum eða í veiðiskap verða aldrei
af okkur teknar. Við teljum það for-
réttindi að hafa fengið að kynnast
Hrafnkatli og heiður að hafa verið
vinir hans. Minning hans mun lifa
með okkur svo lengi sem við lifum.
Gurrý, Atla, Þóru og fjölskyldunni
allri vottum við okkar dýpstu samúð
og biðjum Guð að styrkja þau.
Jón Gunnar Björnsson
og Katrín María Lehmann.
Elsku Hrafnkell. Á þessari ótíma-
bæru kveðjustund brjótast fram ótal
tilfinningar og hugsanir sem lítill
penni getur engan veginn fest á blað.
Með sorg í hjarta hafa minningar um
samverustundir okkar þó verið til
gleði innan um tárin frá því þú
hvarfst okkur á braut. Stundir kátínu
sem ætíð einkenndi þitt fas öðru
fremur. Þær hefðu átt að verða ótal
fleiri, kæri vinur. Við munum ætíð
minnast þín með þeirri kátínu og
gleði sem af þér ljómaði.
Með söknuð og sorg í hjarta
sér minning mín
brosið þitt og sál bjarta
brandara og grín.
Góði vinur ekki gleyma
er í guma hóp ég mæti
ávallt þar mun geyma
fyrir þig sæti.
Kæri vinur, við skulum í samein-
ingu faðma og vernda þína yndislegu
fjölskyldu.
Kristján Örn Kjartansson og
Guðlaug Sigríður Ragn-
arsdóttir (Krissi & Gulla.)
Kær vinur er fallinn frá.
Við bekkjarfélagarnir sitjum eftir
slegin.
Það var alltaf skemmtilegt hjá okk-
ur í 6R og átti Hrafnkell stóran þátt í
því enda mikill grallari. Við brölluð-
um margt og tókum okkur jafnvel frí
frá kennslustundum til að fara á skíði,
spila Trivial eða ræða málin.
Við munum öll eftir honum geisl-
andi, hlýjum og sposkum á svip.
Hann litaði kennslustundir með
hnyttnum tilsvörum og yndislegum
húmor. Oftar en ekki átti hann síð-
asta orðið, skaut inn góðum fimm-
aurabrandara og allur bekkurinn
veltist um af hlátri, kennarinn jafnvel
með.
Hrafnkell var stór hluti af bekkn-
um enda sú manngerð sem alla hreif,
alla snerti og öllum líkaði vel við.
Hans verður sárt saknað.
Við sendum fjölskyldu Hrafnkels
okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hug-
ur okkar er hjá ykkur.
Elsku Hrafnkell, þú lifir áfram í
hjörtum okkar.
Fyrir hönd bekkjarfélaganna
úr 6R og árgangs 1996 úr MR,
Lilja Guðríður Karlsdóttir.
Sjaldan reynir á skilning manns
gagnvart almættinu eins og þegar
það hrifsar hæfileikaríkt ljúfmenni til
sín í blóma lífsins, frá konu og börn-
um. Það gerðist á jóladag þegar
Hrafnkell Kristjánsson lést. Setning-
in þeir deyja ungir sem guðirnir elska
hlýtur að vera sönn, en dugir skammt
við að sefa sorgina.
Þegar Hrafnkell kom til starfa
við íþróttadeild RÚV sumarið 2003
varð strax ljóst að þar færi enginn
meðalmaður. Þrátt fyrir ungan ald-
ur hafði hann ótrúlega yfirgrips-
mikla þekkingu á íþróttum og hvað
varðar knattspyrnu var hann sann-
kallað uppflettirit. Hann lýsti því
fyrir okkur hvernig hann hefði,
ásamt bróður sínum, Ólafi, lesið allt
um fótbolta sem hann komst yfir.
Og síðan var keppst um hvor vissi
meira. Sögu HM kunni hann nánast
utan að og oft fletti maður upp í
Hrafnkeli í stað þess að leita á net-
inu, það var einfaldlega fljótlegra,
svo ekki sé talað um skemmtilegra.
