Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 30
30 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG BAUÐ LÍSU
Í AFMÆLIÐ ÞITT
EIN... TVÆR...
ÞRJÁR... FJÓRAR...
ERTU AÐ TELJA
KÖKUSNEIÐARNAR?
BAKAÐU
TVÆR
ÉG ER
HRÆDD VIÐ
AÐ FARA
Í SKÓLA
ÞAÐ ER BARA ÝMISLEGT
SEM ÉG VIL EKKI RÆÐA
ER SATT AÐ ÉG VERÐI SPURÐ
MARGRA SPURNINGA?
JÁ, ÆTLI ÞAÐ EKKI... FER
ÞAÐ Í TAUGARNAR Á ÞÉR?
ÚFF HVAÐ KOM EIGINLEGA FYRIR
SNOPPUFRÍÐA MANNINN SEM ÉG GIFTIST
FYRIR SVO MÖRGUM ÁRUM SÍÐAN?
HANN LÉT
SÉR VAXA
SKEGG
ADDA, ÉG
FANN FIMM-
ÞÚSUNDKALL!
LALLI, ÞÚ
ÆTTIR AÐ
SKILA HONUM
EN
ÞETTA ER
SEÐILL,
ADDA
ÞEGAR HÚN
VERÐUR ELDRI ÞÁ
ÁTTAR HÚN SIG Á
ÞVÍ AÐ SVONA
AÐSTÆÐUR GETA
VERIÐ FLÓKNAR
MÉR
FINNST
ÞÆR EKKI
MJÖG
FLÓKNAR
VIÐ LÉTUM KIDDU
SKILA LEIKJA-
TÖLVUNNI SEM
HÚN FANN. HVAÐ
MYNDI HÚN SEGJA EF
HÚN VISSI AÐ ÞÚ
ÆTLAÐIR AÐ HALDA
ÞESSUM SEÐLI?
ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ
SKAMMA PETER FYRIR AÐ HAFA
LOFAÐ AÐ GÓMA VULTURE
PETER! NÚNA
SKALT ÞÚ HLUSTA
AÐEINS Á MIG!
GET
ÞAÐ EKKI
ELSKAN! ER ALLT
Í LAGI MEÐ ÞIG?
ÉG FRÉTTI
AÐ HANN
VÆRI BÚINN
AÐ FINNA SÉR
STYRKTAR-
AÐILA
Lágmarks-
framfærsla
ellilífeyrisþega?
Stjórnvöldum hefur
víða reynst erfitt að
skilgreina og ákveða
fátæktarmörk í pen-
ingum, enda hagkvæmt
að hún sé ekki of-
greidd. Sums staðar
hefur verið notað við-
miðið 60% meðaltekna.
Nýlega gerðu tveir
háskólar óhlutdræga
félagsfræðilega rann-
sókn á þessu. Þeir
gengu út frá því að auk
nauðþurftanna; matar,
klæðnaðar og húsaskjóls, þyrfti elli-
lífeyrisþeginn að eiga þess kost að
taka áfram þátt í þjóðfélaginu eftir
smekk og áhuga.
Þá var sett upp reiknivél á netinu
fyrir fólk til að skoða stöðu sína. Ég
fór inn á þessa vél og staðfærði fyrir
hjón, íslenska ellilífeyrisþega. Hjón
voru talin þurfa 30% meiri innkomu
en einhleypingur. Því
sem ég breytti miðað
við Bretland var:
– 60% dýrari matur
hér
– tvöfalt dýrara
leiguhúsnæði hér
– 400.000 kr á ári
fyrir bíl
Niðurstaðan var í
stuttu máli þessi:
– Heimilishald fyrir
tvo: 1,6 milljónir á ári
– Húsnæði og flutn-
ingar: 2,0 milljónir á
ári
– Félags- og menn-
ingarmál 0,6 milljónir á
ári
Samtals 4,2 milljónir í innkomu
eftir skatta, bresk hjón þyrftu 3.
Sjón er sögu ríkari; reiknivélina
má finna á slóðinni minim-
umincomestandard.org.
Pálmi Stefánsson.
Ást er…
… ósköp tómleg, þegar
hann er ekki hjá þér.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-
16.30, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl.
10.50, postulínsmálun kl. 13, leshópur kl
14. Skráning hafin í leíkhúsferð 23. jan
og þorrablót 22. jan.
Árskógar 4 | Bað kl. 8-15.16, handa-
vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, fé-
lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8-16,
bænastund og umræða kl. 9.30, leikfimi
frá kl. 11, upplestur kl. 14.
Félag eldri borgara, Rvk. | Brids kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin, leiðb. við til hádegis,
lomber kl. 13 og canasta kl. 13.15. Á
morgun kl. 14 verður kynning á fyrirhug-
aðri starfsemi í Gjábakka á vormisseri.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postu-
línsmálun kl. 9, ganga kl. 10, handavinna
kl. 13 og félagsvist kl. 20.30.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa frá
kl. 9, brids kl. 13, matur og kaffi. Fótaað-
gerðir.
Korpúlfar Grafarvogi | Ganga kl. 10 í
Egilshöll. Sundleikfimi í Grafarvogs-
sundlaug á morgun kl. 9.30.
Aðalsteinn Valdimarsson bóndi áStrandseljum í Ísafjarð-
ardjúpi, yrkir á jólum undir
yfirskriftinni: „Anno 2009“:
Hvað varð um þig ár sem eitt sinn varst
ungt í heimi
með óskum og vonum, draumum og
þránum heitum,
heilsaðir okkur sem hjer vorum þá á
sveimi
og hugðist færa okkur það sem við eftir
leitum?
Við fögnuðum þjer og þín fyrirheit
kættu geðið
en fljótt þeim samt gleymdum, svo
upptekin við það að lifa,
í hversdagsins önnum við hugsuðum
mest um streðið
og heyrðum ei stundirnar burtu frá
okkur tifa.
Og nú ertu á förum og fortíðin sem þig
geymir,
þín fyrirheit rættust aðeins að naumu
leyti.
Um árið sem kemur þá okkur að nýju
dreymir
en ekki er víst að neinu meira það
breyti.
Jón Ingvar Jónsson orti eitt sinn:
Gengur ár í garð hjá mér
glæstra nýrra vona.
Fyrsta vísa ársins er
einfaldlega svona.
Valdimar Gunnarsson kennari í
Menntaskólanum á Akureyri veltir
fyrir sér þjóðfélagsástandinu:
Margt höfum við fyrir liðið liðið,
sem landið setti á höfuðið.
Ráfa menn nú um sviðið sviðið;
– svona er að trúa á auðmagnið.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Fyrsta vísa ársins
AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN
Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey.
Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar
í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim
degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst
af stærð blaðsins hverju sinni.
Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag,
verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á
vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu,
er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi
tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.:
Birtingardagur Skilatími
Mánudagsblað Hádegi föstudag
Þriðjudagsblað Hádegi föstudag
Miðvikudagsblað Hádegi mánudag
Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag
Föstudagsblað Hádegi miðvikudag
Laugardagsblað Hádegi fimmtudag