Og þá sjaldan að maður kom að
tómum kofunum hófst hann strax
handa við að finna svarið við spurn-
ingunni og linnti aldrei látum fyrr
en það var komið.
Á undraskömmum tíma náði
Hrafnkell fullkomnum tökum á
fréttavinnslu, þáttagerð og lýsingu
viðburða. Og allt þetta gerði hann vel.
Enda var hann vel liðinn og virtur,
jafnt innan íþróttahreyfingarinnar
sem utan hennar.
Hrafnkell var óvenju hæfileikarík-
ur maður. Á íþróttasviðinu lá flest vel
fyrir honum, ekki síst ef bolti af ein-
hverju tagi kom fyrir. Hann var í
fremstu röð í knattspyrnu, liðtækur í
handbolta og góður kylfingur svo
dæmi séu tekin.
Eins og svo margt annað léku
tungumál í höndum, eða öllu heldur
munni, Hrafnkels. Af ýmsum góðum
tungumálamönnum sem íþróttadeild-
in hefur notið góðs af fór hann
fremstur í flokki. Engu skipti hvort
um var að ræða hjólreiðakappa frá
Kasakstan eða spretthlaupara frá
Malí, framburður skringilegustu
nafna var honum leikur einn.
Helsta einkenni Hrafnkels var þó
hvað hann var skemmtilegur. Djúp-
stæður áhugi hans á öllu sem viðkem-
ur mannlegu eðli ásamt skörpu
innsæi og leiftrandi kímnigáfu gerðu
það að verkum að hann sá alltaf
skemmtilegu hliðarnar á öllu. Og
ávallt var stutt í gamanið hjá honum.
Á góðum stundum var Hrafnkell ætíð
þungamiðjan. Þá var gítarinn gjarna
hafinn á loft og tónlistinni fylgt úr
hlaði með gamansögum og eftirherm-
um.
Þó að Hrafnkell hafi í engu dregið
af sér í erfiðu og krefjandi starfi var
okkur öllum ljóst að fjölskylda hans
var í fyrirrúmi og hennar er missirinn
sárastur. Um leið og ég sendi Gurrí,
Atla og Þóru, Óla bróður Hrafnkels
og foreldrum hans samúðarkveðjur
þakka ég fyrir að hafa kynnst Hrafn-
keli. Sem góðs félaga verður hans
sárt saknað á hverjum degi.
Adolf.
Hrafnkell Kristjánsson
✝ Ingibjörg Jó-hanna Vilhjálms-
dóttir fæddist á
Brekkustíg 7, í
Reykjavík 25. mars
1930. Hún lést 18.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ólafía
Ragna Ólafsdóttir, f.
22. júlí 1905, d. 14.
mars 1981, og Vil-
hjálmur Hannesson,
f. 18. október 1895, d.
16.febrúar 1977.
Systkini Ingibjarg-
ar eru: Ólöf Jóhanna, f. 13. sept-
ember 1931, Sigríður Marta, f. 16.
mars 1933, d. 26. desember 1933.
Bróðir þeirra, samfeðra var Svav-
ar, f. 17. september 1922, d. 13.
desember 2006.
Ingibjörg giftist 3. janúar 1952,
Þorvaldi Guðmundssyni frá Bónd-
hól í Borgarhreppi, þau skildu.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Ragna, f. 28. mars 1958, maki
Ólafur Árnason, þau eiga tvo syni.
Sigríður á með fyrri eiginmanni
sínum, Magnúsi Þór Haraldssyni,
eina dóttur og tvö barnabörn, og
fyrir á Ólafur tvö börn og tvö
barnabörn. 6) Sumarliði, f. 13. maí
1960, maki Sigríður Ragnhildur
Helgadóttir. Börnin eru sjö og
barnabörnin tvö. 7) Þorvaldur
Hannes, f. 22. desember 1966,
hann á tvö börn með fyrrverandi
eiginkonu sinni, Díönu Ósk Heið-
arsdóttur. 8) Ólafía Ingibjörg, f.
22. júlí 1969, maki Steinar Garð-
arsson, þau eiga tvö börn.
Skólaganga Ingibjargar Jó-
hönnu var í Miðbæjarskólanum í
Reykjavík, á Brennistöðum í Borg-
arfirði og á Húsmæðraskólanum á
Varmalandi. Hún vann á sínu
heimili við húsmóðurstörf og öll
almenn sveitastörf. Eftir að hún
flutti í Hveragerði og skildi við
eiginmann sinn fór hún að vinna á
Heilsuhælinu í Hveragerði. Henn-
ar síðasta heimili var í Lækjasm-
ára 4 í Kópavogi.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, mánudaginn
4. janúar 2010, og hefst athöfnin
kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Þorvaldur Gíslason,
f. 23. október 1881, d.
23. október 1963, og
Guðfinna Ein-
arsdóttir, f. 24.8.
1899, d. 6. janúar
1986. Ingibjörg og
Þorvaldur eignuðust
átta börn: 1) Guð-
finna, f. 5. nóv-
ember.1950, maki
Elías Pálsson. Börnin
eru tvö og barna-
börnin fjögur. 2) Vil-
hjálmur, f. 21. apríl
1952, d. 11. júlí 1955.
3) Guðmundur Hafþór, f. 21. nóv-
ember 1953, maki Helga Margrét
Gígja. Börnin eru sjö og barna-
börnin sex. 4) Vilhjálmur Birgir, f.
26. september 1956, maki Elínborg
Ögmundsdóttir. Vilhjálmur á með
fyrri eiginkonu sinni, Guðbjörgu
Jónu Jóhanns, fjögur börn og þrjú
barnabörn og fyrir á Elínborg tvö
börn og eitt barnabarn. 5) Sigríður
Mig langar að minnast elsku
mömmu minnar. Hún fæddist á
Brekkustíg 7 í Reykjavík og ólst
upp í Reykjavík til 12 ára aldurs.
Árið 1942 flutti fjölskyldan að
Krumshólum í Borgarhreppi.
Mamma fór fljótlega að hjálpa til
við almenn bústörf. En þá voru
ekki vélar til að létta störfin við
heyskap eða við mjaltir. Hún átti
ákaflega auðvelt með að læra þegar
hún var í skóla og hafði fallega rit-
hönd. Foreldrar mínir kaupa
snemma á sínum búskaparferli bú-
jörðina Hafþórsstaði í Norðurárdal
og seinna bjuggu þau einnig á
Hamraendum í Stafholtstungum.
Þau hefja þar bússkap með kýr,
kindur og hross. Það var erfitt
tímabil fyrir ung hjón að byrja að
búa með tvær hendur tómar og þar
kynntist hún því hvað lífsbaráttan
getur verið hörð.
Alltaf var stutt í glens hjá
mömmu og fyrstu brandarana mína
heyrði ég af hennar vörum. Hún
hafði alltaf gaman af dansi og dans-
aði stundum eftir dansmúsík í út-
varpinu við okkur og þannig lærð-
um við fyrstu sporin í dansi. Hún
var lífsglöð kona og var lagin við að
fanga skemmtilegar stundir með
heimilisfólkinu og gestum sem bar
að garði.
Hún var ein af þessum kjark-
miklu konum sem stóðu allt, alveg
sama hvað gekk á. Hún var alltaf til
staðar fyrir okkur systkinin. Var
alltaf heima að vinna, reykti ekki
eða drakk áfengi. Saumaði á okkur
fötin, prjónaði, bakaði dýrindis
brauð og kökur, las fyrir okkur,
kenndi okkur bænir, spilaði á
munnhörpu, harmonikku eða gítar
fyrir okkur og söng með. Á heimili
hennar kom hálfbróðir hennar,
Svavar sem var heyrnarlaus og
mállaus og hann bjó hjá henni í
rúm 40 ár og lýsir það best hennar
góðmennsku.
Hún var viðkvæm kona og tók
nærri sér þegar einhver var veikur
og var þá mikið fyrir að láta biðja
fyrir fólki og var mjög trúuð á mátt
bænarinnar.
Eftir að foreldrar bregða búi þá
flytja þau í Kópavog og síðan í
Hveragerði, þar sem þau skilja.
Alltaf var boð á jóladag í Hvera-
gerði og þangað fóru við systkinin
með fjölskylduna. Þannig vildi
mamma hafa það, börnin hjá sér,
nóg af mat og gleði í húsinu. Hún
hvatti börnin og barnabörnin til að
mennta sig og lagði líka áherslu á
að allir þyrftu að standa sig vel í
vinnu og vera dugleg.Hún las mikið
og fékk alltaf bók í jólagjöf og þótti
gaman að ræða landsmálin. Á þess-
um árum fór hún að ferðast erlend-
is og hafði ákaflega gaman að því
að sjá nýja og framandi staði. Síð-
ustu árin bjó hún í glæsilegri íbúð
sinni í Lækjarsmára í Kópavogi og
átti þar góðar stundir með fjöl-
skyldu og vinum.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég átti með henni og það sem
hún gaf mér og mínum börnum-
,systkinum og öllum. Hún var okk-
ur allt og var eins og fólk er best.
En kveðjustundin er komin og ljúft
að rifja upp allar góðu stundirnar
og minningarnar um elsku mömmu.
Blessuð sé minning hennar.
Guðfinna Þorvaldsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku besta amma mín, þú varst
alltaf svo ljúf og góð við mig og
takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Höf. ók.)
Þín ömmustelpa,
Guðfinna Birta.
Meðal minna fyrstu minninga
eru samverustundirnar með henni
ömmu minni. Það voru margar
gleðistundirnar á Nýbýlaveginu í
Kópavogi. Á heimili hennar voru
móðursystkini mín, lítið eitt eldri
en ég sjálfur. Mikið var hlegið og
alltaf létt yfir öllu. Það var því ekki
að ástæðulausu sem ég hágrét í ófá
skiptin þegar pabbi sótti mig og
keyrði heim. Í aftursætinu sat ég
svo og sparkaði af öllu afli í bakið á
bílstjórasætinu. Í mörg ár á eftir,
þegar ég keyrði Nýbýlaveginn
sjálfur, hugsaði ég um það hvert ég
við vorum komnir þegar ég gafst
upp og áttaði mig á að ekki yrði
snúið við.
Árið 1977 bætist annar ævintýra-
heimurinn við þegar amma og afi
flytja til Hveragerðis. Þar dvaldi ég
oft í jóla- og sumarfríum. Það var
sérstök tilfinning að vakna upp hjá
ömmu og sjá panelinn í loftunum
og vita að núna væri maður hjá
ömmu . Ekki vegna þess að amma
væri að hampa manni og dekra.
Nei vegna þess að hún var alltaf að
sýsla eitthvað eða skipuleggja. Hún
kenndi mér að hafa eitthvað til að
hlakka til. Það var alltaf eitthvað
sem amma var að fara að gera.
Hún kenndi mér líka að það er
hægt að gleðjast yfir litlu. Það
þurfti ekki meira til en á laugar-
dagskvöldi, yfir góðri bíómynd í
stofunni að heimilsfólkið væri spurt
hvort það vildi appelsín eða sinalcó.
Amma setti alltaf heimilið í forgang
og sást það best á litlum hlutum
eins og hún setti sjónvarpið í miðja
stofuna. Hún vissi að þar liði fólk-
inu sínu best. Hún var alltaf að fara
eitthvað með okkur krakkana og
eins og áður sagði alltaf að hugsa
um að gera eitthvað skemmtilegt
sem gætti glatt hana og okkur.
Heimilið hennar í Kambahrauni
var stolt hennar og þar kynntist ég
þeim gríðarlega metnaði að eiga
stóra og fallega fasteign sem gæti
nýst sem heimili og fyrir gesti. Hún
vann mjög mikið en aldrei man ég
eftir að hún kvartaði. Hún var ekki
þannig. Hún var mjög trúið án þess
að líta niður til þeirra sem voru
ekki eins. Mér verður oft hugsaði
til orðanna „Ef þú berð þig eftir
björginni, þá bætir alvaldið því sem
vantar upp á“ en það var að nokkru
leyti lífsmottó hennar tel ég. Hún
innrætti góða siði en aldrei man ég
eftir að hún hafi skammað mig.
Samt gerðu allir eins og amma
sagði. Hún reyndi alltaf að sjá feg-
urðina í lífinu og var mjög skyn-
söm. Aldrei sýndi hún börnum
hroka eða yfirlæti. Hún gladdist
alltaf þegar fólki gekk vel í lífinu og
aldrei fann ég fyrir öfund út í
nokkra manneskju.
Hún kenndi mér að það væru oft
bestu gamansögurnar sem maður
segði af sér sjálfum. Man ég ófáar
sögurnar sem hún sagði af sér þeg-
ar einhver misskilningur hafði
komið uppá gerðist og hló hún mest
sjálf. Hún gat verið mjög hnyttin í
tilsvörum en sagði aldrei neitt sem
særði. Það var mikil blessun fyrir
mig að kynnast henni ömmu minni
og mun alltaf líta upp til hennar
sem fyrirmyndar.
Þorvaldur Steinþórsson.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Sagt er að það þurfi heilt þorp,
til að ala upp barn. Eftir því sem ég
eldist og þroskast finnst mér þetta
passa betur og betur. Ein þeirra
sem átti þátt í uppeldi mínu var
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. Ég
kynntist henni fyrir rúmlega þrjá-
tíu árum, þegar ég fór að venja
komur mínar á heimili hennar. Ég,
unglingurinn, þá á fimmtánda ári.
Það fyrsta sem mér dettur í hug
þegar ég minnist Ingu er orðið
dugnaðarforkur. Upp í hugann
koma minningar um hana á fleygi-
ferð heim í hádeginu. Það veitti
ekki af að nota hvíldina á Hælinu,
til að sinna ýmsu heima fyrir. Eitt
sinn þegar ég kom, kallaði Inga til
mín að ég ætti ekki að labba á tepp-
inu. Hún væri nefnilega að hreinsa
það, með fötu og skrúbbi, þá varð
ég hissa. Einu sinni var ég seint á
ferð og kom að Ingu í eldhúsinu,
þar sem hún var að baka. Þegar ég
spurði hana hvað í ósköpunum hún
væri að gera sagði hún mér að
brauðið hefði klárast og hún væri
bara að baka brauð svo Addi og
Inga Lóa fengju brauð í nesti í
skólann að morgni. Ætli húsmæður
í dag kæmu ekki bara við í bak-
aríinu að morgni, ef brauðboxið
væri tómt að kvöldi. En þannig var
Inga ekki. Hún var alltaf fyrst á
fætur á morgnana og síðust í hátt-
inn á kvöldin.
Vinátta okkar Ingu var mér mik-
ils virði og þótti mér afar vænt um,
þegar hún kom og heimsótti mig og
færði dóttur minni nýfæddri gjafir.
Hún fylgdist vel með sínu fólki,
þessi elska. Eftir að Inga flutti héð-
an úr Hveragerði höfum við lítið
sést, en oft hefur mér orðið hugsað
til hennar, konunnar sem hafði svo
mikil áhrif á uppeldi mitt, vafalaust
án þess að hún gerði sér nokkra
grein fyrir því sjálf.
Ástvinum Ingu sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur um
leið og ég þakka henni samfylgd-
ina.
Margrét Ísaksdóttir.
Ingibjörg Jóhanna
Vilhjálmsdóttir